Islenskt rjettarfar í myndum - 01.12.1938, Page 2

Islenskt rjettarfar í myndum - 01.12.1938, Page 2
9 Skýringar með myndunum. Samkvæmt upplýsingum, sem Herm. Jónas- son lögreglustjóri í Reykjavík, árið 1929, hafði gefið þáverandi dómsmálaráðh. Jónasi Jónssyni, var hafin sakamálsrannsókn á hen^I- ur þeim Birni Gíslasyni og Ingu Lueders, en árið 1928 hafði hún rekið hjer hattaverzlun í fjelagi við M. Th. Blöndahl. I o"kt. 1928 riftar M. Th. Blöndal samning- unum við Ingu L. Þykist eiga allar vörurnar sjálfur og tekur þær allar í sínar vörslur, (sbr. 1. mynd, 1. liður) og býður þær öðrum til kaups. Þrátt fyrir það, að hann fer með vörurnar sem sína eign, telur hann Ingu skulda sjer alt, sem fyrir þær hafði verið greitt, svo og húsaleigu og vátryggingar- gjald. Þannig fær hann það út, að Inga skuldi sjer í árslok 1928 kr. 15704,14, (en af þessu eru milli 4 og 5 þús. kr. skuld, sem Inga hafði lofað að greiða honum smátt og smátt fyrir þá Guðjón Guðmundsson qg Björn Gíslason.) Skuldina sýnir 2. mynd, efsti hlutinn. II. í ársbyrjun 1929 eru þau B. og Inga í Khöfn. Inga gerir þar samning við firma Schermejs+er um þær hattavörur, er hún þarf á að halda, auk þess festir hún kaup á vörum hjá 2 öðrum firmum og felur hún B. G. að samþ. víxla fyrir því, er hún og verzlunin kunni að skulda þessum firmum fyrir vörurnar, því að hún fór heim áður en þessu var fulllokið. Einn þessara víxla sýnir 3. mynd. Þó er það ekki frumritið, vegna þess, að því virðist hafa verið stolið úr rjettarskjölunum. A. m. k. finnst það ekki að sögn, þótt þess hafi verið leitað durum og dyngjum. En Hermann Jónasson vottar, að hinn upphaflegi víxill hafi litið þannig út, áður en hann sendi hæstarjetti falsað eftirrit af honum. III. Björn íer í Khöfn í verzlúnarerindum fyrir sjálfan sig og lcaupir þar vörur m. a. hjá Kbh. Saddelm. mag. Hann samþ. víxil á sig sjálfan fyrir þessum vörum, en maður H. Hemmingsen setur síðar án þess að Björn viti, „Adressu“-stimpil á víxilinn. (Þetta sýnir 4. mynd, og 5. mynd sýnir frumritið eins og það lítur út eftir að það var stimplað af honum). IV. Þegar Björn kemur heim, kaupir hann af Blöndahl hattavörurnar frá 1928, sem Blöndahl h.afði slegið eign sinni á, gegn 25000 kr. víxli. Samtímis afhendir hann Blöndahl vörurnar, er hann hafði keypt í Kh., og 400D kr. í víxlum á Mercur og 200 kJr. í (pieiiingum. Þelta síðasta sýnir 2. mynd. Það, sem á kynni að vanta til innlausnar vörunum, skyldi Blöndahl leggja fram í svip- inn, en hirða sjálfur það, er hann gæti fengið fyrir þær þangað til Björn væri orðinn skuld- laus við hann. (Þ.e. 25000 kr. víxillinn fyrir hattavörurnar, er Bl. hafði selt honum ogy það, sem Bl. hafði lagt út til innlausnar vörum Björns frá Khöfn, væri að fullu greitt. Afganginn átti Björn að fá. Þetta sýnir 2, liður á 1. mynd). V. 2. mynd sýnir og, að Blöndahl kveðst hafa greitt peninga til innlausnar „Möbel- þetrekk“ þ. e. vörunum frá Kbh. Sadelm. mag. eða m. ö. o. vixilinn til þessa firma, 5. mynd. En 2. mynd sýnir, að hann hefir gert þetta hinn 30. apríl (löngu áður en víxill— inn féll, 18. júní). Þenna sama dag fær Bl. greidda Merkúr-víxlana 4000 kr., svo að þessi greiðsla til Kbh. Sm. mag. hefir verið greidd með Björns fé. Samt er víxillinn á Björn afsagður, firrnað þykist ekki hafa fengið neina greiðslu. Annað hvort íýgur því Blöndahl eða firmað Kbh. Sadelm. Magasin. Það er Björn, sem er prettaður- al' öðrum hvíorum þessara aðilja, en sjálfur hefir hann staðið í skilum og það löngu fyrir greiðsludag. VI. Þetta skýrir e. t. v. hversvegna Lárus Fjeldsted, sem fær víxilinn til innheimtu, krefur ekki Björn, heldur Ingu Lueders um greiðslu á víxlinum, en neitar að taka við fuIlnaðargreiðslLi á víxlinum, þótt Björn bjóðl hana, (sbr. 6. mynd). VII. Björn Þórðarson, lögm. í Rvk, dr. juris, úrskurðar Ingu Lueders fallit, vegna þess, að hún kvaðst ekki geta greitt þenna víxil Björns, (5. mynd), sem er henni og hattaverzlúiiinni óviðkomandi. VIII. Lögneglustjóranum Herm. Jónassyní virðist þykja of skamt gengið og tekur því það ráð, að falsa Christensens víxilinn í afriti til hæstarjettar þannig, að við verzl- unarstimpilinn á þessum víxli (3. mynd), bætir hann orðinu „Reykjavík“, til þess að hann verði samhljóða stimplinum á 5. mynd og svo líti út í afritinu, sem sami stimpilt sje á báðum víxlunum, og að Björn, sem hafði verzlunarstimpilinn undir hendi, hefði stimplað og samþykkt báða víxlana fyrir hönd hattaverzlunar Ingu Lueders. IX. Bókanir lögr.stj. Herm. Jónassonar er ekki áð tnarka. Jafnvel nöfn vitna eru rangt bókuð, (og þá má geta nærri um það, hvernig farið sje með orð þeirra). Árni Ein- arsson heitir í næsta rjettarhaldi Árni Ei- ríksso n. (7. mynd sýnir þetta). X. Björn kemst að því, hvernig H. Jónas- son hegðar sjer og fer um það ýmsum orðum,, sem honum þykja viðeigandi Meiðyrðamál var hafið og sýnir 8. mynd hrafl af þeim. Björn var sektaður fyrir þau af dómaranum, Isl. Árnasyni, en ekki dæmdi hann þau dauð og ómerk. Hiermann áfrýjaði ekki dórnnum. XI. Isl. Árnason trúði ekki Hermanni allt of vel og skipaði því tvo menn til þess áð lesa saman afrit Hermanns og frumgögnin

x

Islenskt rjettarfar í myndum

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Islenskt rjettarfar í myndum
https://timarit.is/publication/1651

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.