Eldhúsbókin - 10.03.1977, Blaðsíða 5
Þá, sem hafa tíðar tannskemmdir, ber að
hvetja til að bursta tennur eftir hverja
máltfð.
Séu tennur burstaðar aðeins einu sinni
á dag, ætti það að gerast rétt fyrir hátta-
tíma. Að mörgu leyti af praktískum ástæð-
um — þá gefst betri timi — og einnig
vegna þess að munnvatnsframleiðsla er lítil
meðan maður sefur.
Sama hve oft burstað er, ber að bursta
það vel, að allir hlutar tannanna hreinsist
nægileg vel.
Hvernig ber
að bursta?
Um þetta atriði hafa á undanförnum ár-
um staðið nokkrar umræður. Ýmsar kann-
anir hafa verið gerðar í nokkrum tilraun-
anna hafa þeir er tilraunin var gerð á,
burstað sjálfir, en i öðrum hefur tannlækn-
ir burstað, svo hreyfingarnar geti staðlast.
Rannsóknirnar sýna að almennt hefur
gefist betur að bursta með láréttum hreyf-
ingum. Verst tókst þeim til, sem notuðu
sína „eigin" aðferð og burstuðu ekki með
kerfisbundnum hreyfingum.
Einnig hafa ýmsar tilraunir verið gerðar
með fjölbreytilega lögun tannburstans og
með mismunandi stærðir og hörku. Niður-
stöðurnar hafa orðið ýmsar. Sé notuð þétt-
stæð eða fá hár, næst lítill sem enginn ár-
angur við að fjarlægja skán. Enginn mun-
ur er á, hvernig hárunum er stillt. Hvort
notuð voru nælonhár eða hár úr náttúr-
legum efnum, breytti heldur engu. Hjá full-
orðnum varð engra breytinga vart, eftir því
hvort notaðir voru stórir eða smáir hausar
(en menn eru ósáttir um hvort smábörn
skuli nota bursta með smáum hausum).
Hins vegar virðast menn nokkuð á eitt
sáttir um, að mjúkir burstar séu ákjósan-
legri en harðir, einkum svo hætta sé minni
á að burstinn særi tannhold og tannháls.
En kannski væri skynsamlegast að draga
þá ályktun, að tannburstinn sjálfur skipti
ekki mestu máli, heldur burstunin.
Vélburstar (rafmangstannburstar) geta
komið til greina. Þeir væru þá hentugastir
fyrir einstaklinga, sem eru fatlaðir á hönd-
um, í handleggjum eða axlarlið. Rannsókn-
ir sýna, að sami árangur næst með raf-
magnstannburstum og venjulegum tann-
burstum.
Hve lengi endist
tannbursti?
Það fer alveg eftir þvl hve oft hann er
notaður og hvernig. En almennt mætti full-
yrða, að svo lengi sem burstinn heldur
upprunalegri lögun sinni, sé hann not-
hæfur. Þegar hárin byrja að þæfast, ber að
endurnýja burstann.
Tannsápa
Þvi hefur verið haldið fram, að eina þýð-
ing tannsápu, sé að gera tannburstun
ánægjulega. Með öðrum orðum ættu tenn-
urnar að hreinast jafn vel sé aðeins not-
aður bursti og vatn. En hér er ekki tekið
tillit til þeirra efna, sem eru í nýtízku tann-
sáputegundunum: fægiefni, efni sem verka
á glerunginn, límefni, bragðefni að
ógleymdu flúor.
En varla leikur nokkur efi á að það mik-
ilvægasta sem notað er til að fjarlægja
tannskán, er fyrst og fremst tannburstinn
sjálfur. Sumar rannsóknir benda til þess,
að áhrifin aukist þegar um leið er notuð
tannsápa með slfpiefni (venjulegast kal-
síumkarbónaði = kalk). Tannsápa sú, sem
notuð er daglega má ekki innihalda svo
grófgerð eða ójöfn slfpiefni, að tennurnar
skaddist við það.
Ef tennurnar dökkna, dugar tannburst-
inn ekki einn. Þá getur tannsápa með vægu
slípiefni komið að góðu haldi. Um leið
hindrar það að tennurnar dökkni á ný.
Tannsápa með flúor varnar tannskemmdum.
Það hafa margar rannsóknir leitt f Ijós.
Hreinsa epli
og gulrætur
tennurnar?
í mörg ár hefur það verið viðurkennt, að
epli, gulrót eða annað harðmeti í lok mál-
tíðar er tönnunum heilsusamlegt. En ný-
legar rannsóknir í Sviss og Danmörku
benda til þess, að áhrif slíkra aukabita hafi
verið ofmetin. S'ú „eðlilega" hreinsun
tannanna hefur f mesta lagi þau áhrif, að
hún fjarlægir lausar matarleifar úr munnin-
um. Að tyggja epli getur f vissum mæli auk-
ið munnvatnsframleiðsluna.
Það hefur heldur ekki verið sannað, að
sykurlaust tyggigúmmí hafi nokkur áhrif á
tannskán.
Önnur
hreinsiáhöld
Neytendarannsóknir sýndu t.d. að flestir
Norðmenn nota tannbursta og tannsápu.
Rannsóknir tannlækna hafa um leið sýnt, að
árangur tannburstunar er oft á tíðum ekki
nægilegur, einkum og sér f lagi milli tann-
anna. Þetta er ástæðan til þess, að tann-
skemmdir eru algengari milli tannanna,
heldur en á slitflötunum móti kinn og
tungu. Gingvit (bólga f tannholdi) hefst
enda gjarna fyrst milli tannanna.
Til viðbótar tannburstanum hafa ýmis
önnur hreinsiáhöld verið fundin uþþ.
Tannþráður kemur f góðar þarfir til að
hreinsa á milli tannanna, en hann er fyrst
og fremst ætlaður þeim, sem hafa heilbrigt
tannhold. Nauðsynlegt er, að honum fylgi
leiðbeiningar, svo forðast megi meiðsl á
tannholdi.
Hins vegar krefst notkun tannþráðar
helmingi meiri tíma en hreinsun með tann-
stöglum.
Tannstönglar koma kannske helst að
notum fyrir þá, sem hafa gleitt á milli
tannanna. Þvf er haldið fram, að yngra
fólki með eðlilegt bil milli tanna, ætti ekki
að nota tannstöngla, með tilliti til þess, að
þeir gætu haft skaðleg áhrif. Flestir þeir
tannstönglar, sem mælt er með, eru þrí-
strendir. Einstaka fólk notar pfpuhreinsara
og stoppitvinna.
Tannlæknishjálp
og sjálfshjálp
Hreinlæti munnsins er fyrst og fremst
upp á ábyrgð hvers og eins. En til að ná
sem bestum árangri, ber að koma til full-
komnar leiðbeiningar, helst til hvers ein-
staklings, f tannhirðingu og meðferð
áhalda þeirra, sem til þess eru notuð.
Seint verður gert of mikið af því af hálfu
tannlækna að hvetja fólk til að hirða
tennur sfnar vel, og vara við hinni stöðugu
hættu, sem heilsu þess stafar af tann-
skemmdum. Um leið eiga tannlæknar að
fjarlæga tannstein og fægja burtu tann-
skán, sem sjúklingur getur ekki fjarlægt
sjálfur.
Vissuð þér að?
Elstu tannburstar, sem vitað er um f
Evrópu, eru frá lokum 17. aldar.
Dýrlingur tannlæknislistarinnar — St.
Appollonia — var brennd á báli fyrir trú
sína í Alexandríu árið 249. Sem liður f af-
tökunni voru tennur hennar brotnar úr
henni.
Gervitennur hafa fundist f etrúsfskum
gröfum, og sanna þær, að gervitennur f ein-
hverri mynd voru f notkun þegar fyrir 4000
árum. Slfkar tennur voru gjarna skornar í
fílabein, eða þá að tanngarðurinn var sett-
ur saman úr dýra- eða mannstönnum, sem
tengdar voru saman með léreftssilki, silfur-
eða gullþræði.