Morgunblaðið - 11.02.2022, Side 22

Morgunblaðið - 11.02.2022, Side 22
É g er stöðugt í fjársjóðsleit og gæti búið til listaverk úr nánast hverju sem er. Þessi list- ræna hugsun leiðir mig áfram í hönnun og fyrirtækjarekstri. Ég stofnaði hönnunarstofuna Karousel á sínum tíma, einnig Reykjavík Art Print sem er útgáfa með samtímalist. Nýjasta verk- efnið er mitt eigið vörumerki sem heitir MXIA.org þar sem ég hanna skartgripi úr rekjanlegum eð- almálmum. Ég bý til alls konar vörur sem eru að mínu mati „betri vörur“. Mín skoðun er sú að við þurfum ekki fleiri vörur, heldur betri vörur með áherslu á vinnsluferlið og endingu. Við eigum að kaupa minna og nýta betur að mínu mati.“ Örlagaríki kuldagallinn og sagan á bak við hann María klæðir sig í kuldagalla við hin ýmsu tækifæri. Nú er hún búin hanna sína eigin útgáfu á þessum galla sem hún segir vera ómissandi í fataskáp hverrar konu á umbreyt- ingaskeiði hennar í lífinu. „Ég vaknaði einn morguninn heima hjá Rebekku frænku minni á Norður-Jótlandi með hræðilegt kvíðakast. Mér fannst eins og heil hersveit væri sest ofan á hjartað mitt og var hrædd um líf mitt í sannleika sagt. Ég var að fara í gegnum sambandsslit og ýmislegt fleira. Þar sem klukkan var einungis fimm að morgni gat ég ekki farið til læknis eða vakið mannskapinn sem ég var að gista hjá, svo það eina sem mér datt í hug var að bjarga mér með því að fara út að ganga. Frænka mín hafði keypt flottan mosagrænan kulda- galla sem hékk í anddyrinu, ég greip hann og stakk mér í stígvél af syni hennar og svo fór ég bara út. Ég man ekki hvaða árstími var, en ég man að ég hugsaði að ég þyrfti að halda á mér hita en gat ómögulega fundið fleira til að klæða mig í. Ég gekk út úr hverfinu hennar og fann lítinn moldarstíg sem ég fylgdi, inn á milli akranna. Allt í kringum mig var enn þá regnvott eftir nóttina og fylgdist ég með sólinni koma upp yfir skóginn í fjarska. Þetta varð björgunin mín og seinna þennan dag keypti ég svona kuldagalla á netinu og hef verið í honum annan hvern dag síðan. Ég fer í hann yfir náttfötin þegar ég keyri börnin í skólann, yfir skrif- stofufötin þegar ég fer út með hundinn og hef ég meira að segja opnað „pop up“-verslun í honum á Laugaveginum. Það er alveg hægt að gera hann fínan með því að vera í háum hælum og hafa hárið flott. Svo er þessi kuldagalli alveg ein- staklega þægilegur.“ Lét draum fjölskyldunnar rætast María hefur ekki setið auðum höndum þegar kemur að heimilinu og hefur verið að gera fjölskylduhúsið upp í mið- borginni. „Það hefur lengi verið draumur fjölskyldunnar, það er mín og foreldra minna, að búa í einu stóru húsi saman, en hvor í sinni íbúðinni. Það hefur verið mjög erfitt að finna hús þar sem íbúð- irnar eru sambærilegar en oft er ein íbúð- in í kjallara sem þá er töluvert minni. Það var óneitanlega skrítið að stíga skrefið þegar við loksins fundum húsnæði sem hentaði en ég sé ekki eftir því og mæli einlægt með þessu. Það er svo margt já- kvætt við að búa nálægt sínum nánustu.“ Kaupir nánast allan fatnað notaðan Hvernig lýsir þú smekknum þínum heima? „Stíllinn heima hjá mér er margbreytilegur. Ég vel hluti sem gera mig ánægða. Gæði hluta og saga þeirra skiptir máli. Ég er mikið fyrir skálar fyrir öll tilefni, úr sem dæmi ólífuviði og þá ímynda ég mér ólífutréð með daufgrænum ílöngum blöðum á þurri sinnepsgulri hlíð á Sardiníu eða Mallorca. Ég hef komist að því að það er langbest að kaupa minjagripina í Góða hirðinum, þar hef ég fundið grímur frá Feneyjum, suðuramerískt keramík, handmálaða diska frá Ítalíu og útskornar myndir frá Afríku úr fílabeinsviði. Ég kaupi líka húsgögn og lampa og geri að mínu. Ég hef keypt um það bil sjö kristalskrónur úr Góða hirðinum núna nýlega og búið til nokkrar nýjar úr þeim. Í borðstofunni er ég með ljós sem er undir áhrifum frá marglyttu, en þetta er krist- alslampi með gamalt bleikt tjull frá dóttur minni og rauðum silkiborðum úr gömlu jólaskrauti, en mér finnst gaman að búa til eitthvað listrænt úr „rusli“. Hvað með þinn eigin persónulegan fatastíl? „Hann er síbreytilegur og ég blanda öllu saman sem mér dettur í hug. Ég elska að fylgjast með tískunni, ef til vill því ég dáist að alls konar hönnun og hef gam- an að nýjungum, en ég kaupi mjög lítið nýtt. Ég versla nánast allt notað og þá helst úr Rauða kross- inum og öðrum nytjaverslunum. Móðir mín, ásamt öðrum sjálf- boðaliðum, rekur nytjaverslunina Allt er mögulegt sem ég og vin- konur mínar stofnuðum saman hér áður, en búðin er í kjallara kirkj- unnar á Ingólfsstræti. Hún er opin tvisvar í viku, á þriðjudögum og fimmtudögum, frá klukkan tvö til sex.“ Hefur fundið Chanel í verslunum með tímabilsfatnað Hvert er uppáhaldstískumerkið þitt? „Ég hef fundið Chanel í versl- unum sem selja tímabilsfatnað, sem er magnað. Ég hef gaman af því að fylgjast með Miu Miu, Stine Goya, Essentiel Antwerp, Balma- in, Jil Sander og D&G, en myndi óska þess að merkin væru umhverfisvænni. Mér finnst skemmtilegt að sjá ný og frum- legri merki verða til og myndi vilja sjá flottu íslensku merk- in framleidd hér heima, í það minnsta að hluta til.“ Hvað þarf maður að hafa í huga þegar maður setur saman fallegan fatnað og skartgripi? „Mér finnst mikilvægt að búa til minn eigin stíl og útlit með því að blanda því saman sem ég á í skápnum. Mér líka miklar andstæður í litum og formum. Ég nota langmest skartgripi úr eðalmálmum eða náttúrulegum perlum og steinum þannig að skartið er örlítið minna og kannski svolít- ið „elegant“ og meira styðjandi við klæðnaðinn.“ María Ericsdóttir Panduro er skemmtilega opin og hefur með árunum lært að lækka aðeins kröfurnar til lífsins, sem hefur gert henni kleift að fara betur með og endurnýta í innkaupum. María Ericsdóttir Panduro viðskipta- fræðingur bjargaði geðheilsunni með því að fara út að ganga í kuldagalla um miðja nótt. Nú hefur hún gert sína eigin útfærslu af þessari flík sem hún mælir með fyrir allar konur á umbreytingatímum í lífinu. Elínrós Líndal | elinros@mbl.is „Ég var í sannleika sagt hrædd um líf mitt“ Kuldagallinn frá MXIA á sér skemmtilega sögu, sem hefur með ákveðið tímabil í lífi Maríu að gera. Heimili Maríu er líkt og listasafn, þar sem hún hefur fundið alls konar verðmæta muni á stöðum eins og Góða hirðinum. 22 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. FEBRÚAR 2022 Smáralind – Sími 517 0317 – www.plusminus.is PLUSMINUS | OPTIC 2 fyrir1 af margskiptum glerjum TILBOÐ

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.