Morgunblaðið - 30.10.2021, Side 19
FRÉTTIR 19Erlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. OKTÓBER 2021
Óseyrarbraut 12, 220 Hafnarfirði | Klettagörðum 5, 104 Reykjavík | stolpigamar@stolpigamar.is
Gámaleiga
Er gámur lausnin fyrir þig?
Við getum líka geymt gáminn fyrir þig
568 0100
stolpigamar.is
HAFÐU
SAMBAND
Búslóðageymsla ❚ Árstíðabundinn lager ❚ Lager ❚ Sumar-/vetrarvörur
Frystigeymsla ❚ Kæligeymsla ❚ Leiga til skemmri eða lengri tíma
Vandlega klæddir menn í þjónustu rússneska
neyðarástandsráðuneytisins sótthreinsa Save-
lovsky-brautarstöðina í Moskvu á þriðjudaginn
til að draga eftir föngum úr smithættu kórónu-
veirunnar. Þennan sama dag greindust 36.446
ný smit í landinu, auk þess sem 1.106 létust af
völdum pestarinnar, sem nú hefur krafist tæp-
lega 240.000 mannslífa frá upphafi heimsfarald-
ursins, og ákváðu stjórnvöld að loka á alla starf-
semi, aðra en bráðnauðsynlega, tímabilið 28.
október til 7. nóvember. Í dag hefst einnar viku
launað frí vinnandi fólks í sóttvarnaskyni.
AFP
„Mál es vílmögum at vinna erfiði“
Atli Steinn Guðmundsson
atlisteinn@mbl.is
Fulltrúar nokkurra af stærstu olíu-
framleiðendum Bandaríkjanna, þar
á meðal Exxon Mobil, Chevron, BP
og Shell, komu fyrir þingnefnd í
Washington á fimmtudaginn og sátu
þar fyrir svörum í sex klukkustundir
um raunveruleg umhverfisáhrif
vinnslu jarðefnaeldsneytis auk þess
sem bornar voru undir fulltrúana
grunsemdir um að fyrirtækin hefðu
með vitund og vilja veitt almenningi
villandi upplýsingar um áhrif starf-
seminnar á umhverfið.
Það var eftirlits- og umbótanefnd
fulltrúadeildar þingsins, sem yfir-
heyrði fulltrúa orkuframleiðend-
anna, en fundurinn á fimmtudaginn
var hluti umfangsmikillar rannsókn-
ar á starfsháttum fyrirtækjanna,
sem fulltrúar demókrata á banda-
ríska þinginu hafa látið í veðri vaka
að muni standa yfir að minnsta kosti
næsta árið.
Færi sig nær hreinni orku
„[Orkuframleiðendurnir] hafa um
of langt skeið komist undan ábyrgð
sinni á sínum þætti í því að færa
plánetuna nær stórslysi í loftslags-
málum,“ sagði Carolyn B. Maloney
nefndarformaður í inngangsorðum
sínum áður en fulltrúar fyrirtækj-
anna tóku að svara spurningum
nefndarinnar og sóru þar af sér allan
áburð um ranga upplýsingagjöf og
umhverfisspjöll. Þvert á móti kváðu
þeir það einmitt stefnu fyrirtækj-
anna, að færast nær framleiðslu
hreinnar orku og leggja þannig sitt
lóð á vogarskál hreinna umhverfis
framtíðarinnar.
Darren Woods, stjórnarformaður
Exxon Mobil, kvað stjórnendur
fyrirtækisins hafa gert sér það ljóst
fyrir margt löngu, að loftslagsbreyt-
ingar væru raunverulegar og benti
um leið á að ekki væru nein „auðveld
svör“ á boðstólum. „Olía og gas
munu áfram verða þarfaþing um
ókomna framtíð,“ sagði Woods fyrir
nefndinni.
Greiðslur til „skuggahópa“
Maloney nefndarformaður lá
fulltrúum orkufyrirtækjanna á hálsi
fyrir að hafa ekki staðið skil á innan-
hússgögnum, sem nefndin hefði þó
farið fram á að fá afhent fyrir fund-
inn á fimmtudag og átti þar við gögn
sem tengdust „greiðslum til skugga-
hópa“, almannatengslafyrirtækja og
fleiri fyrirtækja auk samskipta milli
æðstu stjórnenda fyrirtækjanna þar
sem hlutur starfseminnar í loftslags-
breytingum var til umræðu.
„Ég hef gengið mjög hart eftir því
að fá þessi gögn afhent, en olíufyrir-
tækin leika þar sama leikinn og þau
hafa gert um áratuga skeið þegar
loftslagsmál hafa verið til umræðu –
beita töfum og hindrunum,“ sagði
Maloney, en talsmenn demókrata
hafa borið loftslagsrekistefnuna
gagnvart olíufyrirtækjunum saman
við rannsókn neðri deildar þingsins á
tóbaksframleiðendum á tíunda ára-
tugnum, sem að lokum skilaði þeirri
niðurstöðu, að framleiðendurnir
hefðu gert sitt til að dylja hættu- og
ávanaeiginleika sígarettunnar.
Michael Wirth fulltrúi Chevron
kvað það af og frá að fyrirtæki hans
hefði vísvitandi slegið ryki í augu al-
mennings til að fegra umhverfis-
ímynd sína. „Þrátt fyrir að viðhorf
okkar gagnvart loftslagsbreytingum
hafi tekið stakkaskiptum á löngum
tíma, eru allar ásakanir um að
Chevron hafi viljandi dreift röngum
upplýsingum og blekkt almenning í
þessum efnum algjörlega úr lausu
lofti gripnar,“ sagði Wirth.
Olíufulltrúar báru af sér sakir
- Nefnd bandaríska þingsins saumar að framleiðendum jarðefnaeldsneytis - Brigslað um að hafa gef-
ið rangar upplýsingar um umhverfisáhrif - Líkt við mál tóbaksframleiðendanna á tíunda áratugnum
AFP
Edith Stærsti olíuborpallur Chevr-
on undan strönd Suður-Kaliforníu.
Margt norðlenskt
hjartað í Noregi
sló vafalítið hrað-
ar í gær þegar
nýbakaður fjár-
málaráðherra,
Trygve Slagsvold
Vedum, tilkynnti
að norðurfylkinu
Troms og Finn-
mark væri nú
heimilt að fá
skilnað og verða aftur tvö fylki, það
er Troms annars vegar og svo Finn-
mark, en fylkjasameiningarnar 1.
janúar 2020, þegar fylkjum landsins
var fækkað í 11, hafa mælst æði mis-
jafnlega fyrir og víðar heyrst urgur,
svo sem frá Viken, áður Akershus,
Buskerud og Østfold, þar sem marg-
ur vill gömlu fylkin aftur.
Þeim var ekki skap-
að nema að skilja
Trygve Slagsvold
Vedum ráðherra.
NOREGUR
Þrátt fyrir mishávær mótmæli og
óánægjuraddir mega Evrópubúar
reikna með því að kórónuvottorðin
rafrænu verði hluti af félagslegum
raunveruleika álfunnar að minnsta
kosti fyrstu vetrarmánuðina, með
kröfum um framvísun til að komast
inn á söfn og veitingastaði víða.
Ítalir þurfa vottorðið til að komast
inn á vinnustaði og búa Austurrík-
ismenn sig undir hið sama, en í
Frakklandi er passe sanitaire löngu
orðinn hluti af lífinu og framvísa
Frakkar honum auk annars áður en
þeir fara inn í lestir.
Vottorðin áfram
hluti lífsins í vetur
EVRÓPA