Sókn - 19.04.1934, Side 1

Sókn - 19.04.1934, Side 1
Ritstjóri: Fr. Ásraundsson Brekkan Smáragötu 12 — Rvik. Sirai 4833 — Pósth. 64. ********** SOKN ÚTGEFANDI: STÓRSTÚKA ISLANDS AfgreiCsla: Skrifst. Stórst. íslands. Hafnarstræti 10. Simi 4236. Pósth. 14. ********** III. arg Reykjavik, 19. apríl 1934 16 blað Vilhelm Knudsen, fyrv. verzlunarfulltrúi lézt að beimili sínu bér i bæ 14. f. m., eftir langa vanheilsu. Br. Knudsen var fæddur í Reykjavík 5. ágúst 1866. Hann gerðist snemma félagi Góð- templarreglunnar, gekk í st. Verðandi nr. 9, á fyrstu árum Reglunnar hér í Reykjavík. Hann var þá í skóla. Brátt varð hann hinn ágætasti liðs- maður, áhugasamur og starfs- fús, og hafði betra lag á því en flestir aðrir, að afla nýrra félaga. Árið 1905, var br. Knudsen búsettur á Akureyri, og var þá utan Reglunnar. Um það leyti var »lágfjara« í Reglunni á Akureyri og var sem flestir bindindismenn þar hefðu »mist móðinn«. Svo kvað ramt að útfirinu, að fyrir sunnan var það haft á orði, að þegar Stór- stúkan kæmi norður 1907, myndi þar engin stúka vera með lífsmarki. Var þá til þess ráðs tekið, sem oft áður, þeg- ar mikið lá við, að br. Sigurð- ur Eiríksson regluboði var sendur norður, og sú för hans tókst giftusamlega sem endra- nær. Hann reisti Regluna á Ak- ureyri úr rústum, og honum heppnaðist að fá br. Knudsen inn í hana aftur, gekk hann í st. Brynju nr. 99. Tók nú að lifna aftur yfir Reglunni á Ak- ureyri. Veturinn 1906--07 var hið mikla samkomuhús templ- ara þar fullbyggt, er það eitt hið veglegasta samkomuhús á Vilhelm Knudsen. landinu. Eigi nokkur einn mað- ur þakkir skyldar fyrir það, að því verki var hrundið í fram- kvæmd, þá ber br. Knudsen þær öðrum fremur. Þeir, sem þekktu br. Knudsen, vissu að hann var margra manna maki í því að bera fram til sigurs þau málefni, er hann tók að sér. Eftir að br. Knudsen fluttist frá Akureyri og hingað suður, var hann áfram félagi st. Brynju og var það, þar til st. Dröfn nr. 55 var endurvakin, gerðist hann þá félagi hennar og var það, þar til hann ásamt fleir- um gengust fyrir stofnun st. »1930« nr. 233 vorið 1930. Br. Knudsen var lengst af um- boðsmaður þeirrar stúku og vann henni allt það gagn, er hann mátti meðan kraftar og Gleðilegt sumar! heilsa leyfðu. Hann var kjör- inn heiðursfélagi stúkunnar veturinn 1933, í viðurkenning- ar- og þakklætisskyni fyrir starf sitt þar, vonandi á st. »1930« langt starfslíf fyrir höndum, sem dyggur, einlægur og starf- samur liður í baráttunni fyr- ir bindindismálinu með þjóð vorri, innan vébanda og undir merki* I. 0. G. T. Það var að minnsta kosti bjartans ósk br. Knudsens að svo mætti verða, og vonandi verður honum að ósk sinni. Stórstúkustig tók br. Knud- sen 1907 og hann mætti oft sem fulltrúi á Stórstúkuþing- um. Sæti átti hann í fram- kv.nefnd Stórstúkunnar sem S. G. L. 1927-28 og S. Kap. 1929. Hástúkustig tók hann í Kaupmannahöfn 1917. Viðsem eftir lifum og höldum starfsemi Reglunnar áfram, öldum og óbornum til ómetanlegrar bless- unar, þökkum br. Knudsen fyr- ir starf hans á umliðnum ár- um í þágu bindindismálsins og þjóðarinnar. Einav Björnsson.

x

Sókn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sókn
https://timarit.is/publication/1675

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.