Morgunblaðið - 30.10.2021, Qupperneq 14
14 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. OKTÓBER 2021
Arkitektastofan Trípolí+Krads hef-
ur borið sigur úr býtum í samkeppni
um kennileitishús í Urriðaholti.
Þrjár arkitektastofur tóku þátt í
samkeppninni. Kennileitishúsið
stendur á áberandi stað í Urriða-
holti, við Vörðugötu 2, og því ætlast
til að sigurtillagan væri frumleg og
vönduð í samræmi við það.
Í greinargerð arkitektanna sem
standa að baki verkefninu segir
meðal annars: „Form bygging-
arinnar er einstakt og mun vekja at-
hygli allra sem leið eiga fram hjá.“
Egill Sæbjörnsson myndlistar-
maður hefur hannað „lifandi org-
anískt yfirborð“, sem er sérstök
meðhöndlun á steypu forsteyptra
eininga. Þrjátíu íbúðir verða í kenni-
leitishúsinu en alls verður húsið
6.600 fermetrar, þar af 1.500 neð-
anjarðar.
Teikning/Trípolí+Krads
Lifandi Egill Sæbjörnsson hefur hannað yfirborð byggingarinnar.
„Mun vekja athygli“
- Trípolí+Krads bar sigur úr býtum
í samkeppni um kennileitishús
Sigtryggur Sigtryggsson
sisi@mbl.is
Aldrei hefur komið til þess að kosn-
ingar til Alþingis hafi verið ógiltar
vegna annmarka (galla) á fram-
kvæmd þeirra. Hins vegar hefur
Hæstiréttur fjallað um annmarka á
framkvæmd laga um kosningar til
sveitarstjórna eða forvera þeirra
auk gildis kosninga til stjórnlaga-
þings og forsetakosninga.
Þetta kemur fram í minnisblaði
sem skrifstofa Alþingis hefur tekið
saman að beiðni undirbúnings-
nefndar fyrir rannsókn kjörbréfa.
Nefndin vinnur sem kunnugt er að
skoðun álitamála sem upp hafa
komið vegna alþingiskosninganna í
Norðvesturkjördæmi. Birgir Ár-
mannsson, formaður nefndarinnar,
hefur sagt að niðurstaða fáist von-
andi í næstu viku.
Gæti snert 16 þingmenn
Eins og fram hefur komið hér í
blaðinu myndi ógilding kosninga í
Norðvesturkjördæmi, ef til kæmi,
snerta 16 nýkjörna alþingismenn,
þ.e. sjö kjördæmakosna þingmenn í
Norðvesturkjördæmi og alla níu
jöfnunarþingmennina. Verði þetta
niðurstaða Alþingis færi fram upp-
kosning (endurkosning) í kjördæm-
inu samkvæmt kosningalögum.
Leiði niðurstaða slíkrar kosningar
til annarrar niðurstöðu myndi
landskjörstjórn gefa út ný kjörbréf
fyrir hina nýkjörnu þingmenn sem
kæmu svo til umfjöllunar í þinginu
eins og eftir almennar kosningar.
Í minnisblaðinu er fjallað um
ógildingarreglur laga um kosningar
til Alþingis og laga um kosningar til
sveitarstjórna, úrlausnir Hæsta-
réttar um annmarka á framkvæmd
kosninga og forsetakjörs og áhrif
annmarka á gildi kosninga.
Í lögum um kosningar til Alþingis
og í lögum um kosningar til sveit-
arstjórna er að finna meginreglu
um það hvenær annmarkar á fram-
kvæmd kosninga leiða til ógildingar
þeirra, segir í minnisblaðinu.
Í 3. mgr. 120. gr. laga um kosn-
ingar til Alþingis segir að ef þeir
gallar eru á framboði eða kosningu
þingmanns sem ætla má að hafi
haft áhrif á úrslit kosningarinnar
úrskurði Alþingi kosningu hans
ógilda og einnig án þess ef þing-
maðurinn sjálfur, umboðsmenn
hans eða meðmælendur hafi vísvit-
andi átt sök á misfellunum, enda
séu þær verulegar. Fari um alla
þingmenn, kosna af listanum, eins
og annars um einstakan þingmann
ef misfellurnar varða listann í heild.
Samkvæmt þessu ákvæði geta ann-
markar á kosningu þingmanns leitt
til ógildingar ef „ætla má“ að ann-
marki hafi haft áhrif á úrslit kosn-
ingar eða ef saknæmt atferli þing-
manns, umboðsmanns hans eða
meðmælenda er ástæða annmark-
ans.
Með lögum nr. 5/1998 voru sett
sérlög um kosningar til sveitar-
stjórna en þar segir í 94. gr. að gall-
ar á framboði eða kosningu leiði
ekki til ógildingar kosninga, nema
ætla megi að þeir hafi haft áhrif á
úrslit kosninganna.
Þá hafi fræðimenn talið að ógild-
ingarreglur kosningalaga hvíli í
reynd á víðtækari ólögfestum
grunni, m.a. að því er varðar sér-
tæka ólögfesta ógildingarreglu sem
á við þegar brotið er gegn þeirri
meginreglu sem lögfest er í 31. gr.
stjórnarskrár um leynilegar kosn-
ingar. Þar segir að á Alþingi eigi
sæti 63 þjóðkjörnir þingmenn,
kosnir leynilegri hlutbundinni kosn-
ingu til fjögurra ára.
Regla 3. mgr. 120. gr. laga um
kosningar til Alþingis kom fyrst
fram í lögum um kosningar til Al-
þingis, nr. 18/1934. Í athugasemd-
um með frumvarpi til þeirra laga
var tiltekið að smávægilegir gallar á
kosningum ættu ekki að valda
ógildingu kosningar. Væri ekki um
óheiðarlegt athæfi að ræða ætti
ekki að ónýta kosningu þingmanns,
nema ætla mætti að það sem áfátt
væri hefði haft áhrif á úrslitin.
Ákvæðið var ekki skýrt frekar.
Þá segir í minnisblaðinu að í
skrifum fræðimanna hafi verið
gengið út frá því að margir smáveg-
is annmarkar geti ekki haft áhrif á
kosningaúrslit. Því beri ekki að
ógilda kosningu þótt slíkar misfell-
ur af hálfu kjörstjórnar eða kjör-
stjóra kunni að varða refsingu. Sé
ljóst að annmarkar við kosningar
hafi getað ráðið úrslitum um niður-
stöður þeirra skipti almennt engu
máli hverjum er um að kenna eða
hvort nokkur eigi sök á misfell-
unum heldur beri þá að ógilda
kosninguna. Séu annmarkar ekki
þess eðlis beri ekki að ógilda nema
þingmaður sjálfur, umboðsmenn
hans eða meðmælendur hafi vísvit-
andi átt sök á misfellunum, enda
séu þær verulegar, sbr. 3. mgr. 120.
gr. laga um kosningar til Alþingis.
Alþingi sker sjálft úr
Á grundvelli 46. gr. stjórnarskrár
lýðveldisins Íslands sker Alþingi
sjálft úr, hvort þingmenn þess séu
löglega kosnir. Ákvæðið hefur verið
skilið svo að Alþingi úrskurði um
kjörgengi nýkjörinna þingmanna og
um lögmæti kosninganna. Alþingi
hefur því úrskurðarvald, ekki að-
eins um kjörgengi þingmanna held-
ur einnig um öll atriði er kosningu
varða, svo sem lögmæti framboðs,
undirbúning kosninga, atferli kjör-
stjórna, kosningarathöfn, ágrein-
ingsseðla o.s.frv. Það verður gert
svo skjótt sem nýtt Alþingi hefur
verið sett. Annmarkar á fram-
kvæmd alþingiskosninga koma ekki
til úrlausnar hjá Hæstarétti.
Síðan segir í minnisblaðinu að af
dómaframkvæmd Hæstaréttar um
gildi sveitarstjórnarkosninga megi
ráða að dómstóllinn hafi beitt ólík-
um mælikvörðum við mat á því
hvort annmarkar valdi ógildi kosn-
inga.
Kosningar til Alþingis hafa aldrei
verið ógiltar vegna annmarka
- Hæstiréttur fjallaði um kosningar til sveitarstjórna, stjórnlagaþings og embættis forseta
Þingmennirnir sem ógilding gæti haft áhrif á
Kjördæmakjörnir Jöfnunarþingmenn
Þórdís Kolbrún
Reykfjörð Gylfad.
D
Haraldur
Benediktsson
D
Eyjólfur
Ármannsson
F
Bjarni
Jónsson
V
Sigmar
Guðmundsson
C
Guðbrandur
Einarsson
C
Bergþór
Ólason
M
Andrés Ingi
Jónsson
P
Jóhann Páll
Jóhannsson
S
Orri Páll
Jóhannsson
V
Jódís
Skúladóttir
V
Gísli Rafn
Ólafsson
P
Stefán Vagn
Stefánsson
B
Lilja Rannveig
Sigurgeirsdóttir
B
Halla Signý
Kristjánsdóttir
B
Arndís Anna K.
Gunnarsdóttir
P
Hlýjar og fallegar
jólakveðjur
Jólakort Hringsins 2021
ásamt merkimiðum eru komin í sölu
Með því að setja kortin og merkimiðana á pakkana
styrkir þú Barnaspítala Hringsins
Helstu útsölustaðir eru Penninn, Hagkaup, Lyf og heilsa, Apótekarinn og Melabúðin.