Eldhúsbókin - 10.03.1977, Blaðsíða 6
Kjötbollur eru mjög algengur hversdagsmatur á flestum
heimilum. En hefur ykkur nokkurn tíma dottið í hug að
bjóða upp á kjötbollur sem aðalrétt, þegar þið hafið mikið
við? Hvernig væri að prófa það næst þegar þið eigið
von á gestum til miðdegisverðar? Bjóðið upp á góðan for-
rétt og eftirrétt, en hafið aðalréttinn fallega steiktar kjöt-
bollur. Flestum þykja þær góðar bæði fullorðnum og börn-
um og svo koma þær ekki eins illa við þudduna og margt
annað, sem við erum vön að þera á borð við þannig tæki-
færi. Allar erum við vanar að búa til kjötbollur en samt
koma hér á eftir nokkur góð ráð viðvíkjandi matreiðslu á
þeim.
1) Notið gott hakkað kjöt í kjötbollurnar, hvorki of magurt
eða of feitt.
2) Þegar þið hafið hrært kjötfarsið vel saman, látið þið
það þíða í að minnsta kosti 1 klst., til að krydd- og lauk-
bragðið dreifist betur saman við kjötið, einnig verður
það stinnara og þetra að meðhöndla það.
3) Notið matskeið þegar þið mótið bollur úr kjötfarsinu,
og dýfið henni í smjörlíkið á pönnunni áður en þið mót-
ið hverja bollu.
4) Það er mjög áríðandi að steikarpannan sé vel heit og
smjörlíkið fljóti um hana alla, því þá myndast fljótt
skorpa á bollurnar og þær festast þá ekki við pönnuna.
5) Brúnið bollurnar við sterkan hita, en fullsteikið þær síð-
an við vægan hita.
6) Kjötbollur má frysta með góðum árangri. Raðið þeim
frosnum í ofnskúffu og setjið þær í 175°C heitan ofn,
þar til þær hafa gegnhitnað.
Veislukjötbollur
750 g hakkað nautakjöt, 750 g hakkað svinakjöt, 2 dl rasp,
60 g hveiti, 4 dl mjólk, 4 dl rjómi, 5 egg, 2—3 laukar, salt,
pipar.
Blandið saman hakkaða kjötinu, hrærið eggjunum sam-
an við einu í senn. Hrærið þá raspi og hveiti saman við.
Þynnið með mjólk og rjóma. Hrærið vel á milli. Bragðbæt-
ið með salti og pipar. Látið farsið bíða í ca. 1 klst. Bræðið
smjörlíki á pönnu og steikið bollur úr kjötfarsinu. Full-
steikið þær við vægan hita í ca. 10 mín. Athugið að þær
verða að vera gegnsoðnar, annars verða þær ekki góðar.
Því er á annan veg farið með hakkað buff, það má gjarn-
an vera dálítið rautt að innan. Berið soðnar kartöflur með
bollunum, ásamt góðu grænmetissalati. Einnig er hægt
að búa til brúna sósu úr soðinu og bragðbæta hana með
kryddi. Ef þið berið ekki sósu með, er betra að hafa græn-
metissalatið í sósu úr olíusósu eða sýrðum rjóma.
Kjötbollur með bökuðum rauðrófum
vel af þeim. Hrærið saman hakkað kjöt og rifinn lauk.
Hrærið eggin saman við eitt í einu. Hrærið þá saman við
kjötsoð og sýrðan rjóma. Hrærið raspið saman við og
kryddið með salti og pipar. Hrærið farsið vel og látið það
síðan bíða í Vz—1 klst. Mótið eina bollu utan um hverja
sveskju og brúnið þær vel í smjörliki við góðan hita. Full-
steikið þær við vægan hita í ca. 10 mín.
Litlar kjötbollur
1 kg hakkað svinakjöt, 500 g hakkaö nautakjöt, 3 egg, 3
soðnar kartöflur, 3 laukar, steinselja, 4 dl vatn, 3 dl mjólk,
30 g hveiti (V2 dl), salt, pipar.
Hrærið saman hökkuðu kjöti og mörðum kartöflum. Af-
hýðið og saxið smátt eða rífið á rifjárni laukana og hrærið
þeim saman við. Hrærið eggjunum saman við einu í senn
og hrærið vel í á milli þess sem þau eru sett í. Bætið vökv-
anum smám saman út í. Hrærið hveitið saman við, ásamt
steinselju. Látið farsið bíða í ca. 1 klst. Mótið litlar kjöt-
bollur á stærð við valhnetur og steikið þær fallega brúnar
í smjörlíki á pönnu. Fullsteikið þær í ca. 6—8 mín. í allt.
Venjulegar kjötbollur
750 g hakkað svínakjöt, 750 g hakkað kálfakjöt, 2—3 lauk-
ar, 160—180 g hveiti, 3 stór egg, ca. 7 dl mjólk, salt, pipar.
Hrærið saman hakkað kjöt og smáttsaxaðan lauk.
Hrærið eggin saman við. Þynnið með vökvanum og hrærið
farsið vel og lengi. Hrærið þá hveiti saman við. Kryddið
með salti og pipar. Látið bíða ca. 1 klst. Steikið frekar stór-
ar kjötbollur úr farsinu í brúnuðu smjörlíki á pönnu og full-
steikið þær í ca. 10—12 mín. í allt. Snúið þeim við af og til.
Athugið að allar þessar kjötbolluuppskriftir eru ætlaðar
fyrir ca. 10, og í þær allar má nota hakkað kindakjöt í stað-
inn fyrir svínakjöt. Berið með kjötbollunum bakaðar rauð-
rófur eða bakaðar kartöflur eða jafnvel franskar kartöflur.
Fylltar kjötbollur
750 g hakkað nautakjöt, 750 g svinakjöt, 3 dl rasp, 2 lauk-
ar, 4 egg, 3 dl kjötsoð, 3 d! sýrður rjómi, salt, pipar.
Fylling: 150—200 g steinlausar sveskjur.
Hellið sjóðandi vatni yfir sveskjurnar og látið þær bíða
þar til þær eru kaldar. Setjið þær á gatasigti til að renni
Bakaðar rauðrófur
V/2 kg helst nokkuð jafnstórar rauðrófur, gróft salt, 150
g smjör.
Þvoið rauðrófurnar vel og skerið burt það grófa sem er
efst á þeim. Setjið 1 cm þykkt lag af grófu salti í ofnskúff-
una, raðið rauðrófunum ofan á og setjið skúffuna í 200°C 22
FRAMHALD Á BLS. 19