Morgunblaðið - 30.10.2021, Side 40

Morgunblaðið - 30.10.2021, Side 40
HANDBOLTINN Kristján Jónsson kris@mbl.is Ekki upplifir maður það sem svo að línur séu að skýrast í efri hluta Olís-deildar karla í handknattleik en flest liðin hafa nú leikið sex leiki. Er þetta sett fram í jákvæðri merkingu en litlu munar á sjö efstu liðunum sem stendur. Íslands- og bikarmeistarar Vals teljast besta liðið á meðan Vals- menn eru handhafar þessara bik- ara en Garðbæingar mega eiga að þeir hafa unnið alla fimm leiki sína og unnu Val á fimmtudaginn. Stjarnan og Valur eru með 10 stig en Haukar eru stigi á eftir, en þeir unnu í gær sannfærandi sigur á HK 30:24. Sigurinn vafðist ekki fyrir Hafnfirðingum sem höfðu komið sér upp tíu marka forskoti þegar tuttugu mínútur voru eftir. Stefán Rafn Sigurmannsson er smám saman að nálgast fyrra form og skoraði 7 mörk í kvöld úr níu tilraunum. Var hann markahæstur Hauka en Geir Guðmundsson skoraði 6 mörk. Kristófer Ísak Bárðarson, Sigurvin Jarl Ár- mannsson og Einar Bragi Að- alsteinsson skoruðu 4 mörk hver fyrir HK. FH og ÍBV skammt undan Tveir leikir voru í hand- boltabænum Hafnarfirði í gær en FH tók á móti KA í Kaplakrika og vann býsna öruggan sigur 28:21. FH er með 8 stig eftir sex leiki en KA er með 4 stig eftir sex leiki. Markverðir FH vörðu 20 skot í leiknum. Phil Döhler 18 skot og Svavar Ingi Sigmundsson 2. Annað var uppi á teningnum hjá KA. Nicholas Satchwell varði 6 skot og Bruno Bernat 1. KA mætti með þrjá leikmenn sem leikið hafa með FH. Ólaf Gústafsson sem er þar uppalinn, Einar Rafn Eiðsson sem lék lengi með FH og Óðinn Þór Ríkharðs- son sem var um tíma í Kaplakrika. Óðinn var markahæstur KA- manna með 8 mörk en Ásbjörn Friðriksson sem á hinn bóginn er Akureyringur skoraði 8 fyrir FH. Eyjamenn eru öflugir í upphafi tímabilsins og eru með 8 stig eftir fimm leiki. ÍBV vann Fram í Safa- mýri 32:28 í gær. Fram er einnig með 8 stig en eftir sex leiki. Daði Arnarsson, Sigtryggur Rúnarsson og Rúnar Kárason skoruðu allir sjö mörk fyrir ÍBV en Vilhelm Poulsen var enn og aft- ur markahæstur hjá Fram. Nú skoraði hann 9 mörk. Áhugaverð toppbarátta - Tvö stig á milli 1. sætis og 7. sætis Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Móttökur Jón Bjarni Ólafsson stöðvar Einar Rafn Eiðsson í gær. 40 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. OKTÓBER 2021 Nebojsa Knezevic hefur verið ráð- inn þjálfari kvennaliðs Skallagríms í körfuknattleik. Knezevic þekkir vel til í Borgarnesi en hann var að- stoðarþjálfari Goran Miljevic sem lét af störfum í vikunni. Þá er Knezevic leikmaður karlaliðs Skallagríms í 1. deild karla en hann hefur skorað 13 stig og tekið fimm fráköst að meðatali í deildinni í vet- ur. Kvennalið Skallagríms hefur ekki byrjað tímabilið vel í úrvals- deild kvenna en liðið er án stiga í neðsta sæti deildarinnar eftir fyrstu sex umferðirnar. Ráðinn þjálfari Skallagríms Morgunblaðið/Kristinn Magnúss. Skot Maja Michalska og samherjar hennar eru komnar með þjálfara. Knattspyrnumaðurinn Dagur Dan Þórhallsson er genginn í raðir Breiðabliks frá Mjöndalen í Noregi. Dagur Dan lék með Fylki síðasta sumar og var þá lánaður frá norska liðinu. Hann hefur nú félagaskipti í Breiðablik og skrifaði undir þriggja ára samning samkvæmt til- kynningu frá Breiðabliki. Dagur Dan er 21 árs og lék í yngri flokk- unum með Fylki og Haukum. Hér heima hefur hann einnig leikið með Keflavík en erlendis með Gent og Mjöndalen. Dagur hefur leikið þrjá leiki með U21 árs landsliðinu. Liðstyrkur í Kópavoginn Ljósmynd/Kristinn Steinn Traust. Kópavogur Dagur Dan lék 20 leiki með Fylki í efstu deild í sumar. Olísdeild karla Fram – ÍBV........................................... 28:32 FH – KA................................................ 28:21 Haukar – HK ........................................ 30:24 Staðan: Stjarnan 5 5 0 0 157:140 10 Valur 6 5 0 1 179:148 10 Haukar 6 4 1 1 176:154 9 ÍBV 5 4 0 1 144:138 8 Afturelding 6 3 2 1 175:163 8 FH 6 4 0 2 161:145 8 Fram 6 4 0 2 162:157 8 KA 6 2 0 4 153:171 4 Selfoss 5 1 0 4 116:134 2 Grótta 5 0 1 4 121:133 1 HK 6 0 0 6 152:176 0 Víkingur 6 0 0 6 132:169 0 Grill 66-deild karla Þór – Afturelding U ............................. 32:26 Vængir Júpíters – Berserkir............... 26:24 Staða efstu liða: ÍR 3 3 0 0 106:83 6 Hörður 3 3 0 0 108:78 6 Þór 5 3 0 2 153:141 6 Afturelding U 3 2 0 1 81:80 4 Haukar U 3 2 0 1 81:72 4 Grill 66-deild kvenna Víkingur – Fjölnir/Fylkir .................... 24:15 ÍR – Grótta............................................ 25:20 Staða efstu liða: ÍR 5 3 1 1 130:116 7 FH 4 3 0 1 103:68 6 Selfoss 4 3 0 1 115:106 6 Fram U 3 2 0 1 75:79 4 Stjarnan U 4 2 0 2 97:116 4 Víkingur 4 2 0 2 92:96 4 Danmörk Ringköbing – Skanderborg ............... 28:20 - Elín Jóna Þorsteinsdóttir varði 12 skot í marki Ringköbing. - Steinunn Hansdóttir skoraði ekki fyrir Skanderborg. Svíþjóð Guif – Redbergslid .............................. 29:27 - Aron Dagur Pálsson skoraði ekki fyrir Guif og Daníel Freyr Ágústsson varði 11 skot í marki liðsins. Alingsås – Skövde ............................... 26:32 - Bjarni Ófeigur Valdimarsson skoraði 7 mörk fyrir Skövde. Austurríki Alpla Hard – Linz ................................ 31:27 - Hannes Jón Jónsson þjálfar Alpla Hard. Frakkland B-deild: Tremblay – Nice .................................. 25:24 - Grétar Ari Guðjónsson varði 20 skot í marki Nice. 48% markvarsla. %$.62)0-# Subway-deild karla KR – Njarðvík ...................................... 91:75 Þór Ak. – Stjarnan................................ 68:94 Staðan: Keflavík 4 4 0 377:343 8 Grindavík 5 4 1 409:381 8 Njarðvík 5 3 2 469:421 6 Tindastóll 4 3 1 356:347 6 Þór Þ. 4 3 1 384:369 6 Stjarnan 4 2 2 364:347 4 KR 4 2 2 381:365 4 Valur 4 2 2 287:316 4 Breiðablik 4 1 3 447:447 2 Vestri 4 1 3 331:352 2 ÍR 4 0 4 360:414 0 Þór Ak. 4 0 4 297:360 0 1. deild karla Álftanes – Fjölnir ................................. 96:79 Hamar – Sindri ..................................... 70:97 Höttur – ÍA ......................................... 114:74 Selfoss – Haukar .................................. 88:87 Staðan: Haukar 6 5 1 633:423 10 Höttur 5 5 0 524:376 10 Sindri 6 5 1 541:478 10 Álftanes 6 4 2 556:484 8 Selfoss 6 4 2 545:535 8 Hamar 6 2 4 466:517 4 Hrunamenn 5 2 3 426:499 4 Fjölnir 6 1 5 481:589 2 Skallagrímur 4 0 4 289:380 0 ÍA 6 0 6 451:631 0 Danmörk Falcon – Wolfpack Herlev.................. 75:62 - Þóra Kristín Jónsdóttir skoraði 11 stig, gaf 5 stoðsendingar og tók 4 fráköst fyrir Falcon. Rúmenía Ol. Brasov – Phoenix Constanta........ 60:78 - Sara Rún Hinriksdóttir skoraði 7 stig og tók 6 fráköst fyrir Constanta. NBA-deildin Philadelphia – Detroit...................... 110:102 Washington – Atlanta ...................... 122:111 Chicago – New York ........................ 103:104 Houston – Utah .................................. 91:122 Dallas – San Antonio .......................... 104:99 Golden State – Memphis.................. 101:104 4"5'*2)0-# KR vann sinn annan leik á tíma- bilinu í úrvalsdeild karla í körfu- knattleik, Subway-deildinni, þegar liðið tók á móti Njarðvík á Meist- aravöllum í Vesturbæ í fjórðu um- ferð deildarinnar í gær. Leiknum lauk með 91:75-sigri Vesturbæinga sem voru með yf- irhöndina í leiknum allan tímann. KR-ingar leiddu með fimm stigum etir fyrsta leikhluta og var staðan 49:41 í hálfleik, KR í vil. Njarðvíkingar minnkuðu forskot Vesturbæinga í fimm stig í þriðja leikhluta, 67:62, en KR-ingar voru mun sterkari í fjórða leikhluta sem þeir unnu með 24 stigum gegn 13 stigum Njarðvíkur. Þórir Guðmundur Þorbjarnason og Adama Darbo skoruðu báðir 19 stig fyrir KR og þá tóku þeir báðir átta fráköst. Shawn Glover skoraði 17 stig. Fotios Lampropoulos var besti maður Njarðvíkur með 21 stig og 16 fráköst. Mario Matasovic skoraði 20 stig og tók tólf fráköst. KR fer með sigrinum upp í sjö- unda sæti deildarinnar og er með 4 stig en KR-ingar voru án sigurs í síðustu tveimur deildarleikjum sín- um fyrir leik gærdagsins. Á sama tíma var Njarðvík að tapa sínum öðrum leik í röð en liðið er í þriðja sætinu með 6 stig eftir fimm leiki, tveimur stigum minna en Keflavík og Grindavík en Keflavík á leik til góða á bæði lið. _ Þá skoraði David Gabrovsek 20 stig og tók ellefu fráköst fyrir Stjörnuna þegar liðið vann afar þægilegan sigur gegn Þór frá Ak- ureyri í Höllinni á Akureyri. Leiknum lauk með 94:68-sigri Stjörnunnar sem leiddi með þremur stigum í hálfleik, 37:34. Nokkuð jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik en Garðbæingar voru mun sterkari í síðari hálfleik. Gunnar Ólafsson skoraði 14 stig og tók sjö fráköst í liði Stjörnunnar og Shawn Hopkings skoraði 12 stig. Atle Ndiaye skoraði 16 stig fyrir Þórsara ásamt því að taka níu frá- köst og þá skoraði Eric Fongue 11 stig. Garðbæingar eru með 4 stig í sjötta sæti deildarinnar, líkt og KR og Valur, en Þórsarar eru án stiga í neðsta sætinu ásamt ÍR. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Í Vesturbænum Þórir Guðmundur Þorbjarnarson sækir að körfu Njarðvík- inga í DHL-höllinni í gær en hann skoraði 19 stig í leiknum. KR á beinu brautina - Þægilegt hjá Stjörnunni fyrir norðan

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.