Morgunblaðið - 30.10.2021, Síða 1
Tónlistiner eins
og vatnið
Nýjar barna-stjörnur
Harpa er heimili Högna Egilssonar
þessa dagana. Um helgina verður
hleypt af stokkunum margmiðlunar-
sýningunni CIRCULEIGHT með
hans aðild og á föstudaginn mun
Sinfóníuhljómsveit Íslands flytja
verk Högna, þar á meðal fyrstu
sinfóníu tónskáldsins. Allt líf
Högna hverfist um tónlistenda segir hann þá göfugulist okkur eins lífsnauðsyn-lega og sjálft vatnið. 14
31. OKTÓBER 2021SUNNUDAGUR
Óöld og glundroði
Kristín Erla ogMargrét Júlíaleika í Birtu,nýrri íslenskrikvikmynd,og hafa báðarfengið viður-kenningufyrir leiksinn. 22
Stenst ekkileyndarmál
Ásdís Halla Bragadóttirsegir sögu læknisinsMoritz Halldórssonarí nýrri bók.Hún elskar sögurog leyndarmál. 8
Haítí er á valdi glæpagengja
og daglegt líf martröð líkast.12L A U G A R D A G U R 3 0. O K T Ó B E R 2 0 2 1
.Stofnað 1913 . 255. tölublað . 109. árgangur .
HEKLA · Sími 590 5000 · Laugavegur 170 · www.mitsubishi.is
ECLIPSE CROSS INVITE
Frábært verð 5.490.000 kr.
Fjórhjóladrifinn tengiltvinnbíll
Til afhendingar strax
HLÁTURINN
ER SÁTTAR-
MEÐAL
STUNDUM SÓLÓ
OG STUNDUM
HLJÓMSVEIT
STAFRÆNN HÁKON 43KOLBEINSEY 12
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
„Það er verið að skoða af alvöru
framleiðslu á íblöndunarefni í sem-
ent úr íslenskum jarðefnum. Þetta er
sérstaklega hugsað til að lækka kol-
efnisspor sements,“ segir Þorsteinn
Víglundsson, forstjóri Hornsteins
ehf. Uppi eru áform um að reisa
verksmiðju í Þorlákshöfn sem mun
nýta móberg og íslenskt rafmagn til
framleiðslu íblöndunarefnisins. Með
því mun kolefnisspor steypu lækka.
Miðað er við að flutt verði út
milljón tonn af efninu á ári, aðallega
til Norður-Evrópu. Frummat gerir
ráð fyrir að heildarfjárfestingin
nemi um tíu milljörðum króna.
Framkvæmdir við verksmiðjuna
gætu hafist eftir 2-3 ár og fram-
leiðsla mögulega 2024 eða 2025.
Móbergið verður þurrkað og
malað í verksmiðjunni. Horft er til
þess að nýta hreina íslenska raf-
orku við vinnsluna þannig að kol-
efnisspor framleiðslunnar verður
lítið sem ekkert. Raforkuþörfin
gæti orðið svipuð og hjá lítilli stór-
iðju.
„Við erum bjartsýn á að þetta
verði að veruleika,“ segir Elliði
Vignisson bæjarstjóri Ölfuss um
áformin. „Einn af hornsteinum þessa
verkefnis er stækkunin á höfninni
sem við erum að ráðast í. Samhliða
henni skapast möguleikar fyrir verk-
efni eins og þessi,“ sagði Elliði. Verði
af áformum um verksmiðjuna fylgja
tugir nýrra starfa og auknar tekjur.
Milljón tonn á ári úr móbergi
- Áform um 10 milljarða kr. fjárfestingu í framleiðslu íblöndunarefnis í Þorlákshöfn
M Íblöndunarefni »10
Morgunblaðið/Þorgeir Baldursson
Þorlákshöfn Stækkun hafnarinnar
fylgja margir nýir möguleikar.
Hrekkjavaka er á morgun, sunnudag, sam-
kvæmt dagatalinu. Íslendingar hafa í seinni tíð
tekið hrekkjavökuhátíðinni opnum örmum og
hafa hátíðahöldin aukist ár frá ári.
Börn hafa klætt sig í búninga í skólum, og
munu án efa ganga víða í hús á morgun.
Það verður einnig sífellt algengara að full-
orðnir hópi sig saman og geri sér glaðan dag
með viðeigandi sprelli. Starfsfólk og íbúar á
hjúkrunarheimilinu Mörk létu ekki sitt eftir
liggja í hátíðahöldunum í gær og höfðu skreytt
húsnæðið hátt og lágt. »13
Morgunblaðið/Eggert
Ungir sem aldnir halda upp á hrekkjavöku
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri
Reykjavíkur hélt því fram á fundi í
gær að bankar hefðu sérstaklega
veigrað sér við því að lána til upp-
byggingar í Reykjavík og að það
kunni að skýra þann íbúðaskort sem
nú er í sveitarfélaginu. Sigurður
Hannesson, framkvæmdastjóri Sam-
taka atvinnulífsins, er ósammála
þeirri staðhæfingu og segir aðild-
arfélög samtakanna frekar vísa til
takmarkaðs framboðs lóða frá borg-
inni.
Eyþór Arnalds, oddviti sjálfstæð-
ismanna í Reykjavík, segir það flókið
að byggja í Reykjavík og dýrara en
gengur og gerist í nágrannasveit-
arfélögum. Þar spili til dæmis inn í að
í nýjum fjölbýlishúsum fái Reykjavík-
urborg tiltekinn fjölda íbúða á sér-
stökum afsláttarkjörum sem hækki
verð annarra íbúða í fjölbýlinu. »4
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Hús Mikil eftirspurn er eftir íbúðum.
Flókið að
byggja í
Reykjavík
- Vísa orðum Dags
til föðurhúsanna
_ Núverandi staða í kórónuveiru-
faraldrinum þýðir að ólíklegt er að
öllum takmörkunum verði aflétt 18.
nóvember næstkomandi, líkt og
stefnt var að. Þetta kemur fram í
pistli Svandísar Svavarsdóttur heil-
brigðisráðherra í Morgunblaðinu í
dag. Segir hún ljóst að það skipti
öllu máli að fólk fari áfram varlega,
passi upp á sig og fólkið í kringum
sig. Þá hvetur hún fólk til þess að
láta bólusetja sig, hafi það ekki gert
það, sem og að fá sér örvunar-
skammta, þegar þeir standi til boða.
78 innanlandssmit greindust í
gær. Landspítalinn og hjúkr-
unarheimili hertu í gær reglur um
heimsóknir vegna fjölgunar smita.
»4 og 20
Ólíklegt að verði af
afléttingum 18. nóv.