Morgunblaðið - 30.10.2021, Síða 44

Morgunblaðið - 30.10.2021, Síða 44
44 MENNING MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. OKTÓBER 2021 Hönnunarverðlaun Íslands fyrir árið 2021 voru afhent við hátíðlega athöfn í Grósku í gær og hlutu þau grafíski hönnuðurinn Sigurður Oddsson, myndhöggvarinn Matthías Rúnar Sigurðsson og þrívíddarhönnuðurinn Gabríel Benedikt Bachmann fyrir verkefnið Hjaltalín - 8, hljómplötu hljómsveitarinnar Hjaltalín sem ber titilinn 8. Segir í tilkynningu að um sé að ræða „tímalaust tímamótaverk í myndrænni og þrívíðri nálgun“ og að við hönnun plötunnar hafi Sigurður, grafískur hönnuður og listrænn stjórnandi verksins, velt upp hug- myndum um varanleika og hlutgerv- ingu tónlistar í samtali og samvinnu við myndhöggvarann Matthías Rúnar Sigurðsson og þrívíddarhönnuðinn Gabríel Benedikt Bachmann. „Í meðförum teymisins er hljóð- heimur sköpunar hlutgerður sem úlfabarn, höggmynd úr basalti sem er jafnframt teiknuð og vistuð í þrívíðu stafrænu formi til þess að hámarka endingartíma og auðvelda birting- armynd þess á ólíkum miðlum. Úlfa- barninu er ætlaður endanlegur hvílu- staður hjá Úlfarsfelli, sem þrívíður minnisvarði um tilvist útgáfunnar, sem nær langt umfram þá sem tíðk- ast hefur í plötuútgáfu til þessa,“ seg- ir í tilkynningu og að það sé mat dóm- nefndar verðlaunanna að hönnun plötuumslags og heildarútfærsla 8 sé einstaklega sterkt heildrænt verk og metnaðarfullur minnisvarði um sam- spil tónlistar og hönnunar til fram- tíðar. Fögur form og næmni Heiðursverðlaunahafi ársins er Gunnar Magnússon, húsgagnahönn- uður og innanhússarkitekt, og tóku afkomendur hans á móti verðlaunum fyrir hans hönd þar sem hann átti ekki heimangengt. Í umsögn dómnefndar segir að höf- undareinkenni Gunnars séu fögur form og næmni fyrir efnisnotkun í bland við notagildi og vandaða smíð, snilldarlausnir sem byggi á einfald- leika og virðingu fyrir efninu. Verk Gunnars eru sögð auðþekkjanleg, geometrísk form áberandi og gleði og leikur skíni gjarnan í gegn. Yfir fjöru- tíu ára starfsferill Gunnars spannar afar fjölbreytt verk að umfangi og skala og má af einstökum verkum nefna skákborðið sem hann hannaði fyrir einvígi Fischer og Spasskíj árið 1972. Gunnar hefur tekið þátt í fjölda sýninga og unnið til alþjóðlegra verð- launa á farsælum ferli sínum. Viðurkenning fyrir bestu fjárfest- ingu í hönnun var einnig veitt í gær og hlaut hana fyrirtækið CCP Games sem hefur gefið út margverðlaunaða fjölspilunarleiki á borð við EVE On- line og Dust 514. 8 hlaut Hönnunarverðlaun Íslands - Gunnar Magnús- son hlaut heiðurs- verðlaun og CCP viðurkenningu Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Hátíðarstund Verðlaunahafar í Grósku í gær þar sem Hönnunarverðlaun Íslands voru afhent. Þriðji dagur tónlistarhátíðarinnar WindWorks er í dag, laugardag, og verða haldnir tónleikar kl. 16 í Safnahúsinu á Hverfisgötu. Tríó mun þar flytja klassískar perlur fyrir óbó, klarinett og fagott eftir Gordon Jacob og Jacques Ibert. Flytjendur eru þau Eydís Franzdóttir á óbó, Ármann Helgason á klarínett og Kristín Mjöll Jakobsdóttir á fa- gott. WindWorks er ný tónlistarhátið helguð blásturs- hljóðfærum og skipulögð af tónlistarhópnum Aulos Flute Ensemble. Listrænn stjórnandi og stofnandi er flautuleikarinn Pa- mela De Sensi. Perlur fyrir óbó, klarinett og fagott Pamela De Sensi Sýningin Abrakadabra – töfrar sam- tímalistar verður opnuð í Listasafni Reykjavíkur í Hafnarhúsi í dag, laug- ardag, kl. 14. Segir á vef safnsins að sjá megi töfra samtímalistar á skemmti- legri sýningu fyrir alla sem vilji sjá ný og spennandi verk eftir núlifandi lista- menn. Markmiðið sé að gera heim sam- tímalistar aðgengilegan og unglingar, ungmenni og allir sem séu forvitnir um samtímalist því sérstaklega velkomnir. Meðal þeirra sem verk eiga á sýning- unni eru Anna Júlía Friðbjörnsdóttir, Anna Líndal, Egill Sæbjörnsson, Hildi- gunnur Birgisdóttir, Hrafnhildur Arn- ardóttir/ Shoplifter, Hreinn Friðfinns- son, Karin Sander, Leifur Ýmir Eyjólfsson, Margrét H. Blöndal, Ólöf Nordal, Rúrí og Steingrímur Eyfjörð. Töfrar samtímalistar á nýrri sýningu Einn sýnenda Margrét H. Blöndal. Hildigunnur Einarsdóttir mezzósópran og Tómas Guðni Eggertsson píanóleikari munu í dag, laug- ardag, halda ljóðatónleika í Fríkirkjunni í Reykjavík sem hefjast kl. 16. Á efnisskrá eru ljóðaflokkarnir Frauenliebe und -leben op. 42 eftir Robert Schumann við ljóð Adelberts von Chamisso og Haugtussa op. 67 eftir Edvard Grieg við ljóð Arnes Garborg. Miðasala fer fram við innganginn og á tix.is og er aðgangs- eyrir 3.000 kr. Hildigunnur kemur reglulega fram sem einsöngvari og hefur verið áberandi í kirkjutónlistarsenunni. Tómas hefur starfað víða sem píanókennari, blásarakennari og organisti og er nú tónlistarstjóri Seljakirkju. Hann hefur skipulagt söngvahátíðir, samið tónlist og útsett. Flytja verk eftir Schumann og Grieg Hildigunnur Einarsdóttir Tónlistarmaðurinn Linus Orri Gunnarsson Ceder- borg og söngkonan Ragnheiður Gröndal halda tón- leika í dag, laugardag, í Borgarbókasafninu í Spöng- inni og hefjast þeir kl. 13. Í tilkynningu segir að Linus muni stinga kvæðalögum í samband og hræra í vikivökum með fulltingi Ragnheiðar. Linus leikur á fjölda hljóðfæra og hefur hann sjálfur búið til sum þeirra en hann starfar sem handverksmaður. Mun hann leika á nýsmíðuð hljóð- færi úr tilraunastofu sinni á tónleikunum. Linus er í stjórn Kvæðamannafélagsins Iðunnar og er auk þess einn skipuleggjenda þjóðlagahátíðarinnar Vöku Linus Orri Gunnarsson Kvæðalögum stungið í samband Fimir tangódansarar svifu á fimmtudagskvöldið var fram hjá listaverkum, sýnendum og gestum á Torgi – listmessunni á hlöðulofti Korpúlfsstaða. Þessari fjöl- breytilegu sýningu lýkur nú um helgina en þar má sjá – og kaupa ef áhugi er á – verk eftir marga félaga SÍM, Sambands íslenskra myndlistarmanna. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Lipur dansspor innan um listaverkin Þegar níutíu ár voru í fyrra frá fæðingu Hall- bergs Hallmunds- sonar (1930-2011), skálds og þýð- anda, stóð til að hafa dagskrá hon- um til heiðus en því var frestað vegna veirufar- aldursins. Nú er komið að samkomunni sem verður á morgun, sunnudag, kl. 14 í Gunn- arshúsi, Dyngjuvegi 8. Hallbergs verður minnst og lesin ljóð, bæði ljóð eftir Hallberg sjálfan og úrval úr þýðingum hans. Umsjón með dagskránni hefur Árni Blandon. Léttar veitingar verða í boði og þá segir í tilkynningu að nokkrar af bók- um Hallbergs fáist gefins á staðnum. Allir eru velkomnir á meðan húsrúm leyfir. Minnast Hallbergs í Gunnarshúsi Hallberg Hallmundsson Kór Breiðholtskirkju heldur í dag, laugardag, tónleika undir yfirskrift- inni „Andakt í tilefni allraheilagra- messu“. Um er að ræða aðra tónleika vetrarins í 15:15-tónleikasyrpunni í Breiðholtskirkju. Auk kórsins koma fram Ásta Sigríður Arnardóttir sópran, Fjölnir Ólafsson barítón og Steingrímur Þórhallsson orgelleik- ari undir stjórn Arnar Magnússonar. Raddþjálfari kórsins er Marta Guð- rún Halldórsdóttir. Á dagskrá tón- leikanna eru tvö verk sem tengjast allraheilagramessu. Frumflutt verð- ur mótettan Justorum animae eftir Steingrím Þórhallsson, en verkið samdi tónskáldið sérstaklega fyrir kórinn. Einnig verður flutt Requiem eftir Gabriel Fauré fyrir kór, ein- söngvara og orgel. Kór Breiðholtskirkju Frumflutt verður verk eftir Steingrím Þórhallsson. Kór Breiðholtskirkju á 15:15-tónleikum

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.