Morgunblaðið - 11.02.2022, Síða 14

Morgunblaðið - 11.02.2022, Síða 14
Þ að er margt sem heillar við Liv Bergþórsdóttur forstjóra sem erfitt er að setja fingur á. Ætli það sé ekki hvað hún nær að halda í að vera jákvæð í lífinu, sama hvað gengur á. Hún hefur sinn smekk á fólki og veit fátt jafn sjarmerandi og fólk sem þorir að hugsa stórt. Liv er einmitt fyrirmynd margra hvað varðar að sækja tækifæri og leiða upp- byggingu fyrirtækja í nýjum bransa. Þótt lífið virðist alltaf leika við Liv þarf hún, rétt eins og við hin, stundum að bretta upp ermarnar og takast á við það. Hún kann hvergi eins vel við sig og í spenn- andi vinnu. Hún starfaði í fjarskiptageiranum í tvo áratugi og hefur setið í stjórnum fjölda fyrirtækja. Í dag er hún forstjóri ORF Líftækni sem er hvað þekktast fyrir Bio- effect-húðvörurnar. Hún er einnig stjórnarformaður Iceland Seafood. Liv er gift Sverri Viðari Haukssyni og hafa þau hjónin mikinn áhuga á við- skiptum og vinnu almennt. Þau hafa verið góð í að deila lífshlaupinu hvort með öðru og hafa í gegnum árin alið hvort annað upp eins og Liv segir sjálf. „Ég er með meira vesen en hann meira jafnaðargeð. Skilin á milli vinnu og frítíma hafa alltaf verið frekar óljós hjá okkur Sverri, en þannig var það líka heima hjá mér í æsku. Ég kem úr ágætlega samheld- inni fjölskyldu þar sem báðir foreldrar unnu úti. Foreldrar mínir hjálpuðu mér Hefur alltaf viljað fara sínar eigin leiðir Liv Bergþórsdóttir veit fátt skemmtilegra en að takast á við nýjar áskoranir í lífinu. Hún kann að meta fólk sem hugsar stórt og framkvæmir. Elínrós Líndal | elinros@mbl.is Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Liv var einstæð móðir þegar hún hnaut um Sverri manninn sinn. Þá átti hún eitt barn og hann tvö og svo eignuðust þau eitt barn saman. 5 SJÁ SÍÐU 16 30 Day Treatment er virkasta varan frá BIO- EFFECT sem inniheldur þrenns konar prótín úr byggi sem þétta og slétta húðina og vinna saman gegn sjáan- legum öldrunarmerkjun: fín- um línum, svitaholum, þurrki, litabreytingum og slappleika húðar. Vor- og sumarlína Acne Studios er glæsileg að þessu sinni en tískuhúsið er í uppáhaldi hjá henni og hefur verið lengi. 14 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. FEBRÚAR 2022 WWW.ASWEGROW.IS

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.