Víkurfréttir


Víkurfréttir - 18.07.2021, Blaðsíða 4

Víkurfréttir - 18.07.2021, Blaðsíða 4
Sýnileiki Reykjaness eykst Nýir liðsmenn hafa skilað gríðarlegri aukningu í aðsókn á miðla Markaðsstofu Reykjaness Sambandi sveitarfélaga á Suðurnesjum hefur borist öflugur liðsauki í sumar en þrír starfsmenn voru ráðnir til þess að sinna verkefnum fyrir Markaðsstofu Reykjaness og Reykjanes UNESCO Global Geopark. Starfsmennirnir eru Hörður Krist­ leifsson, ljósmyndari, Gunnhildur Björg Baldursdóttir og Smári Hólm Jónsson og voru þau ráðin með styrk frá Vinnumálastofnun. Verkefni þeirra eru öll á sviði markaðsmála og má þar nefna upp­ færslu á nýrri vefsíðu Markaðsstof­ unnar, samskipti við fjölmiðla og greinaskrif, sem og birtingu efnis á samfélagsmiðlum. Liðsaukinn hefur þegar skilað Markaðsstofunni gríðar­ legri aukningu á miðlum og má þar nefna að fylgjendur YouTube­rásar Markaðsstofu Reykjaness (Visit Reykjanes Iceland) eru nú orðnir yfir 1.400. Sýnileiki Reykjanessins hefur því verið aukinn margfalt í sumar og þá hefur nýjasta viðbótin, eldgosið í Geldingadölum, haft mikið aðdráttarafl og verið góð kynning fyrir Reykjanes. Rétturinn Ljúengur heimilismatur í hádeginu Opið: 11-13:30 alla virka daga   Bílaviðgerðir Smurþjónusta    Varahlutir Brekkustíg 38 - 260 Njarðvík sími 421 7979 www.bilarogpartar.is Fagradalshraun skal það heita Lilja Alfreðsdóttir, mennta­ og menningarmálaráðherra, hefur staðfest ákvörðun bæjarstjórnar Grindavíkurbæjar um að það hraun sem nú rennur við Fagradalsfjall verði nefnt Fagradalshraun. Grindavíkurbær óskaði í lok mars eftir tillögum frá almenningi að heitum á ný náttúrufyrirbæri innan sveitarfélagsins. Alls bárust 339 hug­ myndir að heiti á hraunið. Bæjar­ stjórn samþykkti örnefnið Fagradals­ hraun á fundi sínum þann 25. maí og vísaði örnefninu til staðfestingar mennta­ og menningarmálaráðherra með vísan til laga nr. 22/2015. Forliðurinn vísar til Fagradals­ fjalls sem dregur nafn sitt af dal, vestan í fjallinu. Fagradalsfjall var og er eitt þekktasta örnefnið í nágrenni hraunsins. Þá vísar for­ liðurinn einnig til Fagradalsfjalls­ kerfisins sem hraunið rennur úr en það er eitt af nokkrum eldstöðva­ kerfum á Reykjanesskaga. Ljósmynd: Jón Steinar Sæmundsson Götuheiti í nýtt hverfi Reykjanesbæjar Leitað eftir nöfnum sem enda á ...dalur Nýtt hverfi er í undirbúningi í Reykjanesbæ og er framhald af Dalshverfi. Eins og gefur að skilja fylgja nýju hverfi margar nýjar götur sem eru nú nafnlausar en það gengur ekki til lengdar, segir í frétt á heimasíðu bæjarins. Þess vegna vill umhverfis­ og skipu­ lagsráð að leita til bæjarbúa um til­ lögur að nýjum götunöfnum. Götunöfnin verða níu talsins en einnig þarf nafn á hverfistorgið, við torgið verður endastöð strætó og leikskóli. Ekkert hámark eða lág­ mark er á fjölda tillagna og ekki þarf, þó heimilt sé, að tileinka ein­ stökum götum nöfnin. Skilyrðin eru að ending göt­ unafna sé dalur og nöfnin séu hverfinu til sóma. Óhætt er að vísa í þjóðsögur, ævintýri eða kennileiti og sögu svæðisins. En allar tillögur eru vel þegnar. Sett verður saman valnefnd sem tekur saman álitlegustu nöfnin og verði fjöldi tillagna í samræmi við væntingar verður endanlegt val ákveðið með íbúakosningu. Veittar verða viðurkenningar fyrir valin nöfn. Séð yfir Reykjanesbæ. Vogar fagna fjölbreytileikanum Gangbrautir skreyttar með regnbogalitunum Mikil þátttaka var í vinnuskólanum í Vogunum þetta sumarið þar sem ungmenni unnu ýmis störf við garð­ yrkju, vallarumsjón, skráningu fugla, grasslátt og fleira. Hópur ungmenna tók að sér að myndskreyta bæinn og ákveðið var að mála gangbrautir í bænum í litum regnbogans. Að sögn Guðmundar Stefáns Gunnarssonar, íþrótta­ og tómstundafulltrúa Voga og ábyrgðarmanns vinnuskólans, var það gert til að fagna fjölbreyti­ leikanum. „Svo virðist sem mikill einhugur ríki í bænum því að fleiri en einn fengu þá hugmynd að sýna stuðning í verki og mála einhverjar gang­ brautir í bænum í öllum regnbogans litum. Einn hugmyndasmiðanna, Jenetta Líf, fékk það verkefni að mála gangbrautina við skrifstofu sveitarfélagsins og fékk vinkonu sína með í það verkefni,“ segir hann en með skreytingunni vilji sveitarfélagið sýna að Vogar séu fyrir alla. Gangbrautir Voga eru málaðar í öllum regnbogans litum – og í litum Þróttar. Hyllir undir lok eldgossins? Verulega hefur dregið úr virkni eldgossins í Fagradalsfjalli en það hefur nú verið í gangi í um fjóra mánuði. Gosið hófst föstu- daginn 19. mars og hefur vakið mikla eftirtekt og verið aðdrátt- arafl fjölmargra Íslendinga sem og erlendra ferðamanna. Magnús Tumi Guðmundsson, jarðeðlisfræðingur, sagði í sjón- varpsfréttum RÚV að farið væri að draga úr hraunflæði úr gos- stöðvunum á Fagradalsfjalli en gosvirknin hefur verið stopul frá því í lok júní og gígurinn jafnvel legið í dvala dögum saman. „Af hverju er þetta?,“ spyr Magnús Tumi. „Þetta bendir til þess að framboðið, þ.e. magnið niðri, það sé minna að hafa og þess vegna verður þetta óstöðugt. Það getur leitt til þess að gosrásin taki að þrengjast en þetta getur tekið langan tíma.“ Magnús Tumi segir hvorki skjálftavirkni né annað bendi til að gosið vilji brjótast upp á öðrum stað þannig að nú sé að draga úr gosinu og það muni að öllum líkindum fjara út á næstu einum til tveimur mánuðum. „En það er enga ábyrgð hægt að taka á svona,“ bætir hann við. „Þetta er bara áframreikningur á þeim tölum sem við höfum núna síðast og þetta getur breyst.“ Verslunarmannahelgin hjá Þóru Lind Halldórsdóttur: Tjaldið í skottinu og tónlistin í botni – Hvernig eru plönin hjá þér um verslunar­ mannahelgina? „Planið er að setjast upp í bíl með vin- konu minni, vera með tjald í skottinu, setja góða tónlist á, elta góða veðrið og gera það besta úr aðstæðunum.“ – Breyttust plönin eitthvað vegna covid? „Já, það má segja að plönin hafi tekið stóra U-beygju vegna covid. Ég var komin með miða á Þjóðhátíð og gist- ingu í Vestmanna- eyjum alla versl- unarmannahelgina en það bíður betri tíma.“ – Hver er skemmtilegasta minningin þín af verslunarmannahelginni? „Ég á nokkrar góðar, til dæmis þegar ég fór á Þjóðhátíð 2014 og var með stórum vinahópi í húsi alla helgina og það var geggjað veður. Á líka góða minningu af því að vera upp í sveit þar sem maður fór t.d. á hestbak, fjór- hjól og hafði það notalegt.“ – Er eitthvað sem þér finnst ómissandi þessa helgi? „Ég hef í rauninni aldrei átt einhverja hefð varðandi þessa helgi en hún er alltaf skemmtileg þegar maður eyðir henni í stemmningu í góðra vina hópi og með fólki sem manni þykir vænt um – en jú lopapeysan er ómissandi!“ Útgefandi: Víkurfréttir ehf. Afgreiðsla og ritstjórn: Krossmói 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbæ, sími 421­0000. Ristjóri og ábyrgðarmaður: Páll Ketilsson, s. 893­3717, pket@vf.is. Fréttastjóri: Hilmar Bragi Bárðarson, s. 898­2222, hilmar@vf.is Auglýsingastjóri: Andrea Vigdís Theodórsdóttir, s. 421­0001, andrea@vf.is Umbrot/blaðamaður: Jóhann Páll Kristbjörnsson. Dagleg stafræn útgáfa: vf.is og kylfingur.is Víkurfréttir koma næst út miðvikudaginn 11. ágúst. Við stöndum vaktina á vf.is alla daga en svörum ekki mikið í síma. Það má samt alltaf ná í okkur með tölvupósti á vf@vf.is, hvort sem þú þarft að auglýsa eða koma efni í okkar miðla. 4 // víkurFrÉttir á SuðurNESjuM í 40 ár

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.