Morgunblaðið - 16.12.2021, Side 7

Morgunblaðið - 16.12.2021, Side 7
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. DESEMBER 2021 7 Landsnet | Gylfaflöt 9 | 112 Reykjavík | Sími 563 9300 | landsnet@landsnet.is | www.landsnet.is Við leitum að orkubolta Umsóknarfrestur er til og með 27. desember. Sótt er um starfið á landsnet.is. Umsókn þarf að fylgja ítarleg starfsferilskrá og kynningarbréf. Nánari upplýsingar veitir Valka Jónsdóttir á mannaudur@landsnet.is. Um er að ræða nýtt starf í teymi viðskiptaþróunar hjá Landsneti. Starfið felur í sér mótun og gerð markaðsáætlunar auk þess að leiða framsæknar og uppbyggilegar breytingar á viðskipta- umhverfinu í samstarfi við teymið, samstarfsfólk og hagaðila á raforkumarkaði. Við leitum að kraftmikilli manneskju með leiðtogahæfileika sem tekur breytingum fagnandi og getur innleitt þær með sköpunargleði og nýjungagirni að leiðarljósi. Við erum lykilinnviður þjóðarinnar og allt okkar starf snýst um að miðla orku sem drífur áfram lífsgæði og sköpunarkraft samfélagsins til framtíðar. Við leggjum áherslu á virðingu, samvinnu og ábyrgð. Við erum framsækið þekkingarfyrirtæki sem býður kraftmiklu starfsfólki spennandi verkefni við aðstæður þar sem umhyggja, jafnrétti og öryggi eru í fyrirrúmi. Helstu verkefni/verkþættir • Mótun og gerð markaðsáætlunar Landsnets. • Samræming á verklagi þróunarverkefna í markaðsáætluninni. • Samskipti við hagaðila og upplýsingagjöf. • Verkefna- og breytingastjórn valinna þróunarverkefna í viðskiptaumhverfinu. Hæfniskröfur • Háskólamenntun sem nýtist í starfi. Meistarapróf er kostur. • Þekking á og reynsla af mótun stefnu, lausna og innleiðingu breytinga. • Þekking á og reynsla af verkefnastjórn. MPM eða vottun er kostur. • Gott vald á ensku í ræðu og riti. • Góð samskiptahæfni, sköpunargleði, frumkvæði og leiðtogahæfni. Skapaðu spennandi framtíð sem verkefnastjóri viðskiptaþróunar Þátttakandi í íslensku atvinnulífi í 50 ár hagvangur.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.