Morgunblaðið - 11.02.2022, Qupperneq 10
10 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. FEBRÚAR 2022
Smáralind – Sími 517 0317 – www.plusminus.is
PLUSMINUS | OPTIC
2 fyrir1 af margskiptum glerjum
TILBOÐ
J
anúar og febrúar geta verið frekar erfiðir mánuðir þar sem lítið er
um að vera og skammdegið, óveðrið og lægðir ríkjandi. Mér finnst
æðislegt að við erum strax farin að sjá bjarta og litríka förðun sem
sýnir sig oft ekki fyrr en yfir hásumar. Það sem heillar mig er að
það þarf alls ekki að hafa mikið fyrir förðuninni, ljómagefandi
farði, náttúrulegar freknur, litaður augnblýantur og bjart gloss. Meira
þarf ekki til,“ segir Björg.
Hún segir að áherslan sé á bjarta og náttúrulega húð og segir enn-
fremur að förðunin verði aldrei góð ef fólk hugsi ekki vel um húðina
sjálfa.
„Í þessum miklu veðrabreytingum sem við búum við er mik-
ilvægasta skrefið í förðuninni að gefa húðinni dúndurraka sem
endist allan daginn og heldur förðuninni ferskri og fallegri. Eitt af
mínum uppáhaldskremum þessa stundina
er Ultra Facial frá Kiehl‘s sem ver
húðina fyrir rakatapi yfir daginn
svo förðunin helst lýtalaus þar til
þú þrífur húðina að kvöldi.
Touche Éclat-ljómafarðinn frá
YSL er minn „go to“ og hefur verið
síðan hann kom endurbættur í fyrra.
Hann hefur miðlungs og út í fulla þekju sem er samt svo náttúruleg og ljóm-
andi á húðinni. Fyrir jafnari húðlit í kringum augun og á þeim svæðum sem
þurfa meiri þekju nota ég Touche Éclat-hyljarann, formúlurnar renna full-
komlega saman og gefa þetta unglega og bjarta ljómaútlit,“ segir hún.
Fyrir þá sem vilja enn meiri frískleika í húð og leggja aðaláhersluna á
hana mælir Björg með Teint Idole Ultra Wear skyggingar- og kinnalita-
stiftunum frá Lancôme.
„Kremuð formúlan bráðnar inn í húðina sem verður lýtalaus og heilbrigð.
Toppurinn yfir i-ið finnst mér svo vera að búa til smá freknur með Brow
Blade-augabrúnapennanum frá Urban Decay, húðin lítur út fyrir að vera
svo sólkysst og lífleg með nokkrum freknum,“ segir hún.
TIPS: Þú getur líka notað skyggingar- og kinnalitastiftin sem augnskugga
og augabrúnapennann í blautan, vatnsheldan og endingargóðan eyeliner.
„Þar sem ég legg oft mikla áherslu á lýtalausa húð finnst mér ekki nauð-
synlegt að bæta miklu á augun og með tísku 2022 í huga er nóg að nota einn
augnblýant til að ramma inn augun eða nota jafnvel sem augnskugga.
Lancôme kom með nýja vatnshelda, smitfría og silkimjúka augn-
blýanta fyrir nokkrum mánuðum sem eru löngu orðnir uppáhalds.
Drama Liquid-augnblýantarnir renna auðveldlega á augun án
þess að erta og eru auðveldir í notkun og blöndun. Dragðu
blýantinn eftir augnháralínunni út í vængjaða línu, teiknaðu
mjóa línu í glóbuslínuna og tengdu við línuna við augnhárin eða
blandaðu formúluna upp frá augnhárum fyrir „smokey“ lúkk.
Það eru engar reglur um hvernig eigi að nota augnblýantinn,
prófaðu þig áfram! Toppaðu augnförðunina með úfnum, nátt-
úrulegum augabrúnum og léttum maskara.“
TIPS: Notaðu augnblýantinn líka í efri vatnslínu fyrir skarpara
augnaráð.
„Nú fer að detta í tímann þar sem margir leggja dökku, möttu og
vel þekjandi varalitunum fyrir léttari og litlausari gloss.
Breyttu til með björtum lit, kóral og bleiku litirnir eru
að koma sterkir inn með háglans og léttri þekju. Ég
nota alltaf varablýant með glossum og varalitum,
bæði til að ramma varirnar betur inn, koma í veg
fyrir að glossið eða varaliturinn renni til og fyrir
betri endingu. Lip Styler-varablýantar frá YSL í
hlutlausu litunum, nr. 20 og 70, eru mínir uppáhalds
og má nota með hvaða varalit sem er. Toppaðu með
glossuðum varalitum í Mademoiselle Shine-línunni frá
Lancôme eða Rouge Volupté Shine frá YSL fyrir næringu,
þægindi og þrýstnari varir.
Ég enda hverja einustu förðun á því að setja All Nighter
Setting-spreyið frá Urban Decay yfir allt andlitið. Ef þú vilt
að förðunin þín endist allan daginn án þess að eyðast, bráðna
eða smita mæli ég með þessu vinsæla spreyi.“
TIPS: Blandaðu einni gusu af setting-spreyinu við smábút af
augnblýantinum þínum og blandaðu fyrir kremaðan, vel
þekjandi og endingargóðan eyeliner eða augnskugga.
Vel mótaðar auga-
brúnir, þó ekki eins og
teiknaðar, mikill mask-
ari og ljósar varir
verða áberandi núna.
Ljósir varalitir í berja-
lit eru vinsælir núna.
Þessi ljómafarði
frá YSL er í
miklu uppáhaldi
hjá Björgu.
Teint Idole Ultra
Wear skyggingar-
og kinnalitastiftin
frá Lancôme gefa
mikinn ljóma.
Þessi vara-
litur frá
Lancôme
er með sér-
lega fallegri
áferð.
Björg Alfreðsdóttir, förðunarfræðingur YSL á Íslandi, er ánægð með náttúrulega en litríka förðunartísk-
una 2022. Hún segir um að gera að stytta biðina eftir sól og sumri með björtum og skemmtilegum litum!
Marta María Winkel Jónasdóttir | mm@mbl.is
Prófaðu að setja á þig
augnlýant eins og gert
er á þessari mynd.
Tískustraumar í
förðun 2022
Björg segir að teiknaðar freknur
eigi upp á pallborðið núna. Til
þess er gott að nota þennan
blýant frá Urban Decay.
Það er nauðsynlegt
að eiga vatnsheldan
augnblýant eins og
þessa sem eru frá
Lancôme.
Svona eiga varirnar
að vera núna! Glans-
andi og þrystnar.
Þessi varalitablýant-
ur frá YSL mótar var-
irnar og gerir það að
verkum að varalit-
urinn helst betur á.
Styttu biðina eftir
sumrinu með
björtum augnblý-
öntum og berjalit-
uðum varalitum
Þetta krem er
nýkomið til Íslands og
gerir mikið fyrir húðina.
Förðunin verður ekki góð
nema undirlagið sé upp á
10. Þetta krem getur
hjálpað til við það.
Þú getur skyggt
andlitið með
ljómapennanum.
Ljómapenninn
frá YSL stendur
alltaf fyrir sínu.