Morgunblaðið - 30.10.2021, Qupperneq 38
38 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. OKTÓBER 2021
30 ÁRA Ingvar er Reykvíkingur
og hefur búið í Árbænum frá 13 ára
aldri. „Ég bý með fjórðu kynslóðar
Árbæingi og er örugglega ekki á
leiðinni héðan.“ Hann er með BA-
próf í sagnfræði frá HÍ og MSc-
gráðu í hagsögu frá London School
of Economics. Ingvar er aðstoð-
arritstjóri Viðskiptablaðsins og
hefur kennt sögu hagfræðikenn-
inga í HR. „Ég byrjaði í blaða-
mennsku árið 2014 og ætlaði að
vera í ár en það hefur verið svo
skemmtilegt að ég hef ekki unnið
við annað síðan.“
FJÖLSKYLDA Sambýliskona Ingvars er Guðrún Selma Sigurjónsdóttir, f.
1989, blaðamaður á Morgunblaðinu og dansari. Foreldrar Ingvars eru Har-
aldur Gunnarsson, f. 1960, viðskiptafræðingur hjá Íslandsbanka og Ingibjörg
Gísladóttir, f. 1963, mannauðsráðgjafi. Þau eru búsett í Árbænum.
Ingvar Haraldsson
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl ,
Hrútur Hugur þinn snýst of mikið um til-
finningar sem ekki eiga heima á dagskrá
þinni. Öfund er af hinu illa svo þú skalt var-
ast að láta hana ná tökum á þér.
20. apríl - 20. maí +
Naut Einhver ágreiningur gæti komið upp
varðandi heimilisþrifin. Vertu óhræddur við
að viðra hugmyndir þínar því það gæti
borgað sig.
21. maí - 20. júní 6
Tvíburar Gleymdu ekki að hlusta á sjón-
armið annarra í umræðum í dag. Þegar upp
er staðið ert það þú sem þarft að vega og
meta hvað þér er fyrir bestu.
21. júní - 22. júlí 4
Krabbi Reyndu að hafa alla þræði í hendi
þér áður en þú ræðst í framkvæmdir sem
þig dreymir um. Skemmtu þér ef þú getur.
23. júlí - 22. ágúst Z
Ljón Þú þarft fyrst að koma á jafnvægi í
sjálfum þér áður en þú ferð að fást við aðra
hluti. Taktu þér smáhvíld frá daglega
amstrinu.
23. ágúst - 22. sept. l
Meyja Það er eins og allt sé á hreyfingu í
kringum þig og þú eigir fullt í fangi með að
fóta þig í straumnum. Vertu með fólki sem
þú getur spjallað við um öll hjartans mál.
23. sept. - 22. okt. k
Vog Til þess að geta hjálpað öðrum þarftu
fyrst að öðlast frið með sjálfum þér. Skilin
milli jákvæðni og bjartsýni og óraunsærra
væntinga eru ekki alltaf skörp.
23. okt. - 21. nóv. j
Sporðdreki Þér finnst allt vera í lukkunnar
velstandi. Nú ætti fjárhagurinn að leyfa
fjárfestingu fyrir framtíðina.
22. nóv. - 21. des. h
Bogmaður Það er upplagt að eyða smá
tíma í það að sýna sig og sjá aðra. Mundu
að hver er sinnar gæfu smiður og þér er
óhætt að ráðast í hlutina.
22. des. - 19. janúar @
Steingeit Það er í lagi að gefa öðrum ráð
svo framarlega að þú lesir þeim ekki pist-
ilinn. Brjóttu upp gráma hversdagsins og
settu lit á dag þinna nánustu.
20. jan. - 18. febr. ?
Vatnsberi Breyting á hugsunarhætti gerir
þér kleift að ná skjótari árangri í fjár-
málum. Sinntu þínu og þá muntu verða of-
an á þegar vinda lægir aftur.
19. feb. - 20. mars =
Fiskar Þú hefur æði margt á þinni könnu
og spurning hvort þú sért ekki að færast of
mikið í fang. Nú bjóðast þér ýmsir mögu-
leikar svo þú skalt gefa þér tíma til að velja.
togarann Hallveigu Fróðadóttur á
síðustu stundu. „Faðir minn var
einnig um borð og er þetta lífs-
reynsla sem setið hefur í mér alla
tíð síðan.“
Árið 1961 keypti Sævar 56 tonna
vinna við hafnargerðina á Rifi 15
ára gamall og þegar höfnin var
fullgerð fór hann til sjós. Nítján
ára var hann ráðinn á Hafdísi SH
sem sökk eftir nokkra róðra, en
öllum skipverjum var bjargað í
S
ævar Friðþjófsson fædd-
ist 30. október 1936 á
Landspítalanum í
Reykjavík en var fluttur
heim í Rif með skipi sjö
daga gamall.
„Engin höfn var á Rifi á þeim
tíma og kom skipið að landi á Hell-
issandi. Aðstæður voru þannig að
skipið komst ekki upp að bryggju
heldur lagðist að legunni sem svo
var kallað sem þýðir að Friðþjófur
faðir minn og Steingrímur bróðir
hans komu á litlum báti út að leg-
unni. Koma þurfti hvítvoðungnum
og Halldóru móðurinni úr skipinu
og í litla bátinn sem þeir bræður
voru á. Ungbarnið var sett í slæðu
sem hnýtt var saman á hornunum.
Móðir mín rétti síðan slæðuna með
barninu yfir í litla bátinn. Þótti
foreldrum mínum tilhlýðilegt að ég
fengi nafnið Sævar eftir þessa
fyrstu sjóferð. Í landi biðu hestar
tilbúnir til reiðar og þá var riðið
inn í Rif með nýbakaða móður og
barn 3,5 km leið.“
Sævar hefur búið alla tíð síðan á
Rifi fyrir utan einn vetur í Stýri-
mannaskólanum í Reykjavík árin
1956-57. Á uppeldisárunum Sævars
var Rif sveitabær með hefðbundin
húsdýr s.s. kýr, kindur, hesta og
hænur. Meðfram sveitastörfum frá
unga aldri var róið á árabát til að
sækja fisk fyrir heimilið og einnig
var seldur saltfiskur.
„Guðmundur föðurafi kenndi
mér heima, það var kallað að vera
í læri. Þegar hann lést var ég 10
ára gamall og þá fór ég í grunn-
skólann á Hellissandi, skólagangan
var ekki löng eða þrjú ár. Gekk ég
á milli Rifs og Hellissands þessa
3,5 km leið að hausti og vori en um
hávetur var ég í fóstri á Hellis-
sandi.
Þegar svokölluð landshafnarlög
voru samþykkt á Alþingi urðu
miklar breytingar á Rifi, en þar
var ákveðið að byggja eina af
þremur höfnum sem byggðar voru
á landsbyggðinni. Friðþjófur faðir
minn átti stóran þátt í að höfn var
byggð á Rifi en hann gaf ríkinu
hluta af jörðinni undir hafnar-
framkvæmdir.“ Sævar byrjaði að
bát með bróður sínum Jóni og föð-
ur og þá varð til Útnes hf. sem er
því 60 ára í ár. Á árunum 1967 til
1969 var byggður stálbátur í Stál-
vík í Garðabæ fyrir Útnes sem
fékk nafnið Saxhamar. Útgerðin
hefur vaxið og dafnað síðan. „Frið-
þjófur sonur minn er skipstjóri í
dag og dóttursonurinn Sævar
Freyr stýrimaður. Sjálfur fór ég í
land í febrúar 1980 eftir sjóslys og
þá var mín skipstjórnartíð búin en
ég stýrði útgerðinni úr landi ásamt
konu minni Helgu.
Þegar ég var kominn í land
gafst svigrúm til að sinna öðrum
hugðarefnum t.d. tók ég til við að
sinna bústörfum, tók við búi af föð-
ur mínum og móður sem voru
komin á efri ár. Ég hef haft mikla
unun af þessum störfum með sauð-
kindina.“
Einnig tók Sævar að sér ýmis
trúnaðarstörf, en hann sat í
hreppsnefnd utan Ennis í 12 ár,
hafnarnefnd Rifshafnar í 20 ár, var
í stjórn Hraðfrystihúss Hellis-
sands, sat á fiskiþingi hjá Fiski-
félagi Íslands, stofnandi og stjórn-
armaður í Fiskmarkaði Íslands í
20 ár og sat í sóknarnefnd Ingj-
aldshólskirkju svo eitthvað sé
nefnt.
„Ég hef afskaplega mikið yndi af
því að spila á píanó og harmoniku,
ég legg mig fram um að æfa mig
reglulega og hef nokkrum sinnum
komið fram á viðburðum og spilað
á nikkuna. Ég er mikill reglumað-
ur og fer í göngutúr á hverjum
degi sama hvernig viðrar og tel að
það haldi heilsunni við.“
Fjölskylda
Eiginkona Sævars er Helga
Hermannsdóttir, f. 16.3. 1937, fv.
skrifstofumaður. Þau búa á Rifi.
Foreldrar Helgu eru hjónin Her-
mann Hermannsson, f. 29.7. 1893,
d. 7.11. 1979, og Ágústína Ingi-
björg Hermannsdóttir, f. 5.8. 1892,
d. 17.2. 1979, þau bjuggu á Hellis-
sandi.
Börn Sævars og Helgu eru: 1)
Halldóra Guðríður, f. 14.8. 1958,
stjórnarformaður Útness, búsett á
Rifi, gift Reyni Rúnari Reynissyni
Sævar Friðþjófsson, útvegsbóndi á Rifi – 85 ára
Fjölskyldan Sævar, Helga og börn á Laugarvatni á sjötugsamæli Sævars.
Fyrirtækið orðið 60 ára
Afmælisbarnið Sævar að skemmta á harmonikunni.
Kristján Arnfjörð Guðmundsson á
70 ára afmæli í dag. Hann er fædd-
ur og uppalinn í Reykjavík og á sex
börn og 12 barnabörn. Síðustu ár
og áratugi hefur hann starfað sem
hópferðabílstjóri ásamt því að reka
söluturn hér áður fyrr.
Árnað heilla
70 ára
Til hamingju með daginn
Við
Hækk
um
í gleð
inni