Morgunblaðið - 30.10.2021, Blaðsíða 28
28 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. OKTÓBER 2021
✝
Júlíana Kristín
Jónsdóttir
(Stella) fæddist 12.
september 1928 í
Feitsdal í Arn-
arfirði. Hún lést á
hjúkrunarheimilinu
Eyri 20. október
2021. Foreldrar
Stellu voru Jón
Magnússon skó-
smiður á Flateyri, f.
22.4. 1895, d. 29.4.
1957, og Elín María Jónsdóttir
húsmóðir, f. 24.12. 1903, d. 16.11.
1977. Systkini Stellu: Björg, f.
2.8. 1924, d. 2.10. 1998, maki
Óskar Ketilsson, lést 11.5. 1993;
Ásta, f. 5.7. 1926, d. 27.8. 2013,
maki Sigurmundur Þóroddsson,
d. 15.4. 1975; Guðjón, f. 1.8. 1927,
d. 29.12. 1992, maki Jóhanna B.
Snæfeld, d. 5.9. 2014.
Hinn 17.4. 1949 giftist Stella
Guðna Alberti Guðnasyni frá
Botni í Súgandafirði, f. 3.4. 1928,
d. 23.1. 2018. Börn: 1) Birgir
Davíðsson, f. 26.5. 1946, d. 1.
október 2005, og óskírð, f. 26.5.
1946, d. samdægurs. Birgir
kvæntist Ingu Jónsdóttur, börn:
Selma Gísladóttir, f. 7.8. 1969,
gift Gunnari Kristjánssyni, börn
1999. 3) Guðni Albert Guðnason,
f. 6.9. 1949, d. 17.4. 1950 4) Rósa
María Guðnadóttir, f. 15.2. 1952,
d. 13.9. 2009, gift Kristjáni Stef-
ánssyni, f. 2.6. 1950, d. 29.6.
1994. Saman áttu þau dæturnar
Stellu Guðnýju, f. 22.5. 1974, frá-
skilin, dætur: Ronja Rós, f. 19.6.
2009, og Stephanie Mist, f. 10.10.
2012, og Stefaníu, f. 5.9. 1977,
sambýlismaður Gary Orri Tay-
lor. 5) Alda Sigríður Guðnadótt-
ir, f. 2.5. 1960, var gift Kristjáni
B. Snorrasyni, saman eiga þau
börnin Margréti Helgu, f. 17.2.
1983, gift Cédric H. Roserens,
fyrir á Margrét dótturina Arn-
dísi Öldu, f. 30.12. 2007, Guðna
Albert, f. 2.7. 1984, í sambúð með
Hildi Tryggvadóttur, fyrir á
Guðni börnin Söru Rós, f. 1.3.
2013, og Brynjar Loga, f. 27.8.
2015, barnsmóðir Jóhanna Lind
Brynjólfsdóttir, og Bjarka, f.
21.12. 1989, í sambúð með Lillian
A. Rading, barn þeirra Júlíana
Siv, f. 21.1. 2021. Alda er í sam-
búð með Aðalgeiri Finnssyni.
Stella bjó alla sína búskap-
artíð á Flateyri uns hún fluttist
til Ísafjarðar fyrir aldurs sakir.
Stella var húsmóðir ásamt því að
gegna ýmsum störfum, lengst af
sem aðstoðarmaður á sjúkra-
skýlinu á Flateyri og skrif-
stofumaður hjá Kaupfélagi Ön-
firðinga.
Útför Stellu fer fram frá Flat-
eyrarkirkju í dag, 30. október
2021, klukkan 11.
Eydís, f. 14.8. 2004,
og Birgitta, f. 11.10.
2005. Sigurjón
Birgisson, f. 9.5.
1972, kvæntur Sig-
ríði M. Atladóttur,
börn: Sæunn Júlía,
f. 17.4. 1998, Birgir
Freyr, f. 26.9. 2005,
og Atli Hrafn, f. 3.2.
2007. María Birg-
isdóttir, f. 31.8.
1977, gift Ásmundi
Gíslasyni, börn Sunna Móey, f.
17.8. 2002, Inga Dís, f. 18.1. 2006,
og Eldey Lilja, f. 16.2. 2013. 2)
Guðbergur Guðnason, f. 22.10.
1947, fv. eiginkona Jóna Her-
bertsdóttir, saman eiga þau dæt-
urnar Ástu Maríu, f. 18.3. 1983,
gift Brynjari Steinarssyni, börn:
Karlotta Karitas, f. 17.6. 2009, og
Berglind Sóllilja, f. 29.4. 2021, og
Margréti Ósk, f. 20.5. 1985, fv.
eiginmaður Númi Aðalbjörns-
son, saman eiga þau Herbert
Snæ, f. 1.12. 2007, Alexander
Berg, f. 28.12. 2016, og Hugrúnu
Örnu, f. 23.11. 2019. Fyrir átti
hann dótturina Írisi Ósk, f. 22.8.
1972, gift Ólafi Jakobssyni, börn:
Jakob, f. 28.3. 1994, Helgi, f. 1.8.
1995, og Elísabet Alda, f. 2.11.
Yndislega mamma mín er borin
til grafar í dag. Hún upplifði tím-
ana tvenna eins og margir af
hennar kynslóð. Hún fæddist í
Feitsdal í Arnarfirði og fluttist
fljótlega til Bíldudals og ólst þar
upp til fimm ára aldurs en þá flutt-
ist fjölskyldan í Önundarfjörðinn
og lengst af bjó hún á Flateyri. Nú
þegar komið er að leiðarlokum er
margs að minnast og mikið þakk-
læti er mér efst í huga.
Hún var einstök kona og móðir
sem gaf mér og mínu fólki
ómælda umhyggju og ást. Hún
var alltaf til staðar, ekki síst þegar
gaf á bátinn, þá sýndi hún styrk
og hafði áhrif til góðs með nær-
veru sinni og félagsskap. Mamma
er dáin 93 ára gömul. Það verður
seint sagt að lífshlaup hennar hafi
verið einfalt og átakalítið; mátti
sjá á bak fjórum af sex börnum
sínum sem hún fæddi í þennan
heim, en nú er hún búin að öðlast
langþráða, kærkomna hvíld í
faðmi látinna ástvina.
Smekkleg var hún og vandvirk
í því sem hún tók sér fyrir hendur
og alltaf vel tilhöfð og fram á síð-
asta dag þegar hún þurfti orðið
mikla aðstoð við daglegar þarfir
hafði hún alltaf hugsun á að spyrja
hvort pilsið væri ekki örugglega
niður að aftan og ekki vildi hún
hafa salernispappírinn í eftir-
dragi. Sérstakt lag hafði hún á
börnum og hændi þau gjarnan að
sér. Barnabörnin fengu að njóta
þess, ekki síst stelpurnar; á með-
an hún fléttaði á þeim hárið og
greiddi runnu upp úr henni heilu
og hálfu sögurnar, heimatilbúnar,
sem þau muna enn þann dag í dag
og kunna að segja frá.
Mamma fór ung kona ásamt
systur sinni til Reykjavíkur til að
vinna fyrir sér sem vinnukona á
góðu heimili. Fljótlega sneri hún
aftur til Flateyrar og vann þar við
ýmis störf, fyrst og fremst sem
góð húsmóðir, einnig fékkst hún
við afgreiðslustörf, aðstoðarmað-
ur á sjúkraskýlinu á Flateyri og
skrifstofumaður hjá Kaupfélagi
Önfirðinga.
Árið 1948 duttu þau foreldrar
mínir í lukkupottinn þegar þau
hittust á dansleik á Flateyri og
pabbi bauð henni upp í dans sem
þau dönsuðu saman allt til ævi-
loka. Þau voru virk í samfélaginu
á Flateyri utan heimilis, voru um
árabil umboðsmenn fyrir flug-
félagið Vængi, síðar Arnarflug,
og höfðu einnig umsjón með fé-
lagsheimilinu á Flateyri þar sem
haldnir voru dansleikir og bíó.
Hún tók þátt í ýmsum félagsstörf-
um í gegnum tíðina; gegndi
stjórnarstörfum fyrir kvenfélagið
Brynju, oft steig hún á svið með
leikfélagi Flateyrar sem síðan
gerði hana að heiðursfélaga,
sóknarnefnd Flateyrar naut
krafta hennar, hún var formaður
slysavarnadeildarinnar Sæljóss
um skeið. Slysavarnafélag Ís-
lands sæmdi hana gullmerki fé-
lagsins á sínum tíma fyrir störf að
slysavarna- og björgunarmálum.
Björgunarbátur sem björgunar-
sveitin Sæbjörg tók í notkun 2018
fékk nafnið Stella henni til heið-
urs og heitir húsnæði sveitarinn-
ar Guðnabúð sem skírð var í höf-
uðið á pabba og efast ég ekki um
að Stella er vel geymd í Guðna-
búð.
Guð geymi elsku mömmu,
verndi og vaki yfir henni. Hún lif-
ir áfram í hjarta mínu.
Alda Sigríður Guðnadóttir.
Elsku amma mín, takk fyrir
samfylgdina í gegnum lífið, nú
ertu búin að hitta prinsinn þinn
aftur sem hefur beðið eftir að
taka á móti þér í tæp fjögur ár.
Einnig hefur þú nú sameinast
þeim fjórum börnum sem þú hef-
ur þurft að kveðja.
Stella amma var glæsileg kona
og í mínum augum var hún Holly-
wood-stjarna; hún elskaði bíó-
myndir og lék stórleik í leikhúsi
vestur á Flateyri. Amma vissi allt
um alla helstu leikara heimsins og
fylgdist náið með aðalsápuóper-
unum sem voru stór hluti af henn-
ar lífi. Ég man einu sinni að við
vorum að koma í heimsókn á Flat-
eyri og ég var búin að hringja og
láta vita af áætluðum komutíma.
Þegar við komum voru Bold and
the beautiful að byrja, vídeóið var
tilbúið á upptöku og afi setti tækið
í gang og svo var slökkt á sjón-
varpinu og gestunum sinnt, en
amma horfði svo á sinn þátt þegar
við vorum farin að sofa.
Ég man ekki eftir að amma
hafi nokkurn tímann farið út í búð
án þess að setja á sig varalit og
efast ég um að hún hafi farið út á
snúru án þess að hafa sig til. Þeg-
ar amma tók á móti gestum var
fínasta stellið alltaf tekið fram, en
amma sat til hliðar í eldhúsinu á
kolli og drakk kaffi úr glasi, þetta
skildi ég aldrei enda fannst mér
ekki sæma svona hefðarkonu að
drekka kaffi úr glasi þegar gest-
irnir drukku úr fínum postulíns-
bollum.
Elsku amma við hittumst síð-
ar, takk fyrir samfylgdina.
Selma.
Elsku Stella amma mín. Nú
ertu farin héðan, þú ert farin til að
hitta afa á ný og börnin ykkar
sem fóru á undan ykkur. Ég veit
að þú ert hvíldinni fegin, þú ert
búin að upplifa og reyna svo
margt, bæði margt svo gott og
dásamlegt, en líka svo margt sem
er ótrúlega erfitt.
Saga mín og þín sem barna-
barn og amma er um margt
óvenjuleg. Við kynntumst fyrst
þegar ég var orðin fullorðin. Ég
var 17 ára þegar ég fékk að vita að
ég ætti blóðföður sem er ekki sá
pabbi sem ól mig upp. Ég fékk
líka að vita að ég ætti ömmu og
afa á Flateyri og þau væru ynd-
isleg, bæði tvö. Það liðu 10 ár
þangað til ég tók af skarið og
ákvað að nú vildi ég kynnast blóð-
föður mínum og ömmu minni og
afa.
En mín fyrstu kynni af þér,
elsku amma mín, sem ég man eft-
ir, eru frá desember 1983. Ég
hafði dvalið hjá móðursystur
minni í Önundarfirði fyrir jólin,
og fékk far með mjólkurbílnum
frá Flateyri til Ísafjarðar. Veðrið
Júlíana Kristín
Jónsdóttir
HJARTAVERND
Minningarkort
535 1800
www.hjarta.is
Minningarkort á
hjartaheill.is
eða í síma 552 5744
Sálm. 6.3
biblian.is
Líkna mér, Drottinn,
því að ég er
magnþrota,
lækna mig, Drottinn,
því að bein mín
tærast af ótta.
Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir,
afi og langafi,
SKÚLI LÝÐSSON,
bóndi á Keldum á Rangárvöllum,
lést á Hjúkrunarheimilinu Lundi á Hellu
19. október. Útförin fer fram frá
Keldnakirkju laugardaginn 6. nóvember klukkan 14.
Drífa Hjartardóttir
Lýður Skúlason Una Guðlaugsdóttir
Hjörtur Skúlason Ragna Sól V. Steinmüller
Skúli Skúlason Melkorka Mjöll Kristinsdóttir
Viktor Berg, Drífa, Guðmundur,
Jón Ari, Viktoría, Eyjólfur
Ástkær eiginmaður, faðir, tengdafaðir,
bróðir, mágur, afi og langafi,
SNORRI KRISTINN ÞÓRÐARSON,
Ársölum 1,
lést í faðmi fjölskyldunnar á líknardeild
Landspítalans miðvikudaginn 20. október.
Útförin fer fram mánudaginn 1. nóvember
frá Lindakirkju klukkan 13.
Brynja Böðvarsdóttir
Böðvar Snorrason Kristín V. Jónsdóttir
Þórður Snorrason Herdís Sigurðardóttir
Ingibjörg Halldóra Snorrad. Páll Ólafsson
Sigríður Brynja Snorradóttir Sveinn Daníel Arnarson
Jóna Maggý Þórðardóttir Haukur Óskarsson
barnabörn og barnabarnabörn
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
BIRNA SESSELJA FRÍMANNSDÓTTIR,
áður kennari á Hvolsvelli
og í Hveragerði,
lést á Hrafnistu í Hafnarfirði
laugardaginn 23. október.
Útför hennar fer fram frá Kópavogskirkju miðvikudaginn
3. nóvember klukkan 13.
Matthías, Ragnheiður,
Málfríður Klara og Kolbrún Kristiansen
tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
KRISTÍN JÓSTEINSDÓTTIR,
Núpalind 6, Kópavogi,
sem lést 9. október, verður jarðsungin
frá Stokkseyrarkirkju laugardaginn
6. nóvember klukkan 13.
Ingibjörg Björgvinsdóttir Hörður Ingi Jóhannsson
Brynja Björgvinsdóttir Vilbergur Magni Óskarsson
Svandís B. Björgvinsdóttir Þórir Gunnarsson
barnabörn og barnabarnabörn
Okkar ástkæri faðir, tengdafaðir, afi, vinur
og bróðir,
ÖRN KRISTINSSON
mjólkurfræðingur,
Hjallalundi 20, Akureyri,
lést á heimili sínu 21. október.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey.
Andri H. Arnarson Drífa S. Sveinsdóttir
Hafþór Ingi Lind Marija Lind
Jóakim Lind, Elísa Anna Lind
Ragnheiður Tryggvadóttir
Árni, Þórdís, Kristinn, Svanur og fjölskyldur
Ástkær eiginmaður, faðir, tengdafaðir, afi
og langafi,
JÓNAS SCHEVING ARNFINNSSON
múrarameistari,
áður Vesturgötu 155, Akranesi,
lést á Hjúkrunar- og dvalarheimilinu Höfða
laugardaginn 23. október. Útför hans fer fram frá Akraneskirkju
fimmtudaginn 4. nóvember klukkan 13. Blóm og kransar
vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans er bent
á Hjúkrunar- og dvalarheimilið Höfða.
Athöfninni verður einnig streymt af vef Akraneskirkju,
www.akraneskirkja.is.
Ingunn Hjördís Jónasdóttir
Magnea Sigríður Jónasdóttir
Ragnheiður Jónasdóttir Eiríkur Þór Eiríksson
Ingunn Dögg Eiríksdóttir Jón Ingi Þórðarson
Jónas Kári Eiríksson Rakel Rósa Þorsteinsdóttir
Ilmur, Eldon og Ragnheiður Marey
Elsku besta mamma mín,
tengdamamma, dóttir og amma,
ANNA ÞÓRDÍS OLGEIRSDÓTTIR
Akranesi,
lést á hjúkrunarheimilinu Höfða
þriðjudaginn 19. október.
Útförin fer fram frá Akraneskirkju þriðjudaginn
2. nóvember klukkan 13. Blóm og kransar vinsamlegast
afþakkaðir.
Kristín Margrét Gísladóttir Júlíus Heiðarsson
Arndís Daðadóttir og barnabörn
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
SONJA GUNNARS KAMILLUDÓTTIR,
lést á dvalarheimilinu Hlíð á Akureyri
13. október. Útför hennar fer fram frá
Akureyrarkirkju föstudaginn 5. nóvember
klukkan 13.
Innilegar þakkir til starfsfólks á Asparhlíð fyrir hlýhug og
umhyggju í hennar garð.
Guðrún Friðjónsdóttir Aðalsteinn Árnason
Gunnar Jónsson Sigrún Gunnarsdóttir
Ragnheiður Ragnarsdóttir Auðun Benediktsson
Sigtryggur Ragnarsson
Kamilla Ragnarsdóttir Ragnar Þór Björnsson
Hermann Lýður Ragnarsson Elín Björg Ragnarsdóttir
Borgar Ragnarsson Hulda Katrín Hersteinsdóttir
ömmu- og langömmubörn