Morgunblaðið - 30.10.2021, Qupperneq 13
DAGLEGT LÍF 13
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. OKTÓBER 2021
Ragnheiður Birgisdóttir
ragnheidurb@mbl.is
N
ú, þær eru alveg glimr-
andi,“ segir Anna Heið-
dal, íbúi í Mörk, þegar
hún er spurð hvað henni
þykir um metnaðarfullar hrekkja-
vökuskreytingarnar sem prýða
ganga hússins og segist hafa mjög
gaman af þeim, þetta sé svo vel gert.
„Það lá við að ég fengi hjartaáfall
þegar ég sá manninn í stólnum
þarna,“ segir hún um óhugnanlegan
kumpána sem liggur í stól í anddyr-
inu og virðist ekki lífs. Mikið hefur
verið lagt upp úr skreytingum á
fyrstu hæð hússins auk þess sem
hrekkjavökustemningin teygir sig
upp á efri hæðir hússins.
„Þær eru svo duglegar að
skreyta og skreyta svo fallega. Þetta
eru voðalega miklir listamenn
hérna,“ tekur Bergdís R. Jónas-
dóttir, annar íbúi, undir. „Þetta er
svo listrænt hjá þeim og það er gott
að fá smá kipp svona.“
Þær stöllurnar hafa ekkert á
móti hrekkjavökunni þótt öskudag-
urinn sé nú þegar í dagatalinu. „Það
er alltaf góðum dögum við bæt-
andi,“ segir Bergdís.
„Við erum alltaf tilbúnar að
taka á móti einhverjum breyt-
ingum. Við erum svo partíglöð
hérna, þetta er allt í lagi. Við höfum
reglulega gaman af þessu,“ segir
Anna.
Hrafnhildur Snædal Ólafs-
dóttir, sessunautur Önnu og Berg-
dísar, bendir á að þessir dagar hafi
verið nefndir í íslenskum heim-
ildum og á þá við dagana eftir 26.
viku sumars, millibilsástandið þeg-
ar sumar mætir vetri og andar jafn-
vel taldir vera á kreiki. „Við erum
ekkert bara að hafa þetta eftir Am-
eríkananum,“ segir Bergdís.
Kannski að sumu leyti en ekki öllu.
Anna vill þó alls ekki að þetta
verði til þess að hinn gamli góði
öskudagur hverfi með öllu og hinar
taka undir.
Ingunn Guðrún Árnadóttir
sem stýrir Boggubúð, versluninni á
staðnum, segir að almennt taki íbú-
arnir vel í þetta uppátæki. „Þetta er
eins og eins konar hópefli.“ Íbú-
arnir hafa hjálpast að við að föndra
síðustu daga.
Það eru ræstingastjórinn Vaida
Stankuté og hennar samstarfsfólk
sem standa helst fyrir skreyting-
unum en heimilismenn hjálpuðu líka
til. „Það er oft eitthvað í gangi hjá
okkur en það hefur kannski aldrei
þróast út í svona mikið,“ segir Vaida
sem sýnir okkur inn ræstingagang-
inn þar sem búið var að skreyta hátt
og lágt. Hún segir að lítið sem ekk-
ert hafi verið keypt ef skreytingum,
mest hafi verið búið til á staðnum úr
því sem til var. „Það er yfirleitt mjög
gaman hjá okkur í vinnunni. Það er
alltaf gaman að mæta,“ segir hún
glöð í bragði.
„Ég var einmitt að segja við
þær að ég bíð spennt eftir jólunum
hjá þeim. Þannig að það eru ekki
bara krakkarnir sem skemmta sér,“
segir Ingunn og Vaida bætir við:
„Það er gaman að breyta aðeins til,
sérstaklega eftir þennan erfiða
tíma.“
Efnt hefur verið til skreytinga-
keppni milli hæða í Mörk og milli
dvalar- og hjúkrunarheimilanna
þriggja sem starfa undir sama hatti,
Grundar, Áss og Markar.
Nýjungaglaðar Anna, Bergdís og Hrafnhildur eru hrifnar af þessu uppátæki starfsfólksins. Skrautlegt Starfsfólk ræstingadeildarinnar tekur hrekkjavökuna alvarlega.
„Við erum svo partíglöð hérna“
Morgunblaðið/Eggert
Hrekkjavaka Aðkoman í matsalnum í Mörk var vægast sagt skrautleg.
Íbúar og starfsmenn á
hjúkrunarheimilinu
Mörk kunna að gera sér
glaðan dag og fagna að
þessu sinni hrekkjavöku.
Foreldrafélög grunnskólanna í Breið-
holti hafa gefið öllum grunnskóla-
börnum endurskinsljós, endurskins-
merki með innbyggðu ljósi. Merkin
eru merkt Breiðholti og þannig útbú-
in að hægt er að hengja þau á töskur
og rennilása. Þá eru þrjár mismun-
andi stillingar á ljósinu.
„Nú er haustfríið að baki og vet-
urinn genginn í garð. Með vetrinum
kemur myrkrið og þá er nauðsynlegt
að við séum öll sýnileg í umferðinni.
Besta leiðin til þess er að nota endur-
skinsmerki,“ segir í tilkynningu frá
foreldrafélögunum.
Þá hafa nemendur í unglinga-
deildum sérstaklega verið hvattir til
þess að sýna yngri nemendum gott
fordæmi og hengja á sig ljósin.
Grunnskólar
Skínandi börn
í Breiðholti
Gjöf Börn í Breiðholti fengu ný endur-
skinsmerki með ljósi.
Skoðið // hjahrafnhildi.is
Engjateigi 5 // 581 2141 // hjahrafnhildi.is
Jólalínan komin
LAXDAL ER Í LEIÐINNI
TRAUST
Í 80 ÁR
Ný sending
Skoðið
laxdal.is
B E R N H A R Ð
L A X D A L
Skipholti 29b • S: 551 4422
Opið í dag kl. 11-15
Bæjarlind 6 | Sími 554 7030
Við erum á facebook
Cherry Berry
buxur
Kr. 5.900
Flísfóðraðar
kr. 6.900