Morgunblaðið - 11.02.2022, Síða 36

Morgunblaðið - 11.02.2022, Síða 36
Niðurstöður nýrrar rannsóknar benda til þess að 12 vikna með- ferð með ChitoCare beauty Hair, Skin & Nails geri húðina sléttari, þéttari og rakari. Kollagenvaran er ein nýjasta varan frá íslenska snyrtivörumerkinu ChitoCare sem sérhæðir sig í lífvirkum húðvörum með mikla virkni. ChitoCare bauty Hair, Skin & Nails er tekið inn í hylkjaformi. Í vörunni eru aðeins íslensk innihaldsefni unnin af ChitoCare, en einnig kís- ill frá Geosilica og íslenskir kalkþörungar. Rannsóknin var unnin af evrópskri húðrann- sóknarstofu sem sérhæfir sig í óháðum rann- sóknum. Raki í húðinni er einn af þeim lykilþáttum sem koma í veg fyrir ótímabæra húðöldrun. Myndir sem teknar eru með Dermoscope-húðrannsóknarmyndavél sýna greinilega áhrif meðferðarinnar. Sléttari, þéttari og rakari húð Um er að ræða húð- meðferð í töfluformi. Hér má sjá augnsvæðið fyrir meðferð. Hér sést augn- svæðið eftir 12 vikna meðferð. 36 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. FEBRÚAR 2022 dags daglega. Vinkona mín sem er „skin care“-áhrifavaldur er mjög ströng þegar kemur að því að nota sólarvörn en ég er ekki að kaupa það að ég þurfi að smyrja sólarvörn á andlitið á hverjum einasta degi í svartasta skammdeginu – þegar eina útiveran sem ég stunda er að fara út úr húsi, inn í bifreiðina, út úr bifreið og aftur inn í hús. En ég nota vörn ef ég er að stunda mikla útiveru, sér í lagi ef það er sól.“ Hvaða snyrtivara er mest notuð í snyrtibuddunni þinni? „Ég er hrifin af Sensai bronzing-gelinu, það gefur manni smá svona „extra“ ferskleika í skammdeginu. Svo er augabrúnablýantur að koma sterkur inn. Ég er tiltölulega nýlega byrjuð að nota svoleiðis. Það virkar svolítið eins og að setja á sig andlit.“ Opin fyrir alls konar snyrtivörum Áttu þér uppáhaldsfarða? „Ég fann einhvern æðislegan farða frá Terry í Madison ilmhúsi fyrir um ári og ég er mjög ánægð með hann. Hann er með hyal- uronic-sýru og SPF 30. Ég nota hann samt ekki mikið dags daglega, meira svona spari.“ Hvað með maskara? „Ég er með frekar „sökkuð“ augnhár og nota bara einhverja Maybellene-drullu. Í bleikri pakkningu.“ Hvort ertu meira fyrir rauðan varalit eða ljósan? „Ég er meira fyrir ljósan, sem dæmi Vel- vet Teddy frá MAC. Ég nota rauðan varalit meira spari, en ég var að kaupa mér æðisleg- an rauðan gloss sem er mjög fallegur.“ Hvaða hreinsvörur notarðu mest? „Ég nota Hrein cleansing milk frá Sóley til að fjarlægja farðann og fylgi því svo eftir með Fersk cleansing foam einnig frá Sóley. Sóley er mamma mín svo ég er mjög hlut- dræg þegar kemur að húðvörum. Mér finnst gaman að prófa alls konar en hennar vörur eru að virka fullkomlega mig. Svo nota ég Glóey-andlitsskrúbbinn um það bil einu sinni í viku.“ E ygló Hilmarsdóttir býr í gamla Vest- urbænum ásamt Sigurði Unnari Birgissyni unnusta sínum og þremur dætrum. Um þessar mundir er verið að sýna sketsaþættina Kanarí í Ríkissjón- varpinu, sem hún leikur í og skrifar. Hún er einnig í meistaranámi í ritlist í Háskóla Ís- lands á milli þess sem hún skipuleggur líf fjölskyldunnar. Hún hugsar vel um heilsuna. „Það er gaman að segja frá því að ég er á netnámskeiði hjá Indíönu Nönnu Jóhanns- dóttur sem heitir „Alvöru matur og gæða- svefn“ sem gengur nákvæmlega út á það – að borða og elda sér alvörumat úr góðum hrá- efnum og huga að svefninum. Það er nefni- lega magnað hvað þetta vinnur saman. Þetta er frábært námskeið sem ég mæli með fyrir alla. Nálgunin hennar Indíönu er svo heil- steypt og hvetjandi. Það eru engin boð og bönn, bara frábær nálgun og leiðir til þess að lifa heilbrigðum lífsstíl.“ Spennandi að prófa að vera önnur manneskja Hvað er það við leiklistina sem heillar? „Ég var einmitt að ræða þetta við vinkonu mína sem er leikkona. Við vorum að spá í af hverju maður fer út í þetta, hvort þetta sé hégómi í manni, þráin eftir athygli. Ég held að í grunninn sé það manneskjan sem er heillandi. Leiklist er um manneskjuna. Það er spennandi að prófa að vera önnur mann- eskja, fá lánað líf einhvers annars, skapa per- sónur. Að segja sögur og læra um sögur ann- arra. En svo er líka bara ógeðslega gaman að leika. Að fá leyfi til þess að vera einhver allt annar en maður er sjálfur, að fá leyfi til þess að vera fullkomlega sturluð týpa. Þetta er kannski bara einhver spennufíkn í grunninn. Maður fær alveg adrenalín úr því að standa fyrir framan fullt af fóki og reyna að fá það til þess að trúa því að maður sé einhver ann- ar, fá það til að hlæja, reita það til reiði, reyna að fá það til að elska mann. Þetta er kannski viss áhættuhegðun.“ Notar ekki sólarvörn í svartasta skammdeginu Hvernig hugarðu að húðinni núna? „Það kemur mér ansi langt að borða hollan og næringarríkan mat og þvo mér í framan. Ég er líka ekkert að mála mig eitthvað of mikið á hverjum degi. Ég nota ekki sólarvörn Mikilvægt að við séum góð hvert við annað Er einhver vara sem þig vantar til að geta hugsað betur um húðina? „Kannski bara einhvern næs maska, en ég elska samt SteinEY-maskann frá Sóley.“ Hvaða snyrtivöru hefur þú alltaf notað? „Ef við erum að tala um bókstaflega þá er það nátt- úrulega sjampó og tannkrem.“ Hvað ættu allir að gera? „Ég vil bara hvetja fólk til þess að horfa á Kanarí á RÚV næstu föstudagskvöld og að koma svo á sýninguna okkar Kanarí í Kjall- aranum í Þjóðleikhús- inu þegar það verður aftur hægt! Og svo bara minna fólk á að vera góð við hvert annað. Sérstaklega börn.“ „Þetta er kannski bara einhver spennufíkn“ Eygló Hilmarsdóttir, leikkona og handritshöfundur, kann mörg góð ráð til að líta vel út þótt hún sé ekki að kaupa gildi þess að smyrja sólarvörn á andlitið í svartasta skammdeginu. Elínrós Líndal | elinros@mbl.is Ljósmynd/Saga Sigurðardóttir Eygló Hilmarsdóttir leikkona mál- ar sig ekki dags daglega en kann nokkur góð ráð til að halda húð- inni góðri yfir veturinn. Velvet Teddy- varaliturinn frá MAC er fallegur ljós litur sem fer mörgum vel. Eygló dreymir um SteinEY- maskann frá Sóley. Sensai bronzing-gelið er mikið notað í skamm- deginu. Hrein-hreinsimjólkin frá Sóley er góð til að fjarlægja farða að mati Eyglóar. Eygló hefur verið á net- námskeiði hjá Indíönu Nönnu Jóhannsdóttur sem heitir „Alvöru matur og gæðasvefn“, þar sem hún er meðal annars að læra að borða og elda mat úr góðu hráefni. Ljósmynd/Colourbox

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.