Morgunblaðið - 30.10.2021, Side 8
8 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. OKTÓBER 2021
Hægindastóll
model 7227
Leður – Stærðir XS-XL
Verð frá 389.000,-
NJÓTTU
ÞESS AÐ SLAKA Á
Skeifunni 8 | Sími 588 0640 | casa.is
CASA býður upp á vaxtalausar raðgreiðslur (með Visa / Euro) í allt að 6 mánuði.
Samkeppniseftirlitið heldur úti
facebook-síðu þar sem það
tjáir sig um eitt og annað sem
það telur brýnt að koma á fram-
færi. Þar var til dæmis á dög-
unum vikið að opn-
un nýrrar Krónu-
verslunar á jarð-
hæð húss Sam-
keppniseftirlitsins
og því haldið fram
að ákveðins mis-
skilnings virðist
gæta um þátt eftir-
litsins í sölu Festar
á Krónunni í Nóatúni. Samkeppn-
iseftirlitið hafði ekkert með þá
sölu að gera, segir á facebook-
síðunni.
- - -
Þetta er djörf túlkun á málinu,
því að staðreyndin er sú að
eftirlitið hafði sett þau skilyrði að
Festi seldi búð á Hellu, en hafði
jafnframt ítrekað hafnað sölu á
versluninni. Það var ekki fyrr en
Festi seldi verslunina í Nóatúni
samhliða þeirri á Hellu sem eft-
irlitið samþykkti söluna.
- - -
Fleira skrýtið kemur frá Sam-
kepppniseftirlitinu. Um dag-
inn mótmælti það hvernig tals-
menn atvinnulífsins tjáðu sig um
verðhækkanir, og sagði forstjór-
inn af því tilefni að fyrirtæki
gætu brugðist við hækkun að-
fanga með öðrum hætti en hærra
vöruverði. Þau gætu hagrætt.
- - -
Vitaskuld er það fyrsti kostur
fyrirtækja í samkeppni að
hagræða, en hvað með Sam-
keppniseftirlitið? Kostnaður við
rekstur þess hefur rúmlega fjór-
faldast frá aldamótum og hækkað
um fjórðung á sl. fimm árum.
- - -
Væri ekki ráð að eftirlitið
gengi á undan með góðu for-
dæmi og hagræddi hjá sér?
Hagræðingartæki-
færin leynast víða
STAKSTEINAR
Á fundi borgarráðs
á fimmtudag lögðu
fulltrúar Sjálfstæð-
isflokks og Mið-
flokks fram fyr-
irspurnir um tilurð
og kostnað við
bæklinginn Upp-
bygging íbúða í
borginni sem bor-
inn var í hús í höf-
uðborginni nýlega.
Á fundinum var
lögð fram svohljóð-
andi fyrirspurn
borgarráðsfulltrúa
Sjálfstæðisflokks-
ins:
„Nú berst borgarbúum stórt tíma-
rit í tengslum við húsnæðisáætlun
borgarinnar og er útgefandi þess
Reykjavíkurborg. Ekki er hægt að
láta hjá líða í þessu samhengi, að
minnast á átak borgarinnar þar sem
borgarbúar voru hvattir til að snið-
ganga pappírsbæklinga en hér fer
borgin enn og aftur sjálf gegn eigin
hvatningu með því að dreifa pappír
inn um allar lúgur óumbeðin. Í fyrra
var sent út tímarit í tengslum við
græna planið og var
kostnaður við gerð
þess um 10.240.777
kr. fyrir utan virðis-
aukaskatt. Óskað er
upplýsinga um hvar
og hvenær ákvörð-
un um útgáfu þessa
bæklings var tekin
og hvaða fjárheim-
ildir hafi legið fyrir
ákvörðuninni. Fór
gerð bæklingsins og
dreifing í útboð?
Hvað kostaði hönn-
un, prentun og
dreifing bæklings-
ins? Hver var heild-
arkostnaður við vinnslu blaðsins og í
hverju fólst hann?“
Þá lagði fulltrúi Miðflokksins
fram fyrirspurn um kostnað við hús-
næðisblað Reykjavíkurborgar sem
dreift var 26. október 2021, tæmandi
talið og sundurliðað. Þessum spurn-
ingum verður væntanlega svarað
innan tíðar á sama vettvangi.
Fram kom í blaðinu að Athygli sá
um textavinnu og Ritform um um-
brot. sisi@mbl.is
Spyrja um kostnað
við húsnæðisblað
- Borgin gagnrýnd fyrir að ganga gegn
eigin hvatningu um sniðgöngu pappírs
85% nýnema í framhaldsskólum
landsins fengu inni í þeim skólum
sem þeir sóttu um í fyrsta vali. Í heild
bárust flestar umsóknir til Tækni-
skólans. 856 umsóknir voru sam-
þykktar en 543 hafnað. Þetta kemur
fram á vefsíðu Menntamálastofn-
unar, sem hefur tekið saman tölur um
nemendur framhaldsskólanna á yf-
irstandandi haustönn.
Alls sóttu 8.899 um nám í fram-
haldsskólunum og þar af voru
nýnemaumsóknir 4.214 talsins. Fram
kemur að meðalaldur nemenda í
starfsnámi er umtalsvert hærri en
nemenda í bóknámi. Þá eru fleiri
karlkyns nemendur nú skráðir í
framhaldsskólanám en kvenkyns
nemendur. Mestur er kynjamunur
nýnema í Tækniskólanum en þar eru
karlkyns nemendur 255 en kvenkyns-
nemar 120. Fjölbrautaskólinn í Breið-
holti fékk næstflestar umsóknir og
voru 482 samþykktar en 115 hafnað.
Flestar umsóknir nýnema um fyrsta
val um skólavist í einstökum skólum
bárust um nám í Verzlunarskóla Ís-
lands eða 546 og fengu 360 inni í þeim
skóla. 417 sóttu um nám í Tækniskól-
anum sem fyrsta val og fengu 353
þeirra skólavist. 610 karlnemar og
693 kvennemar voru skráðir á nátt-
úrufræðibraut til stúdentsprófs í
framhaldsskólunum og 667 kvennem-
ar og 302 kvennemar eru skráðir á
félagsfræðibraut.
Karlkyns nemendur eru í meirihluta
- Flestar umsóknir um nám í Tækniskólanum - 8.899 sóttu um í framhaldsskólum
Morgunblaðið/Kristinn
Nemendur Alls sóttu 8.899 um nám
í framhaldsskólunum á haustönn.
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/