Morgunblaðið - 30.10.2021, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 30.10.2021, Blaðsíða 16
uppi áform um að ráðast í nauðsyn- legar gatna- og veituframkvæmdir þar á næstunni. Eitt hesthús hefur þegar verið byggt en eldra hest- húsahverfið norðan til á Hellu er skilgreint sem víkjandi í skipulagi. - - - Í samráði með Isavia, flugmála- yfirvöldum, flugklúbbnum á Hellu og sveitarfélaginu er unnið að gerð deiliskipulags fyrir flugvallar- svæðið. Gert verði ráð fyrir upp- byggingu flugtengdrar starfsemi, svo sem byggingu flugskýla á sér- lóðum. Nálægð vallarins við vænt- anlega íbúðabyggð á Hellu hefur marga kosti og er jafnframt verið að ganga frá lagnahönnun í tengslum við uppbyggingu vallarins gagnvart hinni nýju íbúðabyggð í Ölduhverfinu. Hugsanlegt er að flugvöllurinn verði styttur til suðurs og jafnvel lengdur til norðurs ef þörf verður á. - - - Hafist er handa við að skipu- leggja íbúðabyggð í svokölluðu Bjargshverfi, rétt vestan Ytri- Rangár gegnt Hellu. Það er svæði sem tilheyrir þéttbýlinu og verður um stærri lóðir þar að ræða með miklum möguleikum til útivistar og næðis. Gert verði ráð fyrir góðum aksturs- og göngutengingum að svæðinu og er gert ráð fyrir að byggð verði göngubrú yfir ána. Jafnframt liggur fyrir að bætt verði við göngubrú utan á núverandi brú þjóðvegarins yfir Ytri-Rangá. - - - Deiliskipulagsvinnu fyrir Hvammsvirkjun er lokið og er beðið eftir endanlegri afgreiðslu Skipu- lagsstofnunar. Fjölmargar athuga- semdir bárust á auglýsingatíma til- lögunnar og hefur endanleg tillaga tekið mið af þeim. Skipulagsstofnun hefur kynnt til umsagnar matsáætl- un vegna framkvæmda í Land- mannalaugum. Matsáætlun er und- anfari matsskýrslu sem væntanlega mun líta dagsins ljós strax eftir ára- mót. Hafin er vinna við athugun á möguleikum sveitarfélagsins í sam- ráði við Rangárþing eystra á að lagður verði göngu- og hjólastígur á milli þorpanna meðfram Suður- landsveginum. - - - Rósey og Klukkublóm eru tvö ný fyrirtæki á Hellu. Nöfnin gætu bent til þess að bæði fyrirtækin höndluðu með blóm eða rósir, en svo er ekki. Rósey ehf. er nýtt fyrir- tæki sem sérhæfir sig í viðgerðum á öllu er tengist glussakerfum, hvort heldur það eru ámoksturstæki á dráttarvél eða stórar véla- samstæður í frystihúsum og iðnaði. Síðastliðið sumar voru hins vegar Klukkublóm opnuð í elsta hluta þorpsins, en það er blóma- og gjafa- vöruverslun. Þessi fyrirtæki eru góð viðbót við þá fyrirtækjaflóru sem fyrir er. - - - 1.000 ára sveitaþorp, fyrir- tæki í Þykkvabæ, hefur hingað til framleitt skræður og selt kartöflur í umhverfisvænum umbúðum. Skræður eru þurrkað hrossakjöt, kjötnasl, byggt á aldagamalli hefð úr Þykkvabænum. Fyrirtækið er nú með á teikniborðinu að framleiða svokölluð KindaKol með margvís- lega notkunarmöguleika, þar sem aðalhráefnið er sauðatað og annar vannýttur lífrænn úrgangur. Stefnt er að því m.a. að þróa vistvæn iðn- aðarkol sem gætu að einhverju leyti leyst af hólmi hefðbundin kol sem notuð eru til að mynda í starfsemi stóriðjuvera. - - - Söluskála Olís á Hellu hefur verið lokað hluta úr degi af og til undanfarið vegna manneklu. Í við- bót við að ekki hefur fengist nægt fólk til starfa hafa veikindi orðið til þess að forráðamenn söluskálans hafa gripið til þess ráðs að loka starfseminni hluta úr degi. Færri fá byggingarlóðir en vilja Morgunblaðið/Óli Már Aronsson Framkvæmdir Atgangur er mikill í byggingarstarfsemi á Hellu og mikill áhugi er á byggingarlóðum á svæðinu. ÚR BÆJARLÍFINU Óli Már Aronsson Hellu Landsmót hestamanna 2022 verður haldið á Hellu dagana 4.-10. júlí nk. Mótið átti að vera árið 2020 á Hellu, en var fellt niður vegna Covid. Þetta landsmót er það 24. í röðinni frá upphafi og það sjötta sem haldið er á Hellu. Stjórn Rang- árbakka ehf. sem heldur mótið hef- ur nú ráðið Magnús Benediktsson sem framkvæmdastjóra. Vonast er til að um 8.000 gestir sæki mótið og keppendur eru um 700 víðsvegar að af landinu. Miðasala fyrir viðburð- inn fer í gang föstudaginn 5. nóv- ember nk. og verða miðar á sér- stöku forsöluverði fram að ára- mótum. - - - Skipulags- og lóðamál í Rangárþingi ytra eru á fullri ferð ef svo má að orði komast. Nú í vikunni lá 101 umsókn um lóðir á Hellu fyrir fundi í byggðaráði. Á fundinum var úthlutað 15 íbúðalóðum fyrir 33 íbúðaeiningar og tveimur atvinnu- lóðum. Draga þurfti úr umsóknum þar sem allt að 14 umsóknir voru um sumar lóðirnar. Nú eru einungis tvær lóðir sem ekki er búið úthluta, lausar og tilbúnar á Hellu fyrir íbúðarhúsnæði. Hægt er að sjá laus- ar lóðir á kortasjá sveitarfélagsins. - - - Gríðarlegur áhugi er fyrir lóð- um til íbúðar utan þéttbýlis og mik- ill áhugi er fyrir að breyta frí- stundasvæðum í íbúðabyggð. Mjög gott framboð er af lóðum til slíkra bygginga. Má þar t.d. nefna skipu- lögð íbúðasvæði eða landbúnaðar- svæði eins og Rangársléttu, Þjóð- ólfshaga, Selás, Litla-Hof og Gadd- staði. Á Gaddstöðum eru t.d. aðeins sex lóðir af 52 enn skráðar sem frí- stundalóðir. - - - Lóðum til byggingar hesthúsa í nýju hesthúsahverfi við reiðhöllina á Rangárbökkum hefur verið út- hlutað til nokkurra aðila og er beðið framkvæmda þar. Sveitarfélagið hefur með gatnahönnun og lagna- hönnun að gera á svæðinu og eru 16 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. OKTÓBER 2021 Guðmundur Magnússon gudmundur@mbl.is Nýafstaðið kirkjuþing afgreiddi ekki tillögu um sölu 24 fasteigna kirkj- unnar og verður málið tekið upp að nýju á framhaldsfundi undir lok nóv- ember. Aftur á móti var samþykkt tillaga frá fjárhagsnefnd þingsins um að fasteignasviði kirkjunnar yrði falið að afla frekari upplýsinga um þær eignir, sem þar eru tilgreindar, svo sem um ástand þeirra, viðhalds- þörf, rekstrarkostnað, tekjur af eigninni og áætlað söluverð þeirra eigna sem það á við. Ætlast er til að verkið verði unnið í samráði við nefndina. Eins og fram kom hér í blaðinu í síðustu viku lagði starfshópur á veg- um kirkjuþings til að átta jarðir og 16 aðrar fasteignir í eigu þjóðkirkj- unnar yrðu seldar. Tillagan er liður í fjárhagslegri endurskipulagningu kirkjunnar. Meðal eignanna er emb- ættisbústaður biskups á Bergstaða- stræti 75. Jarðirnar sem selja á sam- kvæmt tillögunni eru Árnes 1, Desjarmýri, Kolfreyjustaður, Mikli- bær, Skeggjastaðir, Syðra-Lauga- land og Brúnir (úr Syðra-Lauga- landi) og Voli. Jarðir kirkjunnar eru nú 33 talsins auk Skálholts. Þar af eru 18 jarðir setnar prestum. Þjóð- kirkjan á auk þess 27 fasteignir sem nýttar eru sem íbúðarhúsnæði. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Kirkjuþing Biskup og forseti þings- ins hlýða á umræður þingfulltrúa. Ákvörðun um sölu frestað - Kirkjuþing vill fá meiri upplýsingar Nýlega hófust umfangsmiklar fram- kvæmdir við endurbætur gatnamót- anna við Suðurströnd og Nesveg á Seltjarnarnesi, en þetta eru helstu gatnamót bæjarins. Framkvæmd- irnar hafa verið í undirbúningi um nokkurt skeið. Framkvæmdin er tvíþætt, að því er fram kemur í frétt á vef Seltjarn- arnesbæjar. Annars vegar er um að ræða endurnýjun umferðarljósabún- aðar. Hins vegar endurbætur gatna- mótanna með sérstöku tilliti til ör- yggis gangandi og hjólandi vegfarenda. Stígar verða breikkaðir og aðgengi sjónskertra bætt. Um- ferðareyjur verða endurgerðar og lýsing á gatnamótunum bætt. Það eru Seltjarnarnesbær og Vegagerðin sem eru verkkaupar að framkvæmdinni. VSÓ Ráðgjöf sá um alla hönnun en Loftorka sér um framkvæmdina. Áætluð verklok eru í desember 2021. Meðan á framkvæmdunum stend- ur verða settar upp greinargóðar merkingar og umferð gangandi og akandi verður lítið skert. Foreldrar hafa verið hvattir til að upplýsa börn sín. Gangbrautarvarsla verður á morgnana út allan verktímann. sisi@mbl.is Morgunblaðið/sisi Gatnamótin Starfsmenn Loftorku vinna að endurbótum og lagfæringum. Helstu gatnamót á Nesinu endurbætt Funahöfði 1 | 110 Reykjavík | Sími 567 4840 | www.bilo.is | bilo@bilo.is Komdu í BÍLÓ! Audi A8 4 2 Quattro • Ný smurður af Heklu • Ný skoðaður án athugasemda • Ný 19“ Toyo heilsársdekk • Fullkomið viðhald • Einstakt tækifæri • Fjórhjóladrifinn • Stillanleg loftpúðafjöðrun • 6 þrepa sjálfskipting • 335 hestöfl (0-100 km 6,3 sek.) • Álbíll , Árgerð 2003 Ekinn aðeins 180 þús. VERÐ 1.490.000

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.