Morgunblaðið - 30.10.2021, Page 43

Morgunblaðið - 30.10.2021, Page 43
MENNING 43 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. OKTÓBER 2021 Nánari upplýsingar um sýningartíma á sambio.is TRYGGÐU ÞÉR MIÐA INNÁ Frábær ný mynd fyrir alla fjölskylduna með íslensku tali. TÓNLIST Arnar Eggert Thoroddsen arnareggert@arnareggert.is Ég hef fylgst með tónlistarferli Ólafs frá upphafi og rakst meðal annars á nítján ára gamalt viðtal sem ég átti við hann fyr- ir blað þetta, ungur blaðamaðurinn eða a.m.k. yngri. Ólafur yngri líka en við erum á svipuðu reki. Tilefnið var önnur plata Stafræns Hákons, Í ástandi rjúpunnar, en … eignast jeppa hafði þá komið út árinu á undan. Báðar plöturnar press- aðar á heimagerða „brennda“ diska. Á þessum ár- um, um og upp úr 2000, var hið svofellda síðrokk í algleymingi fyrir tilstuðlan hljómsveita eins og Godspeed you black emperor! og Mogwai og Ólaf- ur hjó í þann knérunn. Það er falleg einlægni, jafnvel sakleysi, í þessu við- tali: „Ég hef lengi verið að smíða eitthvað niðri í kjall- ara … Síðan kom bara ein- faldlega að því að ég ákvað að gera eitthvað úr þessu og dúndra þessu út. Í stað þess að leyfa félögunum að heyra þetta helgi eftir helgi,“ segir hann m.a. og lýsir fyrirmyndum allt frá Phil Collins til Glenns Branca. „Svo er ég mjög hrifinn af sveimtónlist; Aphex Twin er náttúrlega frábær. Svo eru Sonic (Youth) auðvitað goðin.“ Eftir þessar tvær plötur hrúgaði Ólafur út plötum og á einum tímapunkti breyttist verkefnið í fullskipaða sveit. Hann hefur líka gefið út undir nöfnum eins og Calder og Per: Segulsvið og sveifl- ast á milli hreinnar „ambient“-tónlistar og stemma sem eru rokkbundnari, alveg í stíl við þá áhrifavalda sem hann nefnir. Ólafur ákvað svo að blása í alla lúðra varð- andi endurútgáfuna á … eignast jeppa, merkir þessi fyrstu tónlistarspor sín með afgerandi hætti. Snotri heimalagaði geisladiskurinn er nú orðinn að glæstri þriggja platna vínilútgáfu en auk þess er hægt að nálgast allt heila klabbið stafrænt. Umslagið er með þykkum kili, einfalt, og þar inni eru þrjár plötur í einföldum nærbuxum. Á fyrstu plötunni er upprunalega platan sem tekin var upp á Tascam 424MKII seint á árinu 2000 og snemma árs 2001. Á plötu tvö er svo sama plata, endur- hljóðrituð tuttugu árum síðar í heimahljóðveri Ólafs, Vogor Studios. Þriðja platan inniheldur svo nýjar hljóðritanir á lögum sem aldrei voru kláruð á sínum tíma auk þriggja laga frá 2001 sem er bara leyft að standa. Ekki nóg með það, heldur lúrir líka sjö laga endurhljóðblöndunarútgáfa („remixed“) af plötunni í netheimum hvar aðilar eins og Futuregrapher, Kippi Kaninus og Ruxpin véla um lögin. Svona æfingar, að taka upp eigið efni á nýjan leik áratugum síðar eins og Ólafur gerir, er gert annað slagið í poppheimum. Útkoman er alls kyns. Stundum óþarfi þar sem engu er bætt við. Stundum verða lögin sprúðlandi fersk við þetta en á sama tíma æmta aðdáendur og skræmta og vilja ekki að hróflað sé við frumgerðunum. Merkileg … gefur út plötu þessi krafa neytenda að höfundar eigi helst ekki að fikta í verkum sem eru þó þeirra hugarsmíð. Í tilfelli Ólafs er þetta bara mjög dægilegt, jafnvel notalegt. Það fyrsta sem ég tek eftir er að hljómurinn á upprunalegu plötunni er fínn og lög- in hin bestu. Platan hefur staðist tímans tönn og er ágætis birtingarmynd þeirra strauma sem í gangi voru í bílskúrum Íslands á þessum tíma. Nýju útgáfurnar eru þá ekki það ólíkar. Jú, enn betri hljómur vissulega, feitari og áhrifameiri. Og svo er eins og Ólafur svona leyfi sér að leika sér að þessum smíðum sínum, án þess þó að fara of ræki- lega út af sporinu. Þetta er eins og að fylgjast með manni velta eigin sköpunarverki á milli fingra sér löngu síðar, glotta í kampinn og minnast. Ég hlakka mikið til þegar fimmfalda útgáfan af Í ástandi rjúpunnar kemur út! » Þetta er eins og að fylgjast með manni velta eigin sköpun- arverki á milli fingra sér löngu síð- ar, glotta í kampinn og minnast. Síðrokkari Ólafur Örn Josephsson hefur verið iðinn við kolann undanfarin 20 ár. Stafrænn Hákon er sólóverkefni og stundum hljómsveit Ólafs Arnar Josephssonar. Vegleg afmælisútgáfa af fyrstu plötu hans, … eignast jeppa, kom út fyrir stuttu þar sem öll platan er meðal annars endurhljóðrituð. „Ó, veður“ er heiti einkasýningar á verkum Hrafnhildar Ingu Sigurð- ardóttur sem verður opnuð í Gallerí Fold við Rauðarárstíg í dag, laug- ardag, kl. 14. Í verkunum á sýningunni fer Hrafnhildur „um nýjar og gamlar slóðir í verkum sínum; sem eins og veðrið koma sífellt á óvart“, segir í tilkynningu. Þetta er fimmta sýn- ing hennar í Gallerí Fold en hún hefur líka haldið fjölda annarra sýninga. „Sjónarmiðja Hrafnhildar Ingu er íslenskt veður, oftast í sín- um fegursta og hættulegasta ham þegar kulvindar geisa og nepjan blæs. Haf, himinn, land. En stund- um heldur grandvör nálægð við landið um pensilfax gæðingsins,“ segir meðal annars um verkin. Morgunblaðið/Eggert Listakonan Hrafnhildur Inga Sigurðar- dóttir sýnir ný málverk í Gallerí Fold. Veðurhamur í verk- um Hrafnhildar Eygló Harðar- dóttir mynd- listarmaður á stefnumót við sýningarrými og verkstæði gull- smiðanna í Smiðsbúðinni, Geirsgötu 5a, á sýningu sem verður opnuð þar í dag, laugardag, kl. 14. Frá opnun Smiðsbúðarinnar hafa myndlistarmenn reglulega tekið yfir rýmið, sýnt verk og átt samtal við umhverfi gullsmið- anna. Eygló hefur haldið fjölda sýn- inga, hér heima og erlendis, en hún tekst í sínum verkum á við hefðbundnar hugmyndir um mál- verkið þar sem tvívíðir fletir verða að þrívíðum formum. Eygló sýnir í Smiðsbúðinni Eygló Harðardóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.