Alþýðublaðið - 15.01.1920, Page 3

Alþýðublaðið - 15.01.1920, Page 3
ALÞÝÐUBLAÐIÐ ______________3_ Fundur verður haldinn f Styrktarsjóði verkamanna í „Dagsbrún“ sunnudaginn 18. jan. 1930 kl. 7 e. m. í K. F. U. M. kjallaranum. Árfðandi að mæta. Stjórnin. Frá sjónarmiði bannvina ætl- ar Umdæmisstúkan nr, 1 í Rvík að láta ræða bæjarstjórnarkosn- ÍDgar, á fundi, sem hún hefir boðað til og verður haldinn uppi í U.-T.-húsinu í kvöld. Fundurinn hefst kl. 8V2. 25 eigendur erlðafestnianda hafa sent bæjarstjórn erindi þess efnis að erfðafestuskilyrðum verði hreytt þannig, að endurkaupsverð hæjarins á löndum sé hækkað í hlutfalli við aukinn ræktunar- kostnað. Hafnarncfndarfnnd átti að halda 12. jan. til þess að ræða una verkamannaskýli 0. fi. En þar eð einn nefndarmaðurinn (Sv. Bj.) er erlendis, og hvorugur hafnar- nefndarmaðurinn utan bæjarstjórn- ar, Carl Proppé eða Halldór Þor- steinsson, komu á fundarstaðinn, gat enginn fundur orðið fyrir þenDan bæjarstjórnarfund. Nýtt höfðingjasetur. Garðar Gíslason stórkaupmaður hefir keypt 1080 ferm. lóð úr Laufástúni milli gatna þeirra sem eiga að liggja heggja vegna við Staðastað. Reisir hann þar tvílyft steinsteypuhús (íbúðarhús); grunnflötur hússins verður 2161/* fermeter. Ennfrem- úr reisir hann þar útihús (grunn- flötur 25 fermetrar). Sandur í angum Morgunbl. í fyrradag segir Morgunblaðið að naaður einn hafi haft 4 steinolíu- tunnur á sieða, sem einn hestur dró. Blaðið vítti þessa meðferð á hestinum, eins og sjálfsagt var. ■En i gær segir sama blaðið, að 4 8teinolíutunnur séu hæfilegt æki, eu vegna „sands“ sem sé á göt- huum hafi það verið svo erfitt hestinum í þetta sinn. Hver hefir horið sand á göturnar, eða er sandur í augum þess sem skrifaði hlausuna? Skyldi sannleikurinn SaUat ekki sá, að blaðið hafi ótt- ast að styggja Steinolíufélagið með að víta þetta? i. Leiðrétting. í greininni „Moggi Uiinkar0 í blaðinu í gær hefir ulæðst inn sú leiða villa á síðara flálki 2. línu 1. málsgreinar, að oskiljanlegt verður samhengi; þar at;endur hófleysið í stað háfleygið. Máni. Auglýsingar. Auglýsingum í blaðið er fyrst um sinn veitt móttaka hjá Quð- geir Jónssyni bókbindara, Lauga- vegi 17 (bakhús). Sími 286 og á afgreiðslunni á Laugavegi 18 b. Auglýsing. Breytingar á lögum V. K. F. „Framsókn" liggja frammi á af- greiðslu AlþýðubL, féiagskonum til athögunar fyrir næsta aðalfund. Stjórnin. Ouðm. Magnússon prófessor hefir sótt um leyfi til þess að byggja einlyft portbygt íbúðarhús úr timbri á lóð sinni nr. 15 við Suðurgötu; grunnflötur hússins er 116 fermetrar. Einar JÞorkelsson skrifstofu- stjóri Alþingia er nú orðinn nær alheill heilsu aftur, eftir nær tveggja mánaða þunga og hættu- lega legu seinni hluta októbers, nóvembermánuð allan og fyrri hluta desember. Aron Guðmnndsson, Laugav. 25, verkamaður sem vinnur í Kveldúlfi, hrapaði niður stiga og handleggsbrotnaði og fór úr liði á olnboganum á sama handlegg. Niðursoðin smásíid, útlend, er etin í þúsundatali árlega hér á íslandi. Á Akureyri og víðar á Norðurlandi veiðist á hverju vori feiknin öll af smásíld, sem er í engu að baki þessari útlendu smá- síld, hvorki hvað viðvíkur fitu eða stærð eða gæðum öðrum. Þrátt fyrir þessa mergð smásíldar, er engin niðursuðuverksmiðja á Norð- urlandi. En vonandi verður þess ekki langt að bíða, að íslendingar fari sjálfir að flytja út niðursoðna síld. : Xoli konnngur. Eftir Upton Sinclair. (Frh.). Og krakkar Rafiertys, sem voru orðnir góðkunningjar Halls, tóku undir og sögðu: „Herra Mmettii Þykir vfst Spaghetti góð- ar*. Þegar Hallur skyldi við hvað þau áttu, greip hann löngun til þess, að minna á það, að hann hafði viljað búa hjá írlendingnum, en verið vísað á bug; en hann óttaðist að Rafferty gamla mundi ekki falla það gaman sem bezt í geð; hann lét þvf eins og hann hefði alt af haidið að Rafiferty væri ítali. Hann snéri sér alvar- iegur á svip að Rafferty gamla og bar nafn hans fram, með á- herzlu á öðru atkvæði — „Signor Rafferty*, og þetta skemti karlin- um svo mjög, að hann í langan tíma brosti í kampinn þegar hann leit á Hali. Honum leist vel á unga, káta manninn, og gleymdi. að nokkru varkárni sinni, og þegar krakkarnir voru komnir í rúmið, talaði hann frjálslegar en áður um æfi sína í kolanámunum. Einu sinni hafði Rafferty gamli verið á leiðinni til annars og meira. Hann var orðinn vogar- maður í Sankti Josefs-námunni, en hafði sagt lausri stöðu sinni, vegna þess, að honum fanst hann ekki, vegna trúar sinnar, geta gert það, sem honum var skipað að gera. Félagið krafðist, að hversu þungan kolavagn, sem verkamaður sendi upp, skyldi hann aldrei fara yfir víst hámark. Og þegar Rafferty gamli sagði lausri stöðu sinni, frekar en að hlýða slíkpm skipunum, hafði hann auðvitað örðið að hverfa á burtu úr námunni, vegna þess, að allir vissu auðvitað, hvers vegna hann sagði henni lausri, og meðan hann lét sjá sig í nám- unni, var alveg víst, að óánægjan hélst við lfði.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.