Morgunblaðið - 11.02.2022, Side 30

Morgunblaðið - 11.02.2022, Side 30
L eiðir Laufeyjar Birkisdóttur snyrtifræðings og Friðriks Karlssonar tónlistarmanns lágu fyrst saman fyrir fimm árum þegar þau voru stöðugt að rekast hvort á annað í sundi eða úti í búð á Seltjarnarnesi. Á þeim tíma þekktust þau lítið, en Laufey hafði verið með brúðarmynd Friðriks fyrir augum sér úti í glugga á ljósmyndastúdíói Bonna, fyrrverandi eiginmanns síns til fjölda ára, og kannaðist að sjálfsögðu við hann úr hljómsveitinni Mezzoforte eins og við hin. Friðrik vissi hver Laufey var líka, enda fáar konur jafn heillandi og hún er, og kviknaði strax for- vitni innra með honum að fá að kynnast henni betur. Á þessum tíma bjuggu þau hvort í sinni íbúð á Seltjarnarnarnesinu, Lauf- ey á Rekagranda með börnum sínum tveimur og Friðrik á Eiðistorgi með sínu barni. Í dag búa þau í rúmgóðu huggulegu húsi sem stendur á sjáv- arlóð á Seltjarnarnesi þar sem pláss er fyrir alla á heimilinu, ásamt því sem snyrtistofan Leila Boutique er á fyrstu hæð hússins þar sem gestir stofunnar fá fyrsta flokks húðmeðferðir og slökun sem náð er fram með nuddi og tónlist sem Friðrik gerir úr hljóðverinu sínu á efri hæðinni. „Við Friðrik eigum mjög margt sameiginlegt. Við höfðum bæði dvalið um tíma í Bretlandi, erum skapandi og skemmtileg og deilum mörgum sömu hugmyndum um lífið þótt ég hafi alls ekki verið tilbúin í samband fyrir fimm árum þegar við hittumst fyrir alvöru fyrst.“ Ætli það sé til einn betri tími en annar þegar ástin bankar á dyrnar? „Nei greinilega ekki þegar maður er með mann eins og Frið- rik fyrir framan sig. Það er svo mikill eldur í honum og það sem heillaði mig strax við hann var hversu mikla hæfileika hann er með, og þá ekki bara í tónlistinni heldur einnig þegar kemur að lífinu sjálfu. Ég segi stundum að hann sé mitt andlega gúrú, hann er mín stoð og stytta og saman stöndum við traustum fót- um þótt á móti blási,“ segir Laufey og Friðrik tekur við: „Já ætli lífið hafi ekki kennt manni að það á ekki bara að vera auð- velt. Lífið er alls konar og það er einmitt það sem er svo heillandi við það.“ Stórhuga afi sem sendi börnin út í heim Laufey var sautján ára að aldri þegar hún flutti til Bretlands fyrst þar sem hún skráði sig í menntaskóla. Hugmyndina átti afi hennar, Skarphéðinn Ásgeirsson, frumkvöðull og stofnandi klæðagerðarinnar Amaro á Akureyri á fimmta áratug síðustu aldar. ,,Klæðagerðin framleiddi meðal annars nærföt sem voru seld um land allt. Hann byrjaði á því að smíða leikföng í kjallaranum á húsinu sínu og reisti síðan í upphafi sjöunda áratugarins vöru- hús á Akureyri að erlendri fyrirmynd með ólíkum deildum og alls konar varningi. Við fjölskyldan fengum fljótt áhuga á við- skiptum og vildi afi að við færum öll út í heim til að kynnast öðru tungumáli og fleira fólki. Dvöl mín í Bretlandi náði yfir sex ára tímabil. Ég kom heim eftir eitt ár í menntaskóla en fór svo aftur út þar sem ég fékk mér vinnu við að tína jarðarber áður en ég settist svo aftur á skólabekk í Bretlandi þar sem ég lærði snyrtifræði, leikhús- og kvikmyndaförðun og nudd. Eftir námið hóf ég störf fyrir Guerlain þegar það var fjölskyldufyrirtæki, og rak ég snyrtistofuna Guerlain á Óðinsgötu í 10 ár og hef ég haldið tryggð við vörumerkið allt frá þeim tíma,“ segir Laufey. Hvernig var að læra í Bretlandi og eru þeir duglegir að sækja sér þjónustu snyrtifræðinga? ,,Já. Bretar eru miklu opnari fyrir því að fara í snyrtingu og eru á undan okkur þegar kemur að því að gefa sér tíma í að sinna sjálfum sér. En þetta er allt að koma hjá okkur. Ég mæli með því fyrir alla að fara í snyrtingu í það minnsta einu sinni í mánuði og að líta á snyrtidaginn sem eins konar hvíld eða slök- un, með góðum kremum og alls konar tækjum og tækni sem viðhalda unglegu útliti án skurðaðgerða.“ Laufey er með einstaka húð sjálf og aðhyllist heildrænni meðferð þegar kemur að húðinni. Þar sem farið er ofan í alla þá þætti sem skipta máli til að líta vel út. ,,Ég hef alltaf verið á þeirri skoðun að við þurfum að huga að því hvað við setjum ofan í okkur, ekki síður en hvað við setjum á húðina okkar. Hvað við borðum og hvað við drekkum mikið af vatni, hvern- ig við sofum og ekki síst hvernig við ræktum sálina. Við getum ræktað okkur andlega með því að fara í ræktina, í sund, upp á fjöll og svo get ég seint hætta að mæla með því að leita til sér- fræðinga til að vinna úr flóknum tilfinningum sem koma upp reglulega í lífinu.“ Vönduð krem setja svo punktinn yfir i-ið eins og Laufey orðar það. „Sjálf er ég alltaf með tvö krem í gangi í einu. Ég nota serum með kremunum mínum, bæði morgna og kvölds. Ég er mikil Guerlain-kona, svo get ég ekki mælt nægilega mikið með CACI-húðmeðferðinni sem er fyrir átján ára og eldri. Það var í raun Friðrik sem benti mér á CACI-vörumerkið fyrst út á sýn- ingu í Bretlandi, en ég býð upp á CACI-meðferð sem er stjörnumeðferð með vél sem styrkir húðina og vöðvana undir henni. Andlitið fær á sig unglegra form og mæli ég með allt að tíu tímum í vélinni sem hæglega breytir útlitinu þannig að fólk lítur út fyrir að vera fimm árum yngra.“ Trúir ekki á skyndilausnir í lífinu Hvorki Laufey né Friðrik eru á því að hægt sé að afgreiða hlutina í lífinu í skyndi. ,,Við trúum því að kórónuveiran hafi kennt okkur öllum að leita meira inn á við í lífinu. Við finnum það hér á snyrtistofunni hvað fólk kann meira og meira að meta nuddið og þá slökun sem fylgir með meðferðunum. Það er búið að hægja á okkur og við sitjum nú meira með okkur sjálf en áður. Við þurfum eins að rækta samböndin í lífinu og forgangsraða svo við séum að gera það sem færir okkur hamingju,“ segja þau sammála. Hver er uppskriftin að góðu sambandi að ykkar mati? „Það er eldur í ástinni okkar“ Laufey Birkisdóttir snyrtifræðingur og Friðrik Karlsson tónlistarmaður eru par sem eftir er tekið. Þau búa í fallegu húsi á Seltjarnarnesi þar sem hún rekur snyrtistofu og hann hljóðver. Þau taka líf- inu með stóískri ró og leyfa sér að þrosk- ast fallega með árunum. Elínrós Líndal | elinros@mbl.is Morgunblaðið/Kristinn Magnússon 5SJÁ SÍÐU 32 Laufey og Friðrik hittust fyrst fyrir alvöru í sundi og í búðinni á Seltjarnarnesi. Þau urðu strax miklir vinir og búa nú saman í fallegu húsi á sjávarlóð á Seltjarnarnesi. 30 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. FEBRÚAR 2022

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.