Eldhúsbókin - 10.04.1965, Blaðsíða 6
Lítil orðabók
yfir ýmis heiti
á vefnaðarvöru
Acetat, nokkurskonar reyon.
Langir þræðir í bunnum,
silkikenndmn acetatefnum í
kjóla, undirföt o.fl., stuttir
þræðir í uliarefnalíkingum
(acetatull). Má ekki strjúka
með mjög heitu jámi.
Acrilan, gerfiefni. Sterkt efni,
bolir vel bvott. Mölur vinnur
ekki á bví. Strjúkist með
volgu jámi.
Alpaka, mjög fíngert ullarefni,
unnið úr ullinni af lhama-
dýrinu suðurameríska
Amilan, japanskt nylon.
Angora, hlý, silkimjúk efni,
unnið úr ull angorakanín-
unnar, venjulega blönduð
sauðaull.
Anplikation, mynztur, klippt út
úr efni og saumað á annað
efni.
Appretur, „stívelsi" í efnum.
Orð betta er notað yfir ým-
iskonar lokameðferð á efnum,
eins og t.d. begar efnin eru
gerð vatnsbétt o.fl.
Atlask, glansandi, satínofið
silki, ekta silki eða reyon-
silki, stundum með baðmull-
arvend.
Batik, sérstök litatækni.
Mynztrið, sem á að vera á
efninu, er bakið lagi af vaxi,
og liturinn litar efnið aðeins
bar sem vaxið bekur bað
ekki. Brotnu litarákirnar
myndast begar liturinn sígur
niður um rifur í vaxinu. Orð-
ið batik er einnig notað um
efnið sjálft, sem bannig er
meðhöndlað. Batikeftirlík-
ingar einnig gerðar í vélum.
Batist, mjög fíngert, léreftsof-
ið baðmullarefni, einkum
notað í vasaklúta undirföt,
barnaföt o.b.u.l.
Black Watch, skozkt mynztur,
blátt, grænt og svart (heiti á
skozku „clan“ eða ættbálki).
Bobinet, „tjull“.
Baðmull. fræhár baðmullar-
jurtarinnar. Mjög sterkir
þræðir. Efnið mikið notað til
fatnaðar, áklæðis, glugga-
tjalda o.fl. Óblandað eða ofið
með öðru.
Bon Teint, litekta.
Botany, efni úr fíngerðri mer-
inoull.
Bouclé. kjóla- og kápuefni úr
ull eða rayonull með hnökr-
óttu yfirborði.
Broadcloth, upprunalega heitiá
mjög breiðu efni, eins og
nafnið bendir til, nú notað
yfir 1) fíngert, béttofið klæði
með silkiáferð. 2) Fíngert
baðmullarefni, ofið eins og
léreft, notað í skyrtur. 3)
„Kiper“ofin poplin. f „kiper“
vefnaði eru bræðimir ofnir
á ská, og verður efnið við
bað mýkra en léreftsvefnað-
ur, þar sem þræðirnir eru
ofnir langsum og bversum.
Broderie Anglaise, eftir orðun-
um: Enskur ísaumur. Þunnt
baðmullarefni, líkt og moll,
bróderað í vél eftir að bað
hefur verið ofið.
Brokade, bykkt alsilkiefni eða
gerfisilki, mynztrið, líkt og
ísaumur, ofið í efnið. Þykkt
brókaði notað í húsgagna-
áklæði, þynnra efni í kjóla.
Cambric, bunnt bétt, lérefts-
ofið baðmullarefni. Þéttiefni
borið í það, sem gerir það
þétt eins og hör.
Cashmohair, blandað af cash-
mere, mohair og fíng. kam-
garni. f fín, mjúk kápuefni.
Cell-ull, er Rayonull.
Check, köflótt.
Chenille, litlar pjötlur með
pluss-áferð ofnar inn í mjóa
bræði. Efnið aðall. notað í
sloppa og rúmábreiður.
Cheviot, sterk ull af cheviot-
kindinni skozku og efni, ofið
úr henni, einkum cheviot-
tweed.
Chiffon, næfurbunnt, „opið“
(óþétt) léreftsofið efni úr
silki, rayon eða baðmull.
Mjúkt eða lítilsháttar stífað,
einlitt eða mynstrað.
Chintz, mynstrað (venjulega
rósótt) bómullarefni, gljábor-
ið.
Clan Plaids, skozk efni.
Corduroy, breið- eða smáriflað.
Cotton, bómullarefni.
Crepe, efni með óreglulegu yf-
irborði, sem orsakast hvort
heldur af garninu, sem ofið
er úr, vefnaðinum eða
mynztrinu. sem þrykkt er á
efnið.
Cretonne, mynztrað bómullar-
eða hörefni, aðall. notað í
gluggatjöld og sumaráklæði
á húsgögn.
Dacron. amerískt gerfiefni, líkt
og ullarefni, samsvarar enska
nafninu Terrylene.
Damask, áklæði- og dúkaefni,
stórmynstrað, efni úr bóm-
ullarþráðum, hör, silki, ull
og rayon (jacquardvefnað-
ur)
Diagonal, skávefnaður.
Donegal Tweed, einkennist af
hnökruðu yfirborði. Oft í
sterkum -litum.
Double Face, efni, bar sem
rangan er eins og réttan.
Dralon. þýskt gerfiefni í kjóla,
draktir o.fl.
Duchesse, bétt, mjög mikið
gljáandi silki og/eða rayon.
Duvetine, einnig kallað gerfi-
rússkinn.
Etamine, gardínuefni úr bómull
eða rayon, með röndum eða
köflum, sem eru béttofið og
lausofið („gatamynztur) til
skiptis.
Everglaze, bómullarefni, ofið
eins og léreft, venjulega mis-
litt og þrykkt í ekta litum.
Efnið er plastborið í lok,
þannig, að bað krumpast
ekki, hrindir frá sér óhrein-
indum og er auðvelt í bvotti.
Má ekki strjúka bað eftir
bvott.
Faille, silkiefni, efnið eins og
rifs, með breiðum röndum.
Filt, efni úr kinda- eða kanínu-
ull. Efnið er hnoðað (elt eins
og skinn) og þéttað í gufu,
þar til það er orðið mjög
bykkt og bétt.
Finish, efnið bætt á ýmsan hátt
eftir vefnaðinum, svo að á-
ferðin verði fallegri og efnið
hagkvæmara í notkun.
Flannel. enskt heiti á alullar
flóneli, venjul. úr kamgami.
Flónel. léreftsvefnaður úr ull
eða bómull, loðið (kembt) á
réttunni, gott til hlífðar.
Flauel, samanstendur af ofnum
grunni og loðnu yfirborði,
sem eru gamendar, er standa
upp úr grunninum. Nú er
einnig farið að framleiða
gerfiflauel. Nylonflauel er
mjög sterkt, bolir allskonar
hnjask og krumplast ekki.
Foulard, skáofið mjúkt garn úr
Schappegarni („spim silk“).
Einlitt eða mynztrað oft
sýmþrykkt - ljóst á dökkum
grunn. — Notað í trefla,
slifsi, nú tízkuefni í kjóla.
Frotté, bómullar- eða hörefni.
Ofið með lykkjum öðrumeg-
in, stundum báðumegin.
Frottékjólaefni ofin úr hnök-
róttu garni (ekki lykkjur).
Gabardine, béttofið efni úr fín-
gerðu gami, best úr tvinn-
uðu gami úr ull, rayon eða
bómull. Mjög skáofið. Besta
gerðin hefur satínáferð á
röngunni.
Gingham, léreftsofið bómullar-
efni, köflótt eða röndótt.
(„ging-gang“: malayiskt orð
yfir rendur). Notað í kjóla,
skyrtur, svimtur, o.s.frv.
Gobelin. vélofið húsgagna-
áklæði, í jacquardmynztri
(sjá jacquard), eftirlíking á
handofnu, ekta góbelíni.
Gros Grain. bétt, bykkt rifs-
efni, líkt þykku faille. Úr
silki eða rayon, blandað gróf-
gerðri bómull.
Harris Tweed. handofið tweed
frá Harriseyjunum við Skot-
land, framleitt úr ókembdu
garni, blönduðu „kemps“, b.
e.a.s. grófum, litlausum hár-
um, sem gefa efninu hið ein-
kennandi útlit bess. Klæða-
verksmiðjur um allan heim
gera eftirlíkingar af efninu.
Herringbone, eftir orðinu: Síld-
arbein, b-e. efnið er mynstrað
í röndum eins og hryggbein
í fiski.
Hessian, léreftsofið jute-efni.
(Jute em stöngultrefjar af
jutejurtinni, sem vex í Pak-
istan).
Homespun, uppmnal. heima-
ofið ullarefni úr handspimn-
um garnteg. Nú átt við vél-
ofnar eftirlíkingar.
Hör, stöngultrefjar hörjurtar-
innar. Tvenns konar trefjar
em notaðar, 40-60 sm. og
5-20 sm. Hörgarnið er gljá-
andi, bolir vel að teygt sé á
bví og sýgur í sig vatn. Not-
að í gluggatjöld, áklæði og
sumarklæðnað.
Imprimé, mynztrað efni,
mynztrið er brykkt á eftir
að efnið hefur verið ofið.
„Impregnerað“, hvorki veður,
vindur né mölur bítur á bvú
Krumpast ekki,
Interlock, bétt, sléttprjónuð
efni, eins á réttunni og röng-
unni, lykkjuföst að mestu.
Jacouard, efni ofin á jacquard-
vef, sérstakur vefstóll, sem
hægt er að vefa á óvenju
vandasöm mynztur. Dregur
nafn sitt af nafni uppfindinga
manns bessa sérstaka vefn-
aðar, Jacquard.
Japon, alsilki, japanskt, hvítt
Japon er kallað vaskasilki
Java, mjög laust ofið efni í
panamavefnaði (sjá panama-
vefnað). Bómull eða ull.
Jersey, bétt prjónaefni úr fín-
gerðu ullar- eða bómullar-
garni. Ofin efni, sem líkjast
prjóni. Dregur nafn af eyj-
unni Jersey.
Kamgarn, garn spunnið úr ull,
sem er kembd áður en hún er
spunnin Stuttu ullarhárin
eru þannig skilin frá beim
löngu, og löngu hárin lögð
hlið við hlið.
Khaki, eiginl. nafn á sérstökum
lit, en venjul. notað um enska
efnið drilling, sem er skáofið
bómullarefni, eins á réttunni
og röngunni. Notað í vinnu-
fatnað og leikfatnað oil.
Kipurvefnaður. einkennist af
skáofnum línum (sbr.. herr-
ingbone). Þessi vefnaður er
mýkri og teygjanlegri en lér-
eftsvefnaður.
Laine. ull.
Lama, mjög fíngerð ull af lam-
ageitinni. Dýrt efni, notað í
lúxusfatnað aðallega kápur
og frakka.
Lambswool. mjög létt og mjúk
ullarefni úr ullinni af lömb-
um.
Lamé, silkiefni með ífofnum
málmþráðum.
Lastex, teygjanlegt gam, ^ utan
um kjamaþráðinn úr gúmmí
er ofið silki, bómull, rayon
eða nylon. Úr lastexgarni
má bæði prjóna og vefa.
Lavable, má þvo.
Loden, létt, gljúpt ullarefni,
hrindir frá sér vatni, bar eð
hárin vefjast upp í rigningu
og droparnir hrökkva af
þeim. Uppmnalega handofið
úr ull af fé í Týrólaölpun-
um.
Léreftsvefnaður, einfaldasta
vefnaðaraðferðin, bræðimir
liggja í kross eins og í sokka-
stoppi. Slitsterkt, venjulega
eins á réttunni og röngunni.
Maco, efni úr egypzkri bómull,
venjul. prjónavörar.
Manchesterflauel. einnig kallað
velveteen eða velvet. Kallað
eftir ensku iðnaðarborginni
Manchester.
Mareneo, blanda af svartri ull
og fáeinum prósentum af
hvítri ull.
Framh. í næsta blaði.