Sókn


Sókn - 04.10.1933, Blaðsíða 3

Sókn - 04.10.1933, Blaðsíða 3
S Ó K N 141 miklu verra þar, en í sumum öðrum laudsblutum, þá láta menn almennt þá skoðun í ljósi, að það hafi versnað sið- an bannið var afnumið í Finn- landi. Sérstaklega í Haparanda (Svíþjóðarmegin) er kvartað yfir, að einkum ungir menn — einnig fjölskyldufeður — fari yfir landamærin til Torneá þar sem helzt lítur út fyrir að menn geti keypt áfengi hve- nær sem vera skal og eins mikið og hver vill hafa. 1 nokk- uð mörgum byggðum er kvart- að yfir því sama. Venjulega drekka menn áfengið í Finn- landi, og koma svo ölvaðir aftur yfir landamærin. Það ger- ir tollþjónum ómögulegt að skiita sér af neinu. En auk þess er vitanlega talsverðu af áfengi smygglað yfir landamær- in, og þó tolleftirlitið hafi ver- ið bætt nokkuð, þá kemur ekki til mála að það geti fyrirbyggt smyggl til fullnustu, eins og nú hagar til. Á nokkrum stöð- um í nánd við landamærin er t. d. unnið að vegagerð. Þang- að venja finnskir leynisalar komur sinar til þess að bjóða verkamönnum ódýrt finnskt áfengi, hið svo nefnda »bjarn- arberjabrennivina, sem fram- leitl er að tilhlutun finnska rikisins í þvi skyni að yfir- vinna áfengissmyglana í sam- keppninni. Sagt er að þeim þyki gott að skipta við Svia, þeir borga eins og upp er sett — og í sænskum peningum.— Ymsar tillögur um varnarráð- stafanir gegn þessum ófögnuði hafa komið fram, þar á meðal að innleiða á ný vegabréfa- skoðun fyrir alla, sem fara yfir landamærin, og einnig að banna drykkfeldum fjölskyldu- feðrum algerlega allar ferðir yfir landamærin«. — »Refor- matorn« endar frásögn sína með þessum orðum: »Það virðist eins og afnám bannsins hafi ekki haft fullt svo góðar afleiðingar, sem spáð var frá hálfu vissra manna í desember 1931. Það er ekki alveg óhugsandi að einhverjir finnskir kjósendur, bæði karl- ar og konur, sem atkvæði greiddu gegn banninu þá, klóri sér dálítið áhyggjufull á bak við eyrað núna og spyrji: »Hvaða vitleysu höfum við nú gert rétt einu sinni?« Islenzkir kjósendur þurfa vel til að gæta, að þeir fái ekki ástæðu til að leggja sömu eða lika spurningu fyrir sig í fram- tíðinni. Höfðingjarnir vilja mig og mér er þá a... sama um almúgann. Þegar eg leit yfir undirskrift- irnar í Andbanninga-plagginu á laugardaginn var rifjaðist upp fyrir mér eftirfarandi saga: Prestur nokkur sótti um brauð í kaupstað og þóttist hafa fengið ákveðin loforð allra höfðingja og heldri manna, sem hlut áttu að máli, fyrir því. Hann var því öruggur um kosningu sina og sagði við einn kunningja sinn: »Höfð- ingjarnir vilja mig, og mér er þá a... sama um almúgann«! En nú fór, eins og stundum endranær, að »oft er í holti heyrandi nær«, og fréttu al- þýðumenn kaupstaðarins um- mæli prests, og það sýndi sig, að þó honum væri sama um þá, var þeim alls ekki sama um hann. Þeir sýndu, að þeir þóttust geta verið án hans, þó höfðingjarnir vildu hann. Þeir sögðu: Nei! — og kusu keppi- naut hans. Höfðingjarnir vilja áfengið — meira og sterkara áfengi —. Þeim er líka sama um »almúg- ann«. En það er ekki víst að alþýðumönnum sé eins sama. Engír vita betur en alþýðu- mennirnir og alþýðukonurnar, hvílíkt böl áfengið er, engir ættu að skilja það betur en alþýðan, að áfengisgróðinn, hvort heldur hann lendir hjá einstökum mönnum eða það litla, sem í ríkissjóðinn rennur, er blóðpeningar dregnir úr vösum fátæklinga, teknir frá svöngum börnura og mæðrum. Enn erum við ekki öll svo gömul og þregit, að við treyst- um okkur ekki til að komast á kjörstað fyrsta vetrardag, til þess að segja eftirminnilegt — Nei. Þó þeim sé saina um okkur, þá getum við sýnt, að okkur er ekki sama — og setjum því krossinn framan við — Nei. Gamall maður. Vínsölubúð er slærnur banki. Þú leggur inn fé þitt — og glatar því. Tímann — og glatar honum. Æruna — og glatar henni. Heilsuna — og glatar henni. Sjálfstjórnþína—ogglatarhenni. Heimilisánægju — og glatar henni. Farsæld konu þinnar og barna — og glatar henni. Sálu þina — og glatar henni. Finnst þér nauðsyn til bera, að slikir bankir séu slar/rœktir og þeim fjölgað með þjóð vorri f

x

Sókn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sókn
https://timarit.is/publication/1675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.