Morgunblaðið - 13.01.2022, Side 2

Morgunblaðið - 13.01.2022, Side 2
2 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. JANÚAR 2022 Háskóli Íslands, Sæmundargötu 2, 102 Reykjavík, +354 525 4000, www.hi.is Háskóli Íslands leitar að öflugum leiðtoga fyrir Heilbrigðisvísindasvið sem er eitt af fimm fræðasviðum háskólans. Forseti Heilbrigðisvísindasviðs starfar í umboði rektors. Hann er æðsti yfirmaður og akademískur leiðtogi fræðasviðsins og stjórnar daglegri starfsemi þess. Með forseta fræðasviðs starfar öflugt teymi stjórnenda og sérfræðinga. Ráðið verður í starfið til fimm ára frá 1. júlí 2022. Á grundvelli laga nr. 85/2008 um opinbera háskóla og reglur sem háskólaráð hefur sett getur rektor ákveðið að framlengja ráðningu forseta fræðasviðs til fimm ára í senn. Forseti fræðasviðs er ráðinn af rektor að fenginni umsögn sérstakrar nefndar um ráðninguna. Helstu verkefni og ábyrgð · Stjórnun, útfærsla og framkvæmd stefnu Háskóla Íslands, HÍ26, á vettvangi fræðasviðs. · Fjármál og rekstur fræðasviðs og stofnana sem undir það heyra. · Gæði kennslu, rannsókna og þjónustu. · Starfsmannamál. · Stuðla að og styðja við öfluga liðsheild og faglegt samstarf. · Tengsl við innlenda og erlenda samstarfsaðila. · Stjórnsýsla og stoðþjónusta fræðasviðsins. Hæfniskröfur · Dósentshæfi skv. formlegu mati. · Þekking og reynsla á alþjóðlegu háskólaumhverfi. · Leiðtogahæfileikar. · Metnaðarfull og skýr framtíðarsýn. · Rík samskiptahæfni. · Farsæl reynsla af stjórnun og stefnumótun. Frekari upplýsingar um starfið Laun eru samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og viðkomandi stéttarfélag hafa gert. Starfshlutfall er 100%. Með umsókn þarf að fylgja greinargerð um framtíðarsýn umsækjanda og hvernig hann hyggst vinna samkvæmt stefnu HÍ 2021-2026. Öllum umsækjendum verður svarað og þeim tilkynnt um ráðstöfun starfsins þegar ákvörðun hefur verið tekin. Við ráðningu í störf við HÍ er tekið mið af jafnréttisáætlun skólans: hi.is/haskolinn/jafnrettisaaetlun#markmid2. Vakin er athygli á málstefnu HÍ: hi.is/haskolinn/malstefna_ haskola_islands. Umsóknarfrestur er til og með 07.02.2022 Nánari upplýsingar veitir: Ragnhildur Ísaksdóttir, 525 4355, ragnhildurisaks@hi.is. Forseti Heilbrigðisvísindasviðs Langar þig að vinna á nýju og glæsilegu hjúkrunarheimili HSU á Selfossi, þar sem allur aðbúnaður er eins og best verður á kosið? 31 #! 2( !'(2 0@4/!#&<< ><@!" ) >6#11<;4#?:1 %? 1#<.2(2!":44:1 8;..:><2(, *2! >#1 4@?( #! )=#!>42 ) #;.><264;.?>/:.-.2 :1@..:. 5/72, "2?1#..>6:, :1=&??9: %? 8;!(;.?: "&!;! >69$4><'(;.?:1+ Við erum að leita að hjúkrunarfræðingum, sjúkraliðum og ófaglærðum til starfa frá og með 1. mars. Umsóknir á starfatorg.is. Framtíðarstarf á nýjasta hjúkrunarheimili landsins Skaftfell, myndlistarmiðstöð Austurlands, auglýsir eftir einbeittum, sjálfstæðum og drífandi forstöðumanni með brennandi áhuga á myndlist. Skaftfell er ein af elstu og öflugustu stofnunum um nútímamyndlist á landsbyggðinni. Starf- semi Skaftfells er tileinkuð miðlun, viðgangi og framþróun myndlistar á Austurlandi og er þeim markmiðum framfylgt með öflugri og faglegri sýningardagskrá, rekstri gestavinnustofa og fræðslu fyrir börn og fullorðna í landsfjórðung- num. Starfið felur í sér yfirumsjón með sýningardagskrá, almenna stjórnun, daglegan rekstur og ábyrgð á starfsemi miðstöðvarinnar. Nauðsynlegt er að nýr forstöðumaður hafi búsetu á Seyðisfirði. Hæfniskröfur: • Góð fagþekking á innlendum sem erlendum myndlistarheimi • Reynsla á sviði menningarstjórnunar • Þekking og reynsla af menningarmálum almennt • Frjó og skapandi hugsun • Góð samskiptafærni og forystuhæfileikar • Vönduð vinnubrögð og skipulagshæfileikar • Sveigjanleiki og geta til að vinna sjálfstætt og í teymi Launakjör eru samkvæmt kjarasamningum BHM. Allar frekari upplýsingar veitir Hanna Christel Sigurkarlsdóttir, forstöðumaður, í síma 472 1632 eða á netfanginu skaftfell@skaftfell.is Umsóknarfrestur er til og með 24. janúar 2022. Umsókn skal fylgja náms- og ferilskrá og stutt kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið. Umsóknir berist á netfangið admin@skaftfell.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.