Sókn - 19.04.1934, Page 4

Sókn - 19.04.1934, Page 4
64 S Ó K N „Sókn“ kemur út einu sinni i Yiku. Árg. kostar 4 krónur. Gjalddagi erl. apríl Afgreiðsla Hafnarstræti 10, Rvík. Utanáskrift: »Sókn« Box 14 Rvík. Sölulaun 20°/« af minnst 5 eint. gert til að uppræla það. En er þá ekki önnur hætta á ferð- um, sem yrði engu betri? Nefnilega útbreidd leynisala, bæði á. löglega innfluttu og smygluðu áfengi. Og eins og nú hagar lil með eftirlit yrði svo að segja ómögulegl að koma í veg fyrir það. Örugg- asta ráðið, bæði vegna um- ferðarinnar sjálfrar og eins til að fyrirbyggja leynisöluna, væri að banna allan áfengisflutning með bílunum, bæði bílstjórum og farþegum — og framfylgja því banni með ströngu eftir- liti löggæzlumanna, sem auð- vitað yrðu að hafa það vald, sem eg áður hefi bent á. — En verður þetta gert?« Auðvitað get eg ekki lofað löggæzlumanninum neinu í því efni — enda er reynzlan ekki sú, að hægt sé að vænta skjótr- ar aðgerðar eða mikilla um- bóta frekar fyrir það, þó sterku drykkirnir komi í verzlunina. Nú vantar auðsjáanlega ekki nema herzlumuninn, til þess að vinna bug á leynibrugginu. — Auðvitað gæti sá »herzlu- munur« orðið nokkuð »harð- ur« — fyrir suma — lögbrjóta og ónýt yfirvöld — sem verða að hverfa — en þó vinnandi vegur; það er að sýna sig, að einmitt með þeirri áfengislög- gjöf sem við búum við, þó göll- uð sé, er hægt að sigra. En hverjar eru horfurnar, þegar búið er að afnema hana? Verra og versnandi ástand er það, sem menn mega bú- ast við. Þjóðin verður sjálf að sjá hættuna og forðast hana, læra að fyrirlíta áfengið og freisting- ar þess i öllum, löglegum og ólöglegum, myndum, ef hægt á að vera að gera sér nokkra von um að hér fari betur en áhorfist. En til þess þarf tals- verða hugarfarsbreytingu, frá því, sem nú er. Að minnsta kosti verður allur almenníng- ur að láta sér skiljast, að lög- gæzlumenn, hvar og hvenær sem þeir starfa að því að út- rýma leynibrugginu og leyni- sölunni, eru ekki einungis að gegna skyldu, sem lögin leggja þeim á herðar, heldur eru þeir með því að gegna þessari skyldu að vinna fyrir velfarnað þjóð- arinnar og að afmá einhvern svartasta blettinn, sem á hana hefir fallið á siðari árum. Hverjum þeim, er kallast vill góður borgari landsins, ber því skylda til að gera sitt til að starfsemi löggæzlumanna beri sem beztan árangur. Brugg- arar og leynisalar eiga enga samúð að fá með iðju sinni. t*eir eru skaðræðismenn í þjóð- félaginu á meðan þeir halda uppteknum hætli. Góða skemmtun fengu þeir sem voru í G.T.- húsinu síðasta sunnudagskveld. Ágæt saga, prýðilega lesin, Pianosóló og sjónleikur »Hana- galiðcc og svo að lokum dill- andi dans. Mesta ánægju vakti leikur- inn, sem er mjög fyndinn og eftir atvikum var prýðilega vel sýndur. Furðulegt var að sjá og heyra, hvað blessuð húsmóðirin var gustmikil með sitt eina lunga. Pá var læknirinn eðlilega kím- inn yfir dutlungum frúarinnar. Hermaðurinn hermannlegur og fasmikill og loks — haninn sem yfirsté alla nafr-a sma að raddstyrk og raddfegurð Verði skemmtunin enduitekin næsta sunnudag, ræð eg hverjum sem er að sjá hana og heyra. Áhovfandi. Söngfélag 1. O. G. T. „Hanagalið“, gamanleikur í 2 þáttum, sem leikinn var siðastliðinn suimu- dag, verður endurtekinn næsta sunnudag 22. þ. m. kl. &'/i síð- degis. Aðgöngumiðar seldir í G.T.-húsinu eftir kl. 1 sama dag. Minningarspjöld Sig Eiríkssonarsjóðsins fást hjá Jónasi Tómassyni, ísafirði, — Halldóri Friðjónssyni ritstjóra, Akureyri, — Þor- valdi Arnasyni bæjargjaldk., Hafnarfirði, — og umboðsmönnum stúknanna víðs- vegar um land allt. — Ennfremur á skrifstofu Stórstúkunnar í Rvík. jgry Munið, að málefni Reglunnar er göfugt mál- efni. — Útbreiðið hugsjónir hennar. Kaupendur eru vinsamleg- ast mintir á, að gjalddagi blaðsins var 1. aprll! w Styðjið að út- breiðslu þessa blaðs. Rikisprentsm. Gutenberg.

x

Sókn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sókn
https://timarit.is/publication/1675

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.