Sókn - 19.04.1934, Side 2

Sókn - 19.04.1934, Side 2
62 S ó K N Fer heimabruggið minnkandi? Viðtal við Björn Blöndal löggæzlumann. Fer heimabruggið minnkandi l landinu9 spyrjum vér Björn Blöndal lögtJæzlumann. »Það er erfitt að svara því játandi eða neitandk, svarar hann, »vegna þess, að það verð- ur í raun og veru að eins ráð- ið af líkum. En víst er um það, að í janúar og febrúar í ár, befir verið minna um drykkju- skap hér í bænum, en um sama leyti í fyrra. Það eru mjög miklar líkur til þess, að það standi í sambandi við, að minna hafi verið um áfengi, og bendir þá í þá átt, að ólög- lega framleiðslan fari minnk- andk. Ðruggararnir eru furðu þrautseigir- Hefir ekki sjálfum bruggmál- unum farið fœkkandi síðan far- ið var að gera verulega gang- skör að því að taka bruggar- ana? »Jú, en það þarf ekki endi- lega að þýða það, að þeir séu að gefast upp við bruggið. t*eir finna ýms ný ráð til að dylj- ast — eins og t. d. »Kalda- dalsbruggið« s. 1. haust bendir á. En með þolinmæði og ár- vekni verður þó venjulega komist fyrir það að lokum. Sumir bruggarar sýna þó næstum ótrúlega þrautseigju, má þar t. d. minna á hið þekkta Fiekkuvíkurmál. Bruggarinn Á- gúst Jóhannsson í Flekkuvik hefir verið tekinn þrisvar sinn- um með stuttu millibili og sat loks inni fyrir brugg i vetur, en skrifar úr fangelsinu heim til sín og hvetur konu sina og sou til þess að vera dugleg að halda brugginu áfram á með- an. En vegna þess að fanga- vörður fann bréfið og gerði lögreglunni í Hafnarfirði að- vart, var hægt að koma í veg fyrir áframhaldandi brugg þar. Áfengi fannst þar nokkurt i gerjun, og ný bruggtæki, sem fundust, sýndu að ekki átti að gefast upp. í Sandgerði var ástandið lika orðið ískyggilegt, en loksins þegar svo var komið að sum- ir bátar gátu ekki róið, vökn- uðu þeir þó upp, og var þá (28. marz), gerð húsrannsókn á þrem stöðum, og fannst brugg á þeim öllum, eða hjá Jóhanni Jónssyni í Landakoti, Stein- unni Schram Þingholtum og Pórði i Flankastaðakoti. Og þá má nefna afengisleit þá er gerð var fyrir skemrastu á tveim bæjum á Rjalarnesi. Hjá Axel EyjólfssyniiDalsmynni gaf hún engan árangur að sinni en hjá Hjálmari Þorsteinssyni á Hofi fundust aftur á móti í þvottahúsi 350 lítrar ígerjun og 11'heilflöskur af fullbrugg- uðu áfengi. Hjálmar kvaðst ekki eiga áhöldin, en hafafeng- ið þau að láni, þó vildi hann ekki nafngreina eigandann. Þetta er nú 3. eða 4 sinn, sem Hjálmar hefir verið stað- inn að bruggi, og sýnir það mjög greinilega, hversu hættu- legt það er, að dómar i þess- um málum eru linlega fram- kvæmdir. Hann segir blátt á- fram sjálfur, að sér sé óhætt að halda áfram. því hann verði ekki setturinn! Sannleikurinn er sá, að manninum væri þörf á, að honum væri komið fyrir á hæli — og einnig ber að lita á það, að þarna eru börn á heimilinu, og hljóta þau að verða alls áskynja, sem fram fer, því »bruggverkstæðið« er áfast eldhúsinu. Bruggið fer minnkandi hér í grend. Samt sem áður held ég að óhætt sé að fullyrða að brugg- ið sé talsvert minnkandi hér í nærsýslunum, Gullbringu- og Kjósarsýslu og Árnessýslu. En það er þó enganveginn upp- rætt enn þá. Það sem mest tefur fyrir og dregur úr árangrinum, er það, að dómunum, sem ganga i málunum er oft linlega full- nægt — eða það dregst að full- nægja þeim. Stundum dregst líka úr hófi fram að rannsaka málin og kveða upp dóma, t. d. er dómur ekki fallinn enn i máli Höskulds Eyjolfssonar í Sauibæl Annað er líka — og það er kannske enn þýðingar- meira í þessu sambandi — og það er að bruggurunum ér ekki gert ókleyft að koma »vöru« sinni a markað. En fyrir það væri hægt að girða með því að skerpa eftirlit með farar- tækjum á sjó og landi. — Lög- gæzlumenn þurfa að fá fullt vald til þess að rannsaka um- ferðarbíla, hvar og hvenær, sem þeim finnst ástæða til. — Með því væri hægt að mestu leyti að fyrirbyggja flutning á ólöglegu áfengi og þá um leið að taka fyrir rætur leynibruggs og leynisölu. T. d. um að eftirlitið er ekki um skör fram og óumflýjan-

x

Sókn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sókn
https://timarit.is/publication/1675

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.