Morgunblaðið - 11.02.2022, Page 32
32 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. FEBRÚAR 2022
sem er eina leiðin til að sambúðin virki. Svo þeg-
ar eitthvað kemur upp á þá leyfum við því ekki
að grassera heldur leysum við það fljótt og vand-
lega,“ segja þau.
Friðrik bendir á að eitt af því sem honum
finnst mikilvægast við sjálfsvinnu er að bera ekki
áföll áfram til barnanna.
„Foreldrar okkar voru auðvitað að gera sitt
besta en þeim þótti mjög mikið mál að heim-
sækja sálfræðing. Okkar kynslóð er ekki þannig,
í það minnsta ekki við. Þegar tilfinningarnar
þurfa að koma fram, þá bara koma þær og þá
hefur maður val um að vinna í þeim eða deyfa
þær. Við höfum ákveðið að takast á við málin en
ekki flýja þau.“
Íslenskar konur blóðheitar eins og konurnar
við Miðjarðarhafið
Hugleiðslutónlistin sem Friðrik gerir hefur
náð vinsældum hér á landi sem og erlendis og
segir Laufey að það slokkni sérstaklega á kon-
unum þegar þær hlusta á tónlistina.
„Ég held að við íslenskar konur séum blóðheit-
ar með miklar tilfinningar líkt og konurnar við Miðjarðarhafið
og það er eitthvað sem er gaman að ná tökum á.“
Er tónlistin þín leið í að róa okkur konurnar, Friðrik?
„Mér hefur alltaf þótt rosalega skemmtilegt að gera tónlist og
hef fengið fleiri tækifæri til þess í lífinu en margir aðrir. Konur
eru svo þær sem hlusta hvað mest á hugleiðslutónlistina, en ég
held hún sé gerð jafnmikið fyrir mig sjálfan og aðra. Ég hef ver-
ið fastur í sama farinu þegar
kom að samböndum áður en ég
kynntist Laufeyju og þurfti að
vinna í því. Ég get alveg sam-
þykkt að konur stjórnist meira
af tilfinningum sínum en við
karlar gerum, en við eigum að
sjálfsögðu alltaf að vera að bæta
okkur líka.“
Er þá sambandið ykkar þann-
ig að þú ert kryddið í samband-
inu, Laufey, og hann jarðteng-
ingin?
„Já kannski, en það er alveg
fönk í honum líka. En hann er
svo djúpur og mikið á andlegu
nótunum að það er mjög róandi
og gott að vera nálægt honum.“
Nú er áfengislaus lífsstíll að
verða meira áberandi, hvernig er að vera par á þeirri braut?
„Lífið kemur í alls konar tímabilum og nú erum við á þessu
fallega tímabili í okkar lífi þar sem við veljum að gera vel við
okkur.
Fólk fær ákveðnar ranghugmyndir þegar það drekkur og á
alltaf erfiðara með að fást við sjálft sig þegar það er að deyfa sig.
Í raun býr áfengi til fleiri vandamál en það leysir. Friðrik hætti
á undan mér og þótt ég hafi aldrei drukkið mikið þá valdi ég að
fylgja honum eftir í því. Enda finnst okkur ekkert smart að geta
ekki passað barnabörnin því amma og afi eru að fá sér í glas. Við
viljum fjárfesta í okkur núna og gefa af því sem við erum að gera
til annarra. Bæði hvað viðkemur tónlistinni og einnig hvað við-
kemur heildrænni heilsumeðferð á snyrtistofunni.“
Laufey hefur haldið tryggð við Guerlain-vörumerkið allt frá
því hún vann fyrir það úti í Bretlandi á sínum tíma. Hún rak
einnig Guerlain-stofuna á Óðinsgötu í 10 ár. Þessi ljós-
mynd er tekin af henni á snyrtistofunni Leila Boutique sem
er til húsa í huggulegu húsi þeirra hjóna á Seltjarnarnesi.
,,Við værum aldrei í svona góðu sambandi ef ekki væri fyrir
góða sjálfsrækt sem við erum bæði í og skynsamar ákvarðanir
sem við höfum tekið á undanförnum árum, svo ekki sé minnst á
góðan vin okkar, fjölskylduráðgjafann Kára Eyþórsson, sem
leiðbeinir okkur óspart í lífsins ólgusjó,“ segir Friðrik sem telur
það vera að færast í aukana að íslenskir karlmenn taki til í til-
finningum sínum.
„Þegar ég fór til Bretlands á sínum tíma, þegar ég var kall-
aður út til að spila á gítar í kvikmyndinni Evítu sem Madonna
lék í, þá héldu margir að ég væri hommi, því ég talaði svo mikið
um tilfinningar mínar. Ætli það hafi ekki sýnt mér hvað íslensk-
ir karlmenn eru miklu opnari með þessi mál en karlmenn í
Bretlandi. Það var þó ekki eins og ég hefði valið að gera þetta,
heldur var bara kominn tími á að skoða hlutina hjá mér.“
Mikilvægt að leyfa fullorðnu fólki að taka ábyrgð á sér
Er hægt að ná jafn langt í tónlist og þú hefur gert án þess að
vinna aðeins í sér og forgangsraða?
„Nei ætli það. Ég er nú lítið fyrir að tala um eigin afrek þegar
kemur að tónlistinni, en hef fengið stærri tækifæri en ég hefði
nokkru sinni þorað að vonast eftir. Eins og þegar ég var feng-
inn til að spila með bresku tónlistarkonunni Kate Bush á 22 tón-
leikum árið 2014. Ég hætti að drekka fyrir fimm árum þegar ég
kynntist Laufeyju, það var ein af þessum góðu ákvörðunum
sem ég hef tekið í lífinu og tel ég að við værum aldrei saman í
dag ef við hefðum ekki bæði stigið þetta góða skref í átt að heil-
brigðari lífsstíl.“
Laufey tekur undir það og bætir við:
„Ég hef farið í gegnum svo margt að þessu leyti. Verið í
löngu hjónabandi, og skilið, verið í brengluðum samskiptum,
andlegu ofbeldissambandi, og ætlað að bjarga mönnum og
fleira sem konur geta lent í. Allt þetta leiddi til
þess að ég þurfti að horfast í augu við mig
sjálfa. Ég get hlegið að þessu núna, eftir að ég
áttaði mig á því að ég gat ekki alltaf kennt öðr-
um um það sem ég var að fara í gegnum. En ég
er mjög forvitin um fólk og trúi alltaf hinu góða
í öllum, en nú kann ég betur að vernda mig í
alls konar aðstæðum og hef valið að vanda mig
við að velja hverja ég umgengst daglega. Að
vera afkomandi endalaust duglegra kvenna er
þannig að maður hefur getað sett sig í alls kon-
ar aðstæður og bara brett upp ermarnar. Það
er eiginleiki sem ég hef að hluta til þurft að
losa mig við. Þótt ég verði alltaf kjarkmikil og
iðin. Það er líka bara mjög kærleiksríkt að
leyfa öðru fullorðnu fólki að læra að taka
ábyrgð á sér. Það sem ég elska sem dæmi við
Friðrik er að hann er ekki meðvirkur með mér.
Það er hægt að fara á dýptina með honum í
samtölum og bæði erum við tilbúin að skoða
okkar hliðar á málunum. Það er það eina sem
virkar að mínu mati.“
Hvernig gengur ykkur að vinna í sama hús-
inu?
„Það hefur bara gengið virkilega vel. Við er-
um heiðarleg við hvort annað og hreinskilin
Laufey er á því að allir skyldu gefa sér einn dag í mánuði sem dekurdag á snyrtistofu þar sem
farið er í meðferðir, fengið er nudd, fótsnyrting eða vax svo dæmi séu tekin. Hér er Laufey með
stjörnumeðferð sem er vinsæl meðferð um þessar mundir í Bandaríkjunum, Bretlandi og víðar.
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
„Ég hef farið í gegnum
svo margt að þessu
leyti. Verið í löngu
hjónabandi, og skilið,
verið í brengluðum
samskiptum, andlegu
ofbeldissambandi, og
ætlað að bjarga mönn-
um og fleira sem kon-
ur geta lent í. Allt
þetta leiddi til þess að
ég þurfti að horfast í
augu við mig sjálfa.“
gið
u 1
vík
systrasamlagid.is
Allar lífrænt vottaðar og beint frá býli
BLACK SEED OLÍURNAR FRÁ VIRIDIAN
FRAMÚRSKARANDI
Systrasamla
Óðinsgöt
101 Reykja
VIÐGERÐAROLÍAN SÚ SÍGILDA