Mateno - 01.08.1935, Blaðsíða 2

Mateno - 01.08.1935, Blaðsíða 2
Hollands,en miðstöðin Internacio de Proleta Esperantist-- aro (skammst.I.P.E.) er alþjóðasam- band öreiga-esperantista. Stofnþing þess var haldið'í Berlín dagana 20.-25.ág.1932. Þingið sátu hátt á fjárða hundrað fulltrúa frá ýmsum löndum og var þó fulltrúum Sovjetríkjanna hönnuð þáttaka af þá- verandi valdhöfum Þýskalands. I.P.E., sem nú er f jölmennast. og best skipu- lagt allra esperahtistasamtaka al- þýðunnar,eh óháð öllum pþólitiskum flokkum. IPE er þó fyrst og fremst róttæk stjettarsamtök alþýðu og al- þýðusinna,byggð á grundvelli alþjóð- legrar samhyggju öreiganna(lnternac- isma). Meðlímir þess starfa því í virku sambandi við baráttusamtök hínna vinnandi stjetta í landi sínu og alþ jóðlegar múghreyfingar gegn fasisma,landvinnánga- og hernaðar- stefnu imperialismans. IPE hefur deildir í öllum álfum og f jölda larida.Eru það fyrst og fremst Esp-istaverkalýðssambönd land- anna,sem gengið hafa í IPE í heild. Þá eru einstök fjelög Esp-ista,klúbb- ar og hringir í ýmsum . löndum, sem hafs. gengið í IPE og loks eru svokallaðar "Unuigaj komitatoj"(U.K.).Eru það undirbúningls og sameinandi nefndir, sem hafa þaö hlutverk að sameina alla alþýðusinnaða og róttæka esp-ista í landi ssínu í starfandi stjettarfjel- ag innan vjebanda IPE. Miðstöð og bókaforlag IPE var í Þýskalandi framtil.þess,að Nasistar tóku þar völdin.Beið IPE þá mikið tjón eins og allur annar róttækur fjelagsskapur,bókum þess var brent, þeim sem til náðist,prentsmiðja þess eyðilögð,leiðtogar þess fangelsaðir eða drepnir og deildin í Þýskalandi bönnvið. En IPE lifir og starf þess eflist. Nýir leiðtogar taka upp merk- ið.Bóka- og blaðaútgáfan er flutt til hefur til bráð- abirgða verið flutt til leningrad. Deildin í Þýskalandi starfar ötullega, sem sjest af því að á ráðstefnu IPE í Lille í Prakklandi sátu 8 fulltrú- ar hennar, Allsherjarþing IPE verður haldið í Belgíu á komandi sumri. Aðalmálgagn IPE heitir "Sur Post- eno" og kemur það út hálfsmánaðarlega. Róttáskir Esperantorithöfundar gefa út sitt eigið tímarit.Hið róttæka esp-istauppeldisfræðingasamband gef- ur einnig út tímarit.Utdráttur úr aðalriti uppeldisfræðinga í Sovjet- ríkjunum er gefinn út á esperanto. IPE-deildir og U.K. flestra landa gefa út mánaðarblöð á þjóðtungunum og esperanto, Bókaforlag IPE gefur árlega út fjölda róttækra bóka,þýddra og frumsamdra. Utgáfa bóka á esper- anto eykst óðum í Sovjetríkjunum. IPE er eins og áður er sagt fyrst og fremst stjettarsamtök.En í öðru lagi er það málhreyfing,sem hefur það markmið að taka hið alþjóðlega mál Esperanto í þjónustu stjettabar- áttu öreiganna. Það vinnur því sjer- staklega að útbreiðslu esperantós meðal hinna vinnandi stjetta.Það út- breiðir róttæ'kar nútímabókmentir á esperanto ,loks skipuleggu.r það og hefur forgöngu fyrir alþjóðlegum brjefaviðskiftum verkamanna á esper- anto. Þessi brjefaviðskiptastarfsemi nefnist á esperanto;"Proleta Esper- anto Vr Korespondado"(skammst.P.E.K.) Þessi starfsemi er nú að nokkru haf- in í 28 löndum í öllum heimsálfuntim, P.E.K. er skipulagt á þenna háttt c 1 fyrsta lagi er stofnuð PEK-mið- stöð(centro)í landinu,er leiðir starfið innan lands og hefur be'int samband vio aðal PEK-deildir annara landa,með því t.d.að skiftast 'a blöðum við þær,fyrst og fr’emst frjett- ir af verkalýöshreyfingunni í hverju landi.Þessum frjettum kemur svo PEK- miðstöðin út til almennings í landinu, ýmist í sjerstöku blaði,sem gefið er út á þjóðtungunni,eða annarstaðár þar sem þær fást birtar.

x

Mateno

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mateno
https://timarit.is/publication/1660

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.