Morgunblaðið - 30.10.2021, Qupperneq 18
18 FRÉTTIR
Viðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. OKTÓBER 2021
Eltak sérhæfir sig í sölu
og þjónustu á vogum
Bjóðum MESTA úrval
á Íslandi af smáum
og stórum vogum
Gunnar segir mikinn þunga þessi
misserin í málaflokknum hjá seðla-
bönkum.
Nokkur þemu
„Þessu hefur verið skipt upp í
nokkur þemu af BIS, Alþjóða-
greiðslubankanum í Basel í Sviss. Í
fyrsta lagi fjártækni í fjármálaeftirliti
og hvernig hægt er að einfalda og efla
eftirlit með fjármálamarkaðnum. Þar
kemur peningaþvætti, gagnanotkun,
markaðssetning og gagnasöfnun við
sögu. Næsti vinkill eru næstu kyn-
slóðir fjármálainnviða og greiðslu-
miðlunar. Þar með talið snýr þetta að
hraðari og hagkvæmari millifærslum
milli reikninga sem bæði evrópski og
bandaríski Seðlabankinn leggja mikla
áherslu á, til að lækka kostnað og
auka öryggi. Þetta snýr einnig að
auðkenningarmálum og greiðslum yf-
ir landamæri, sem er mjög mikilvægt
mál þegar kemur að því að lækka
kostnað í viðskiptum milli landa. Inn-
an Evrópu er hægt að millifæra fé á
vini og ættingja fyrir lítinn sem engan
kostnað, en ef það er t.d. gert á aðila í
Bandaríkjunum borgarðu kannski
2-3% gengismun fyrir hverja færslu,“
útskýrir Gunnar.
Stafrænt seðlabankafé
Þriðja atriðið sem Gunnar nefnir er
stafrænt seðlabankafé, bæði til heild-
sölu og til almennra nota. „Þarna
koma inn bálkakeðjur og seðlabanka-
krónur, en mörg slík verkefni eru í
gangi hjá seðlabönkum og í samstarfi
við Alþjóðagreiðslubankann.“
Opin bankastarfsemi, sbr. tilskip-
un ESB um greiðsluþjónustu
(PSD2), er fjórða þemað að sögn
Gunnars en það snýr að því að þriðji
aðili geti nýtt sér samband við við-
skiptavini og viðskiptabanka til að
veita þjónustu. „Þriðji aðili semur við
þig sem einstakling um að sinna fjár-
málaþjónustu, greiða reikninga og
millifæra fjármuni. Þú gefur þá við-
komandi aðgang að reikningum þín-
um hjá bankanum. Þá eru þessir að-
ilar orðnir eins konar allsherjar
fjármálastjórar fyrir þig.“
Fimmti þátturinn er tölvuöryggi
en netárásir eru vaxandi vandamál
fjármálafyrirtækja og neytenda.
Græn fjármál
Sjötta atriðið segir Gunnar að séu
græn fjármál. „Það eru mörg áhuga-
verð verkefni í gangi á því sviði. Í
Hong Kong er til dæmis verið að gera
tákngreiningu (e. tokenizion), sem er
auðkenning á skuldabréfum þannig
að skuldabréf á bálkakeðju uppfæri
kolefnisspor útgefandans sjálfkrafa
og jafnóðum í rauntíma.“
Eins og Gunnar bendir á er farið
að nota sambærilega tækni á mynd-
listarmarkaði þar sem hægt er að
kaupa brot (e. token) af stafrænu
listaverki, sem svo gengur kaupum og
sölum.
„Annað verkefni sem nýsköpunar-
miðstöðin í Hong Kong er að gera er
að velta fyrir sér hvernig hægt er að
tengja saman greiðslukerfi ólíkra
þjóða yfir landamæri. Við þekkjum
þetta í ESB en þeir eru að hugsa
þetta þvert yfir Asíu þar sem er ekki
sams konar samstarf fyrir hendi.“
Vinna með einkageiranum
Eins og Gunnar útskýrir byrjaði
Alþjóðagreiðslubankinn með nýsköp-
unarmiðstöðvar sínar árið 2019, og
fyrstu miðstöðvarnar voru settar á
stofn í Hong Kong, Singapúr og
Sviss. „Þetta hefur farið vel af stað.
Það hefur í sjálfu sér ekki verið sett
mikið fjármagn í verkefnið. Hug-
myndin er frekar að laða einkageir-
ann að því og sinna ákveðnu frum-
kvæðishlutverki seðlabanka.
Hlutverk seðlabanka er samt fyrst og
fremst á þessu sviði að tryggja öryggi
og skilvirkni í greiðslumiðlun hag-
kerfisins. Hugmyndin er að láta þetta
opinbera hlutverk seðlabankanna
mæta lausnum og hugmyndum úr
einkageiranum.“
Tvær nýsköpunarmiðstöðvar bætt-
ust í hópinn á þessu ári að sögn Gunn-
ars. Önnur er hjá Englandsbanka og
búið er að tilkynna opnun miðstöðvar
í Stokkhólmi í Svíþjóð. „Það er sam-
vinnuverkefni Íslands, Danmerkur,
Noregs og Svíþjóðar. Svo stendur til
að opna sambærilegar miðstöðar í To-
ronto í Kanada, í Frankfurt í Þýska-
landi og í París í Frakklandi. Þá er Al-
þjóðagreiðslubankinn búinn að skrifa
undir samstarfssamning við banda-
ríska seðlabankann. Þessar miðstöðv-
ar skipta með sér verkum og deila
þekkingu. Þetta er mjög áhugaverð
hugmynd. Tíminn mun skera úr um
hvort þetta verður árangursríkt og
leiðir til tækniframfara í bankastarf-
semi, en það er vel þess virði að vera
með. Það er sérstaklega mikilvægt
fyrir lítinn seðlabanka eins og þann
íslenska að eiga í svona samstarfi. Við
græðum hlutfallslega meira á sam-
starfinu en stóru bankarnir sem geta
gert þetta meira á eigin vegum.“
Ræða áherslur
Gunnar segir að þessa dagana sé
rætt um þær áherslur sem Seðla-
banki Íslands hyggist koma með inn í
norrænu nýsköpunarmiðstöðina.
„Svíar hafa verið mjög framarlega í
rafrænu seðlabankafé og það kæmi
ekki á óvart að við myndum skoða það
betur. Greiðslumiðlun á milli Norður-
landanna er svo í skoðun á öðrum
vettvangi, sem snýr að því að lækka
viðskiptakostnað fyrir atvinnulíf og
almenning á milli landa. Það er nokk-
uð sem við gætum líka sett á oddinn.“
Svíar munu sjá um rekstur mið-
stöðvarinnar sem verður í Stokk-
hólmi. Starfsfólk mun koma frá seðla-
bönkunum fjórum. „Til að byrja með
deilum við einum starfsmanni með
Dönum en Svíar sjá um að manna það
sem eftir stendur. Tíminn mun leiða í
ljós hversu mikinn viðbótarmannafla
þarf.“
Efla þekkingu í Seðlabanka
Morgunblaðið/Golli
Þróun Gunnar segir mikilvægt fyrir lítinn seðlabanka eins og þann íslenska að eiga í samstarfi um fjártækni.
- Ýmis verkefni á sviði fjártækni í nýsköpunarmiðstöðvum - Mikill þungi í málaflokknum hjá seðla-
bönkum - Skuldabréf uppfæri kolefnisspor í rauntíma - Sambærileg tækni á myndlistarmarkaði
Nýsköpun
» Alþjóðagreiðslubankinn í
Basel í Sviss setti árið 2019 á
laggirnar nýsköpunarmiðstöð
um áhrif tækniþróunar á störf
og ábyrgðarsvið seðlabanka.
» Fleiri nýsköpunarmið-
stöðvar opnaðar víðs vegar um
heiminn.
BAKSVIÐ
Þóroddur Bjarnason
tobj@mbl.is
Innan veggja Seðlabanka Íslands er
rekinn fjártæknihópur og málefni
fjártækni eru sífellt viðameiri í starfi
bankans, sem rekur meðal annars
sérstakt þjónustuborð fyrir fjár-
tæknifyrirtæki.
Gunnar Jak-
obsson varaseðla-
bankastjóri fjár-
málastöðugleika
segir í samtali við
Morgunblaðið að
eitt af hlutverkum
SÍ sé að tryggja
heilbrigði fjár-
málamarkaðar á
Íslandi. Hluti af
því sé tæknihliðin við greiðslumiðlun
og innviðir fjármálamarkaða, þar á
meðal málefni fjártækni.
Efla samtalið
„Fjártæknihópur bankans er hugs-
aður til að efla þekkingu innan Seðla-
bankans og efla samtalið við kollega
okkar í Evrópu og á Norðurlöndum.
Við þurfum að fylgjast vel með því
hvert stefnir í þessum efnum. Þjón-
ustuborðinu er svo ætlað að vera í
samtali við aðila á íslenskum markaði.
Við sinnum þjónustuveitendum sem
eru að koma nýir inn, til dæmis með
ýmis smáforrit sem hafa verið að
hasla sér völl, en einnig verkferla og
annað í sambandi við peningaþvætti
og tölvuöryggi m.a.“
Eins og Gunnar útskýrir komi
meginhluti regluverks bæði á fjár-
málamarkaði og í fjártækni til Íslands
frá ESB. „Það þarf að fylgjast vel
með því og vinna náið með stjórnvöld-
um. Þegar nýjar reglur eru innleidd-
ar þarf að tryggja að það sé gert á
réttan hátt.“
Gunnar
Jakobsson
30. október 2021
Gengi Kaup Sala Mið
Dollari 129.05
Sterlingspund 177.31
Kanadadalur 104.43
Dönsk króna 20.11
Norsk króna 15.349
Sænsk króna 15.006
Svissn. franki 140.39
Japanskt jen 1.1359
SDR 182.3
Evra 149.6
Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 183.0079
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Borgarráð hefur samþykkt sam-
komulag borgarinnar við eiganda
lóðarinnar Haukahlíðar 2 á Hlíðar-
enda um heimild til að breyta land-
notkun þannig að þar rísi hátt í 200
íbúðir en ekki allt að 19.100 m2 af
atvinnuhúsnæði ofanjarðar.
Fram kemur í greinargerð til
borgarráðs að hámarksíbúafjöldi sé
ekki skilgreindur en miðað við að
íbúðirnar verði að meðaltali 90 til
100 m² megi ætla að 175-195 íbúðir
muni geta risið á reitnum.
Um er að ræða svonefndan G-reit
en þar stóð til að reisa stærsta hótel
landsins í herbergjum talið. Reykja-
víkurborg á H-reitinn við hliðina en
reitirnir eru vestan við nýju íbúa-
byggðina á Hlíðarenda (sjá mynd).
Þá segir í greinargerðinni að mið-
að við fyrirliggjandi tillögu verði um
39 íbúðir, eða fimmta hver íbúð, skil-
greindar sem leiguíbúðir, stúdenta-
íbúðir, búseturéttaríbúðir og/eða
íbúðir fyrir aldraða. Þá muni Fé-
lagsbústaðir eiga kauprétt að níu
þessara íbúða á umsömdu verði.
Um 10 milljónir á íbúð
Viðmælandi Morgunblaðsins sem
starfar á fasteignamarkaði áætlaði
að lóðaverð á íbúð væri um tíu
milljónir króna á umræddum reit.
Samkvæmt því gæti lóðarhafi –
félagið S8 ehf., félag Jóhanns Hall-
dórssonar fjárfestis – selt
byggingarrétt fyrir um 200 íbúðir á
tæpa tvo milljarða króna. Á móti
kemur greiðsla fyrir breytingu á
nýtingu byggingarheimilda að fjár-
hæð rúmlega 248 milljónir króna og
ýmis önnur gjöld, s.s. vegna innviða.
Borgin heimilar íbúðir
- Jóhann Halldórsson fjárfestir fær leyfi fyrir 195 íbúðum
- Umrædd lóð á Hlíðarenda gæti skilað tveimur milljörðum
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Eftirsótt Fyrirhugað byggingarsvæði við Hlíðarenda í Reykjavík.
STUTT
« Í septembermánuði voru fluttar út
vörur fyrir 67,6 milljarða króna. Inn-
flutningur nam hins vegar 85,9 millj-
örðum. Því voru vöruviðskipti við útlönd
óhagstæð um 18,4 milljarða í mán-
uðinum. Í september 2020 voru þau
óhagstæð um 11,6 milljarða og hefur
því staðan versnað um 6,8 milljarða
milli ára. Litið aftur um tólf mánaða
tímabil er vöruskiptajöfnuðurinn nei-
kvæður um 207,6 milljarða og er það
55,4 milljörðum óhagstæðara en tólf
mánuðina þar á undan.
Vöruviðskiptin óhag-
stæð um 18,4 milljarða