Morgunblaðið - 16.12.2021, Síða 1
hagvangur.is
Umsóknarfrestur er til og með 23. desember nk. Umsóknir óskast fylltar út á www.hagvangur.is.
Upplýsingar veita: Gyða Kristjánsdóttir, gyda@hagvangur.is og Katrín S. Óladóttir, katrin@hagvangur.is
Íslenska kalkþörungafélagið ehf. leitar að tæknimönnum til að vinna með
félaginu að uppbyggingar- og viðhaldsmálum í nýrri verksmiðju sem
fyrirhugað er að reisa í Súðavík.
Fyrirtækið starfrækir verksmiðju á Bíldudal og mun verða unnið út frá
henni að uppbyggingu verksmiðjunnar í Súðavík.
Starfið býður menntuðum vélstjóra, vélfræðingi, vélvirkja eða
einstaklingi með sambærilega menntun upp á krefjandi og
skemmtilegt verkefni. Tækjabúnaður er margþættur og áhersla er lögð
á reynslu og lausnamiðaða hugsun í verki. Viðkomandi þarf að leysa
margvísleg verkefni sem tengjast ekki beinni tæknivinnu á meðan
á uppbyggingarvinnunni stendur. Það er verið að leita að metnaðarfullum
og lífsglöðum samstarfsmanni.
Vestfirðir eru framúrskarandi svæði til að búa,
starfa og njóta hreinnar náttúru og kyrrðar.
Þar er öflugt alþjóðlegt þekkingarsamfélag
sem einkennist af sterkri sjálfsmynd og
umhverfisvitund. Á Vestfjörðum er öflug
samfélagsleg þjónusta og fjölbreytt atvinnulíf sem
einkennist af virðingu fyrir umhverfi, samfélagi og
auðlindum.
Tæknimaður – Heillandi uppbyggingarstarf
á Vestfjörðum
hagvangur.is