Morgunblaðið - 30.10.2021, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 30.10.2021, Blaðsíða 39
DÆGRADVÖL 39 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. OKTÓBER 2021 Ýmsar gerðir af heyrnar- tækjum í mismunandi litum og stærðum. Allar helstu rekstrarvörur og aukahlutir fyrir heyrnartæki fást í vefverslun heyrn.is HEYRNARÞJÓNUSTA 2007 HLÍÐASMÁRI 19, 2. HÆÐ • 201 KÓPAVOGI • SÍMI 534 9600 HEYRN@HEYRN.IS • HEYRN.IS Heyrðu umskiptin, fáðu heyrnartæki til reynslu „HANN VERÐUR 42 ÁRA Í NÆSTA MÁNUÐI.“ Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann ... að fá fótanudd. GOTT KVÖLD, KETTLINGAROG KISUR! HVAÐ KALLIÐ ÞIÐ KÖTT SEM HEFUR BLUNDAÐ Í TÍU TÍMA? VANSVEFTA! TAKK! TAKK! TAKK! BEST AÐ BÆTA LURKUM Á ELDINN! Ó, HVAÐ ÞÚ ERT HUGULSAMUR! JÁ, SMJÖRIÐ VAR AÐ VERÐA OF KALT TIL AÐ HÆGT VÆRI AÐ SMYRJA MEÐ ÞVÍ! „ÓKEI, ÉG ER BÚINN AÐ MISSA LÍFSVILJANN. ERTU LOKSINS ÁNÆGÐ?“ vélstjóra. Börn þeirra eru Sævar Freyr, f. 1980, stýrimaður og af- leysingaskipstjóri, búsettur í Reykjavík, kvæntur Írisi Jónas- dóttur, dóttir þeirra er Karen, og Árný Sif, f. 1985, leikskólastjóri Reykjavík, sambýlismaður Pétur Fjeldsted Þorsteinsson; 2) Sæunn, f. 22.9. 1964, skrifstofumaður, bú- sett í Hafnarfirði, gift Geir Jóni Karlssyni kerfisfræðingi. Börn hennar eru Heiðdís Anna, f. 1992, forritari, gift Alexander Miguel Salvador, dóttir þeirra er Kría Rut, og Kristleifur, f. 1995, stuðn- ingsfulltrúi, búsettur í Hafnarfirði; 3) Friðþjófur, f. 9.10. 1967, fram- kvæmdastjóri Útness og skipstjóri, búsettur á Rifi, fv. kona er Sigríð- ur Margrét Vigfúsdóttir. Börn þeirra eru Helga Páley, f. 1987, myndlistarmaður, búsett í Reykja- vík, sambýlismaður er Loji Hös- kuldsson; Sindri Hrafn, f. 1992, vinnur við liðveislu, og rekur gisti- hús á Rifi, búsettur í Reykjavík; Brimrún Birta, f. 1997, myndlist- armaður, búsett í Reykjavík, sam- býlismaður er Viktor Ingi Guð- mundsson; Ástrós Una, f. 2012, nemi, búsett í Reykjavík. Systkini Sævars: Ester Úranía, fv. póstafgreiðslukona, f. 11.10. 1933, bjó lengst á Rifi en er nú í Reykjavík; Svanheiður Ólöf verka- kona, f. 8.9. 1939, d. 30.10. 2020; Kristinn Jón útgerðarmaður, f. 24.7. 1941. Fósturbræður Sævars eru Sæmundur Kristjánsson, leið- sögumaður á Rifi, f. 24.8. 1943, og Hafsteinn Björnsson, vélstjóri á Rifi, f. 19.5. 1949. Foreldrar Sævars voru hjónin Friðþjófur Guðmundsson útvegs- bóndi, f. 27.10. 1904, d. 3.9. 1987, og Halldóra G. Kristleifsdóttir húsfrú, f. 27.11. 1912, d. 8.6. 1999. Þau bjuggu á Rifi. Sævar Friðþjófsson Kristrún Birgitta Oddsdóttir húsfreyja í Holti í Fróðárhreppi Árni Árnason bóndi í Nýlendu í Fróðárhreppi, síðar í Holti Soffía Guðrún Árnadóttir húsfreyja í Efri-Hrísum Kristleifur Jónatansson bóndi í Efri-Hrísum í Fróðárhreppi Halldóra Guðríður Kristleifsdóttir húsfreyja á Rifi Halldóra Daníelsdóttir húsfreyja á Mýrum Jónatan Jónsson bóndi á Mýrum í Eyrarsveit Jóhanna Sveinbjörnsdóttir húsfreyja í Undirtúnum Jón Oddsson bóndi í Undirtúnum við Helgafell í Helgafellssveit Jófríður Jónsdóttir húsfreyja á Rifi Guðmundur Guðmundsson útvegsbóndi á Rifi Guðbjörg Stefánsdóttir húsfreyja í Ólafsey og á Ósi Guðmundur Björnsson bóndi í Ólafsey á Hvammsfirði, síðar á Ósi á Skógarströnd Úr frændgarði Sævars Friðþjófssonar Friðþjófur Baldur Guðmundsson útvegsbóndi á Rifi Gátan er sem endranær eftir Guðmund Arnfinnsson: Skafbylur nú skellur á. Skáldkona var bænum frá. Í flekknum þennan finna má. Fræðasetur þekkt er sá. Bergur Torfason frá Felli svarar: Garður skafbyls skellur á, skáld var Þura Garði frá, Flekk í garða gera á, Garði-fræða kynnast má. Hér er lausn Hörpu á Hjarð- arfelli: Í norðan garð hann genginn var. Frá Garði Þura nokkur var. Fólk að garða flekkinn var. Fræðasetur Garður var. Helgi R. Einarsson svarar: Á þorra garðar guma hrjá. Garði skáldið Þura’ er frá. Í flekknum garða finna má. Fræðasetur Garði’ er á. Eysteinn Pétursson á þessa lausn: Með þræsingsgarði gekk hér á. Í Garði mátti Þuru sjá. Í garða heyi hrófað er. Hugnast fræðagarður mér. Þessi er skýring Guðmundar: Skæður garður skellur á. Skáld var Þura Garði frá. Í flekknum rifgarð finna má. Fræðasetur Garður sá. Þá er limra: Hólmsteinn í Holtagörðum og Hjörvar úr Jökulfjörðum urðu úti ásamt hrúti á göngu í Gönguskörðum. Síðan er ný gáta eftir Guðmund: Úti er hráslaga hregg, nú hausinn í bleyti ég legg, mér leyfist ei lengur bið að ljúka gátuna við: Ég hygg þar sé heyrandi nær. Á héraði er þessi bær. Í flaustri ég verkið vann. Ég vafra um melhrygg þann. Þessi staka Þuru í Garði varð fleyg: Varast skaltu vilja þinn; veik eru manna hjörtu. Guðaðu samt á gluggann minn, en gerðu það ekki í björtu. Um „Ótíð“ yrkir Þura: Ennþá rignir, úti um frið og yndi sólskinsvona; nú eru ekki gefin grið. Guð vill hafa það svona. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Fyrir ofan og neðan garð

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.