Morgunblaðið - 30.10.2021, Side 29
var vont þennan dag, og þess
vegna seinkaði bílfarinu. Á með-
an fékk ég að bíða á Kaupfélags-
skrifstofunni á Flateyri, þar sem
móðursystir mín vann, í heilan
dag. Þetta þótti mér alveg stór-
kostlegt. Ég man að ég lá á mag-
anum á gólfinu og fékk að leika
mér með prentvél og kalkipappír
og stimpla.
Það sem gerði þennan draum
minn um að vera skrifstofustúlka
svo sérstakan þarna varst þú
amma. Þú vannst líka á Kaup-
félagsskrifstofunni. Ég vissi ekki
hver þú varst, en þú vissir að ég
væri barnabarn þitt. Ég man svo
vel eftir vinalegu konunni sem
horfði á mig í heilan dag og gat
eiginlega ekki sinnt starfi sínu,
því það var eitthvað annað sem
átti huga hennar. Ég hef oft síðan
reynt að setja mig í þín spor. Þú
hafðir barnabarn þitt hjá þér í
heilan dag án þess að geta leyft
þér að vera amma barnsins.
Ég átti dásamlega æsku og
dásamlega fjölskyldu. Ég vissi
ekki að mig vantaði neitt. Það var
fyrst þegar ég kynntist þér, elsku
amma, að ég vissi hvað mig hafði
vantað. Mig hafði vantað að vera
lík einhverjum, eins mikið og mér
finnst við tvær vera líkar. Að upp-
lifa að ég og amma höfum átt
sömu drauma, ekki að vinna á
kaupfélagsskrifstofu heldur að
vera leikkonur! Og allt sem því
fylgir. Við tvær hefðum sómt
okkur vel á sviði saman og hneigt
okkur fyrir klappandi áhorfend-
um. Mig vantaði líka að vera lík
einhverjum í útliti, og þegar ég
hitti þig amma, gat ég ekki annað
en hlakkað til að eldast. Ég sé al-
veg að ég sæki svo margt í þig,
bæði útlit, manngerð og upplag.
Flott hár, naglalakk og svolítið
glimmer er mikilvægt fyrir okkur
báðar.
En ég flutti til Danmerkur
skömmu eftir að við kynntumst,
svo samverustundirnar voru allt-
of fáar. En þær stundir sem við
áttum með ykkur afa eru okkur
ómetanlegar. Þið voruð frábært
par, samheldin og augljóslega
enn þá skotin og ástfangin. Núna
þegar þið eruð bæði farin héðan
finn ég aftur fyrir einhverju sem
ég vissi ekki að mig vantaði. Ég
sakna þess núna að hafa ekki
þekkt ykkur alla mína ævi. Að
hafa verið lítil stelpa hjá afa og
ömmu.
Með hjartans þökk, ástar- og
saknaðarkveðja til þín og afa.
Íris Ósk Oddbjörnsdóttir.
Elsku Stella móðursystir mín
hefur kvatt okkur. Mamma Björg
bjó undir Eyjafjöllum og Stella á
Flateyri og samgangur ekki tíð-
ur. Oftar kom Stella suður en
mamma vestur.
Ég fór þó með mömmu á Flat-
eyri þegar ég var 11 ára og var
um vikutíma hjá henni og Guðna.
Mér fannst ég hafa lítið fyrir
stafni en Stella sá það og fann
mér verkefni, að mála grindverk
sem ég veit nú ekki hvort þurfti
að mála, en ég var sæll og glaður
með það. Ég kom svo við 2003 hjá
þeim Stellu og Guðna, og þá hafði
hún á orði að ég þyrfti nú að fara
að ná mér í konu.
Mér fannst því vænt um það að
fá að hitta hana á Eyri með konu
og börnum þegar við fórum vest-
ur fjölskyldan 2019.
Hún var dugleg að hringja í
okkur systkinin hver jól og sýna
þannig elsku og umhyggju fyrir
sínum. Ég þakka samfylgdina og
votta börnum, barnabörnum og
fjölskyldum þeirra innilega sam-
úð. Minningin um elskulega
frænku lifir.
Með ástarþökk ertu kvödd í hinsta
sinni hér
og hlýhug allra vannstu er fengu að
kynnast þér.
Þín blessuð minning vakir og býr
í vinahjörtum
á brautir okkar stráðir þú, yl og
geislum björtum.
(Ingibjörg Sigurðardóttir)
Fyrir hönd systkina,
Steinar Kristján Óskarsson.
Nú hefur heiðurskonan Júlíana
Jónsdóttir – eða Stella eins og
hún jafnan var nefnd – kvatt fjöl-
skyldu og okkur samferðafólkið
sitt. Allt frá bernskuárum mínum
hefur Stella og fjölskylda hennar
verið inni í myndinni sem ég á af
fólkinu á Flateyri og mannlífinu
þar. Þar var Stella þó ekki fædd,
en hún sagði mér oftar en einu
sinni frá komu fjölskyldunnar til
Flateyrar þegar hún var barn að
aldri:
Lítill fiskibátur lætur úr höfn á
Bíldudal og er ferðinni heitið til
Flateyrar. Það eru hjónin María
Jónsdóttir og Jón Magnússon
með börn sín og búslóð sem ætla
að freista gæfunnar á nýjum slóð-
um. Þótt siglingin sé ekki ýkja
löng á fjölskyldan erfitt með að
verjast ágjöfinni. Þau koma
þreytt og blaut á land og halda til
þess staðar þar sem þau höfðu
leigt herbergi og aðstöðu meðan
beðið var eftir íverustað til fram-
búðar. Stella er vafin inn í hlý ull-
arteppi í stað blautu fatanna og
allt varð svo miklu betra; nýr tími
í lífi fjölskyldunnar að hefjast.
Endurtekning minninga Stellu
um komuna var líklega vegna
þess að hún vissi að hendurnar
sem vöfðu hana í hlýja teppið
voru hendur sem ég þekkti betur
en flestar í minni barnæsku.
Fyrsta heimili Stellu á Flateyri
var nefnilega hjá Guðrúnu ömmu
minni og Ástríði systur hennar í
Litla-býli á Sólbakka. Frá því ég
fór að muna eftir mér í Litla-býli,
sem þá hafði verið flutt niður á
eyrina, bjó fjölskylda Stellu á
Eyrarvegi 5. Jón faðir hennar auk
starfa sinna traustur meðhjálpari
í kirkjunni til margra ára. Maríu
móður Stellu kynntist ég vel í
frystihúsi Ísfells. Mér fannst ég
detta í lukkupottinn í hvert sinn
er ég fékk að vinna á borði með
Maríu því gáturnar sem hún
kunni, vísurnar og gamanmálin
styttu svo mjög stundirnar í ann-
ars tilbreytingasnauðri vinnunni,
blautum og oft köldum vinnslu-
salnum.
Um tíma bjuggu Stella og öll
systkini hennar á eyrinni með sín-
ar fjölskyldur. Stella tók virkan
þátt í félagsstörfum, meðal ann-
ars í kvenfélaginu, slysavarna-
deildinni og leikfélaginu. Þrjú
systkinanna byggðu saman húsið
á Hrannargötu 3 sem nú er
Drafnargata 4. Síðar byggðu þær
systur Stella og Ásta ásamt eig-
inmönnum sínum, Guðna og Sig-
urmundi, húsin við Eyrarveg 7 og
9. Í hið síðarnefnda fluttist móðir
mín, María Jóhannsdóttir, árið
1977 og varð þá ekki bara næsta
nágrannakona Stellu og Guðna
heldur líka með árunum góð vin-
kona. Þegar ég kom á æskustöðv-
arnar á ný fyrir 30 árum átti ég
því láni að fagna að kynnast Stellu
og Guðna nánar sem persónum.
Samskipti okkar urðu margvísleg
og ævinlega góð og gefandi. Ég
hafði mikla samúð með þeim
hjónum þegar ljóst var að draum-
ur þeirra um að geta í ellinni flutt
sig yfir götuna og fengið skjól á
öldrunarheimilinu Sólborg myndi
ekki rætast, en heimilið var lagt
niður 2013. Ég saknaði þeirra
mjög er þau þurftu að flytjast
brott af eyrinni og kveðja fjörðinn
sem myndað hafði umgjörðina
um líf þeirra og starf og þau unnu
svo mjög.
Að leiðarlokum þakka ég ljúfar
stundir á heimilum okkar og sam-
fylgdina að öðru leyti. Fjölskyld-
unni votta ég innilega samúð.
Jóhanna Kristjánsdóttir.
MINNINGAR 29
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. OKTÓBER 2021
Elsku yndislega
mamma okkar er
fallin frá eftir erfiða baráttu við
krabbamein. Það var svo ólýsan-
lega sárt að kveðja þig, að vita að
það væri komið að kveðjustund-
inni sem enginn vill nokkru sinni
upplifa en á sama tíma var svo
dýrmætt að geta verið til staðar
og að fá að halda í heita hönd þína
síðasta spölinn. Þú sem gafst
okkur lífið og komst okkur í
þennan heim þó svo heilsa þín
hafi brugðist og þú hafir misst
okkur þegar við vorum börn, þá
varstu ávallt með okkur. Fjarri
okkur í nokkur ár en gafst aldrei
upp. Hlýir straumar frá þér skil-
uðu sér alltaf á einn eða annan
hátt í formi sem var ósýnilegt en
áþreifanlegt. Þú varst trúuð og
það hefur eflaust hjálpað þér í
gegnum tíðina. Það sem ein-
kenndi þig einna helst var sterk-
ur karakter, góður húmor, smit-
andi hlátur og seigla til að halda
áfram. Þú hafðir glaða lund og
varðst alltaf fyrri til að slá á létta
strengi þegar við hittumst, sagðir
eitthvað fyndið og þar sem við
erfðum þinn góða húmor (algjör-
lega hlutlaust mat okkar) þá
fékkstu okkur alltaf til að hlæja í
byrjun heimsóknar. Þessi eigin-
leiki kom þér býsna langt og hlý
nærvera þín umvafði svo húmor-
inn. Að geta hringt í fólk og feng-
ið það strax til að hlæja getur
ekki annað en verið góður grunn-
ur fyrir samtalið. Við fundum fyr-
ir ást þinni og umhyggju alla okk-
ar tíð, þú varst ætíð tilbúin að
rétta hjálparhönd ef eitthvað
bjátaði á og þú hreinlega dýrk-
aðir barnabörnin þín. Þér var
mjög umhugað um að líta vel út
um hárið eins og þú sagðir svo oft
og straukst því alltaf á eftir-
minnilegan hátt, sama hvernig
það var. Þú sagðir svo oft „lít ég
ekki vel út?“ og svo fylgdi í kjöl-
farið beinhörð staðhæfing „já það
segja það allir“. Þetta var svo ein-
lægt hjá þér að það gat ekki ann-
að en fengið mann til þess að
brosa og finnast það líka. Það
Guðrún Þóranna
Ingólfsdóttir
✝
Guðrún Þór-
anna Ingólfs-
dóttir fæddist 15.
maí 1955. Hún lést
21. september
2021.
Útför Guðrúnar
fór fram í kyrrþey
30. september
2021.
skipti þig máli að
ilma vel enda var
alltaf góð lykt af þér
og þú kallaðir ilm-
vötn ætíð „vellykt-
andi“. Þú málaðir
þig aldrei en vara-
salvinn var aldrei
langt undan. Það
var óþarfi að vera að
flækja hlutina, þæg-
indi og einfaldleiki
númer eitt. Þú hafð-
ir líka afar gaman af að kíkja á
„fréttaveituna“ (Facebook) og
talaðir um að hafa „nikkað“ (læk-
að) á hitt og þetta sem þér fannst
skemmtilegt að sjá og þar fylgd-
ist þú grannt með öllu og hafðir
gaman af. Þú hafðir alltaf allt svo
hreint og fínt á heimilinu ykkar
Agnars og var mjög umhugað um
að hafa allt í röð og reglu, hvort
sem var á eldhúsbekknum eða
eldhúsborðinu. Hlutunum var
raðað í ákveðna röð og eftir að þú
varst aðeins búin að hagræða þá
straukstu eftir borðinu á ákveð-
inn hátt. Þú hafðir sterkar skoð-
anir á ýmsu og oft á tíðum steytt-
irðu hnefann í loftið og sagðist
ætla að kæra hitt og þetta órétt-
læti og svo fylgdi smitandi hlát-
urinn í kjölfarið, þannig að hót-
unin varð að engu um leið. Þessar
og svo ótalmargar góðar minn-
ingar um þig ylja okkur um
hjartaræturnar því þú varst ein-
stök kona, með erfiða fortíð en
ótrúlega hlýtt hjarta. Hlýtt
hjarta þitt áorkaði ýmsu þrátt
fyrir erfiðleika. Við munum alltaf
minnast þín og hugsa bara um
allar góðu minningarnar sem við
eigum með þér, þær eru okkur
dýrmætar. Það er svo sárt að
kveðja þig í síðasta sinn, hvíldu í
friði elsku mamma okkar. Megi
allar góðar vættir vaka yfir
barnabörnunum þínum. Við mun-
um alltaf elska þig.
Meira á www.mbl.is/andlat
Þín
Ingólfur, Halldóra
Kristín, Guðný, fjöl-
skyldur og barnabörn.
Nú er höggvið skarð í systk-
inahópinn frá Hellissandi sem
kenndi sig við Nýborgina. Guð-
rún systir mín var þriðja elst af
okkur systkinum. Fallega ljósið
hennar Gunnu systur minnar er
slokknað eftir erfiða baráttu við
krabbamein en hún fór allt of
snemma frá okkur, aðeins 66 ára
gömul. Hún bar ekki alvarleg
veikindi sín á torg, vildi ekki að
fjölskyldan væri áhyggjufull og
við vissum ekki að hún væri orðin
svona mikið veik fyrr en undir
lokin. Hún hafði fengið krabba-
mein fyrir mörgum árum, það var
skorið í burtu og hún hafði fengið
bata um tíma.
Gunna systir mín var sterkur
karakter og hafði ákveðnar skoð-
anir á mörgu. Hún gaf mikið af
sér og hafði sérlega góða nær-
veru. Alltaf stutt í grínið og hafði
þennan skemmtilega húmor fyrir
mönnum og málefnum. Það var
svo gott að tala við hana, hún
hafði líflega frásagnargáfu og var
mikið hlegið þegar við hittumst.
Við spjölluðum mikið um æsku-
slóðirnar, Hellissand, og henni
þótti svo gaman að segja sögur af
mér þegar ég var lítil en það voru
níu ár á milli okkar systra.
Upp í hugann koma leiftur af
minningabrotum. Ég man þegar
ég fór suður til Reykjavíkur að-
eins 11 ára gömul og bjó hjá
henni um sumarið og var í vist að
passa Ingólf, elsta barnið hennar,
en þá var ýmislegt brallað.
Svo man ég þegar ég fór með
fjölskyldunni minni í sumarbú-
stað á Vestfirði og hún og Aggi
komu til okkar eina nótt en þau
voru á ferðalagi um Vestfirðina.
Við áttum yndislega samveru-
stund, grilluðum, spiluðum og
kveiktum varðeld í fjörunni.
Einnig man ég eftir ferð sem
við fórum í sumarbústað í Gríms-
nesinu um páska eitt árið. Þá var
Gunna og fjölskylda óvænt í bú-
staðnum við hliðina á okkur. Við
áttum notalega stund saman og
elduðum saman, spiluðum á spil
og spjölluðum fram á nótt. Já,
það var sko mikið hlegið þessa
páska.
Gunna og Aggi komu alltaf í
afmæli hjá barnabörnunum mín-
um þegar heilsan leyfði og þótti
mér mjög vænt um það. Börnin
mín mynduðu sterk tengsl við
þau Agga og barnabörnin sögðu
að Gunna frænka væri svo
skemmtileg og hress.
Hún átti þrjú börn og fimm
barnabörn sem henni var mjög
umhugað um og elskaði mikið.
Hún var svo stolt af þessum
flottu afkomendum sínum og lof-
aði ég henni undir lokin að ég
skyldi passa upp á þau.
Takk elsku systir fyrir alla
samveruna, hlýjuna og kærleik-
ann í minn garð og fjölskyldu
minnar. Þín er sárt saknað en við
vitum að þér líður betur í sum-
arlandinu með Agga þínum sem
kvaddi aðeins mánuði á undan
þér. Minning þín lifir í hjarta
okkar allra, fallega og góða syst-
ir.
Þín systir,
Inga Ingólfsdóttir.
Stapahrauni 5, Hafnarfirði
Sími: 565 9775
www.uth.is - uth@uth.is
Frímann
897 2468
Hálfdán
898 5765
Ólöf
898 3075
Kristín
699 0512
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og
hlýhug vegna andláts og útfarar ástkærrar
móður okkar, tengdamóður, ömmu,
tengdaömmu og langömmu,
SÓLRÚNAR ÓLAFSDÓTTUR,
bókara og fv. bónda,
Kirkjubæjarklaustri II.
Guðrún Lárusdóttir Þórarinn Leifsson
Fanney Ólöf Lárusdóttir Sverrir Gíslason
Kristín Lárusdóttir Guðbrandur Magnússon
barnabörn og barnabarnabarn
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og
hlýhug við andlát og útför ástkærs föður
okkar, tengdaföður, afa og langafa,
ÓLA JÖRUNDSSONAR
frá Miðhrauni,
lengst til heimilis á Sólvöllum 11,
Selfossi.
Sérstakar þakkir fær starfsfólk Kumbaravogs og Ljósheima fyrir
hlýja og góða umönnun.
Kristbjörg Óladóttir Gestur Haraldsson
María Óladóttir Svanur Ingvarsson
afabörn og langafabörn
Hjartans þakkir til allra þeirra sem sýndu
okkur samúð og hlýhug við andlát og útför
okkar ástkæra eiginmanns, föður,
tengdaföður og afa,
GUÐMUNDAR S. INGIMUNDARSONAR
blikksmíðameistara.
Guðrún Þorbjörnsdóttir
Stefanía Guðmundsdóttir Pálmi Þór Þorvaldsson
Björn Guðmundsson Íris Ragnarsdóttir
Bjarki Guðmundsson Halla Helga Jóhannesdóttir
afabörn
Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
GUNNAR JÓHANNSSON
bifvélavirki,
frá Möðruvöllum í Eyjafirði,
andaðist á dvalar- og hjúkrunarheimilinu
Hlíð mánudaginn 25. október. Útförin fer
fram frá Akureyrarkirkju 12. nóvember
klukkan 13 og verður streymt.
Gunnar Gunnarss. Norðfjörð Gréta Matthíasdóttir
Jón Norðfjörð Ragnheiður Svavarsdóttir
Jóhann V. Norðfjörð Linda Björk Rögnvaldsdóttir
barnabörn og langafabörn