Morgunblaðið - 30.10.2021, Page 23
UMRÆÐAN 23
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. OKTÓBER 2021
H
jörvar Steinn Grétarsson
er meðal 108 keppenda
sem taka þátt í FIDE
Grand Swiss-mótinu
sem hófst í Riga í Lettlandi á mið-
vikudaginn. Hjörvar og fáeinir aðrir
komust inn í mótið eftir að nokkrir
keppendur hættu við þátttöku vegna
Covid-19-faraldursins. Sá nafntog-
aðasti í þeim hópi var bandaríski
stórmeistarinn Hikaru Nakamura.
Þetta er langsterkasta mót sem
Hjörvar hefur tekið þátt í. Verður
gaman að fylgjast með frammistöðu
hans í Riga en stigahæstir keppenda
eru Caruana, Aronjan, Firouzja og
Vachier-Lagrave. Stigalægsti kepp-
andinn er með 2.467 elo-stig. Tefldar
verða 11 umferðir og er keppt um
tvö sæti í áskorendakeppninni sem
fram fer á næsta ári. Þess má geta
að REK/EM-mót einstaklinga, sem
fram fór á Hotel Natura á dögunum,
gaf 23 sæti. Mótshaldið er á undan-
þágu frá stjórnvöldum en 21. októ-
ber sl. gengu í gildi afar strangar
sóttvarnareglur í Lettlandi en í gildi
er útgöngubann í 10 klst. hvern sól-
arhring.
Hjörvar gerði jafntefli við Úkra-
ínumanninn Andrei Volotkin í 1. um-
ferð en tapaði fyrir Norðmanninum
Aryan Tari í 2. umferð. Í 3. umferð,
sem fór fram í gær, átti Hjörvar að
tefla með svart við Amin Tabatabaei
frá Íran. Eftir fyrstu tvær umferð-
irnar voru þrír skákmenn búnir að
vinna báðar skákir sínar: Alireza
Firouzsja frá Íran, Rússinn Alex-
andr Predke og Ivan Saric frá Kró-
atíu. 42 skákmenn voru með 1½
vinning.
Vignir Vatnar iðinn við kolann
Vignir Vatnar Stefánsson varð í 3.
sæti á afmælismóti Örebro-
skákklúbbsins í Kaupmannahöfn
sem lauk um síðustu helgi. Vignir
hlaut sex vinninga af níu mögulegum
og varð einn í 3. sæti en Vladimir
Hamievici frá Moldóvu varð efstur
með 7½ vinning. Vignir gerði stuttan
stans hér heima, tefldi eina skák í 2.
umferð á hinu svonefnda Yfir 2.000
elo-móti TR, boðaði ½ vinnings yfir-
setu í næstu umferð og hélt í bítið til
Uppsala í Svíþjóð til að tefla þar á
opnu móti skipuðu nokkrum af bestu
ungu skákmönnum Norður-
landanna, þ.á m. Hilmi Frey Heim-
issyni og Alexander Oliver Mai.
Eins og sakir standa beinist at-
hyglin að Vigni og Hjörvari og ekki
úr vegi að rifja upp viðureign þeirra
frá Íslandsmótinu í mars sl. Hún var
tekin til meðferðar á vefsíðu Chess-
base á dögunum:
Skákþing Íslands 2021
Vignir Vatnar Stefánsson –
Hjörvar Steinn Grétarsson
Drottningarbragð
1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. Rf3 d5 4. Rc3
a6
Óvenjulegur leikur sem Magnús
Carlsen hefur gert vinsælan.
5. c5 b6 6. cxb6 cxb6 7. Bf4 Bd6 8.
Bxd6 Dxd6 9. e3 Rbd7 10. Bd3 Bb7
11. Hc1 0-0 12. 0-0 b5 13. Rd2 e5 14.
dxe5 Rxe5 15. Rf3 b4 16. Re2 Rxf3+
17. gxf3
Spurning er hvað best sé að að
gera við hinni stöðulegu hótun 18.
Rd4. Hjörvar fann svarið.
18. … d4!
Lætur peð af hendi en opnar fyrir
biskupinn.
18. Rxd4 Hfe8 19. Be2 Rd5 20.
Kh1 Had8 21. Hg1 Df6 22. Hg4
Vigni hefur varla geðjast að 22.
Hg3 sem má svara með 22. … Rf4!
t.d. 23. Bf1 Re6! o.s.frv.
22. … h5 23. He4 Hxe4 24. fxe4
24. … Dxf2! 25. Rf3
Eða 25. exd5 Hxd5! og vinnur.
Meira viðnám fólst í 25. Rc6 þó að
svartur eigi rakinn vinning með 25.
… Bxc6 26. Hxc6 Rxe3! 27. Dxd8+
Kh7 28. Dg5 De1+! 29. Dg1 Dxe2
30. h3 Df3+ 31. Kh2 Df4+! o.s.frv.
25. … Dxe3 26. Hc4 He8 27. exd5
Dxe2 28. Dxe2 Hxe2 29. Hd4 Hf2
30. Hd3 Hxf3!
– og hvítur gafst upp.
Sterkasta mót
Hjörvars
Skák
Helgi Ólafsson
helol@simnet.is
Morgunblaðið/Heimasíða FIDE
Þungt hugsi Hjörvar Steinn við taflið í Riga.
Aldraður arkitekt
með aldursfordóma
hefur nú komið fram
fyrir skjöldu fyrir
hönd „borgarinnar“,
lesist Reykjavík-
urborg, og forsmáð
aldurshóp sinn og
fólk þaðan af eldra
sem tók stóran þátt í
að byggja upp frá-
bært samfélag í því
sem „borgin“ kallar nú Háaleiti og
Bústaði.
„Borgin“ hélt kynningarfund um
fyrirhugaðar breytingar í hverfinu
þar sem meðal annars er gert ráð
fyrir tveimur nýjum íbúðarhúsa-
lengjum sitthvorumegin við Bú-
staðaveg og lækka í raun umferð-
arhraða um Bústaðaveg um það
svæði niður í 15 km á klukkustund.
Gera það með því að setja upp
„torg“ norðan megin við Grímsbæ
þar sem hraðinn verður 15 km á
klukkustund, sem þýðir að það
verður umferðarhraðinn í götunni
og mun hefta verulega eðlilegt
flæði til og frá íbúðarhverfunum í
Fossvogi, Bústaðahverfi og Smá-
íbúðahverfinu. Bendi á að gönguleið
aldraðrar konu búandi neðst í Foss-
vogi sem þarf göngugrind að borg-
arlínu er um það bil 2,4 kílómetrar.
Á fundinum upplifði ég stemn-
ingu sem ég hef ekki upplifað áður
á minni lífstíð þrátt fyrir að hafa
verið viðloðandi meðal annars mál-
efni aldraðra í áratugi sem fram-
kvæmdastjóri heilbrigðis-, skóla- og
félagsmála í sveitarfélagi sem tók
einnig að sér þjónustu við fatlaða
með þjónustusamningi við ríkið,
fulltrúi í svæðisstjórn fatlaðra á
Austurlandi og sem varaformaður
velferðarráðs Reykjavíkur. Þar
fékk ég oftar en ekki fyrirlestur
skjólstæðinga sem vildu á stundum
réttilega betri þjónustu.
Stemningin var heilög reiði og ég
horfði á konu, sem ég veit nú að er
rúmlega áttræð, titrandi af reiði yf-
ir fyrirliggjandi tillögum, en ekki
síður því viðhorfi sem sumir, en
ekki allir, embætt-
ismenn og kjörnir
fulltrúar viðhöfðu
gagnvart þeim og
skoðunum þeirra. Og
réttmæt reiði gagnvart
formanni borgarráðs,
sem gekk hart fram í
að verja fyrirliggjandi
tillögur nánast á dóna-
legan hátt gagnvart
þeim eldri borgurum
hverfisins sem dirfðust
að tjá sig.
Nú ætti kjarni málsins að vera
heilbrigð umræða um fyrirliggj-
andi tillögur sem liggja frammi og
ég hef rakið hér að framan. Eðli-
lega eru um þær tillögur skiptar
skoðanir. Í eðlilegu samfélagi væri
sú umræða tekin áfram og fundin
viðunandi lausn á heilbrigðan
máta.
En það er ekki í boði hjá aldr-
aða arkitektinum með aldurs-
fordómana sem segist vera „borg-
in“. Því hann segir að „borgin“
ætli ekki að hlusta á fólk sem er
60+ eins og hann sjálfur, heldur
halda áfram að „telja“ eins og hjá
Stalín, þar til „rétt“ niðurstaða
næst. Væntanlega með stuðningi
formanns borgarráðs sem studdi
svo vel við bakið á aldraða arki-
tektinum í orrahríð gagnvart eldri
borgurum og fleirum í Réttó um
daginn.
Er þetta virkilega sú stjórnsýsla
sem við viljum, óháð afstöðu okkar
til þeirra tillagna sem liggja fyrir?
Aldraður arkitekt
með aldursfordóma
Eftir Hall
Magnússon
» Formaður borgar-
ráðs varði á dónaleg-
an hátt vafasamar fyr-
irliggjandi tillögur gegn
andmælum þeirra eldri
borgara hverfisins sem
dirfðust að tjá sig.
Hallur Magnússon
Höfundur er fyrrverandi varaborg-
arfulltrúi og fyrrverandi embætt-
ismaður hjá ríki og sveitarfélagi.
hallur@spesia.no
Sigurður Samúelsson fædd-
ist 30. október 1911 á Bíldudal.
Foreldrar hans voru hjónin
Samúel Pálsson, f. 1878, d.
1946, skósmiður og kaup-
maður, og Guðný Árnadóttir, f.
1890, d. 1960, húsfreyja.
Sigurður var læknir og sér-
fræðingur í hjartasjúkdómum í
Reykjavík 1947-1968 og var
prófessor í lyflæknisfræði við
HÍ og yfirlæknir við Landspít-
alann frá 1955-1982.
Sigurður stofnaði Hjarta-
vernd, samtök hjarta- og æða-
verndarfélaga á Íslandi, 1966,
og formaður framkvæmda-
stjórnar þeirra til 1992. Hann
stofnaði m.a. Gigtsjúkdóma-
félag Íslands 1963 og var for-
maður þess til 1973. Formaður
læknafélagsins Eirar frá stofn-
un þess 1948-50, sat í stjórn
Læknafélags Reykjavíkur
1950-53. Í læknaráði Land-
spítalans 1955-82. Stofnandi
Lyflæknafélags Íslands 1957,
og formaður þess til 1961.
Hann sat í lyfjaskrárnefnd frá
stofnun hennar 1963-76. Sig-
urður var formaður Laxár-
félagsins 1968-85.
Fyrri kona Sigurðar var
Lovísa Möller, f. 1914, d. 1966.
Þau eignuðust þrjú börn.
Seinni kona Sigurðar var
Hólmfríður Stefánsdóttir, f.
1928, d. 2018.
Sigurður lést 26.1. 2009.
Merkir Íslendingar
Sigurður
Samúelsson
Funahöfði 1 | 110 Reykjavík | Sími 567 4840 | www.bilo.is | bilo@bilo.is
Komdu í BÍLÓ!
Nýskráður 01/2021, ekinn 7 Þ.km, bensín & rafmagn (plug in hybrid, 69 km
drægni), sjálfskiptur. Night pack (Næturpakki) - AMG line innan
og utan - Edition pakki innan og utan - Leðurklætt mælaborð
og hurðaspjöld. Raðnúmer 253247
M.BENZ A 250E AMG LINE EDITION AUDI A3 40 TFSIE NEW
Nýskráður 11/2020, ekinn aðeins, 4 Þ.km, bensín & rafmagn (plug in
hybrid), sjálfskiptur. Stafrænt mælaborð, leiðsögukerfi, S-line, 18“ álfelgur,
S-line sportsæti og stýri, NMI Navigation plus MMI touch. Raðnúmer 253126
0
Þessir síungu strákar eru klárir
í að selja bílinn þinn
Kíktu við, hringd
eða sendu okkur
skilaboð!
Hlökkum til!
Indriði Jónsson
og Árni Sveinsson
u
SKODA SUPERB IV SPORTLINE COMBI
Nýskráður 01/2020, ekinn 13 Þ.km, bensín & rafmagn (plug in hybrid),
sjálfskiptur - Canton hljóðkerfið - Stóri skjárinn - Bakkmyndavél
- Glerþak. Þessi er hreinlega með öllu! Raðnúmer 253010
0