Morgunblaðið - 17.03.2022, Blaðsíða 2
sem ég er í dag,“ segir þingmað-
urinn Hafdís Hrönn sem telur
sennilegt að mikill vöxtur og íbúa-
fjölgun á Selfossi haldi áfram.
Ekkert bendi til þess að breyting
verði þar á. Í fjölda landa séu jað-
arbyggðir borga að styrkjast í
sessi. Að því leyti sé þróun mála á
Selfossi þar í kring alveg eftir
bókinni.
Uppbygging kostar sitt
„Öll grunnþjónusta er fyrir
hendi í Árborg og þurfi eitthvað
meira er stutt til Reykjavíkur. Þá
eru frábærir skólar á Selfossi og
vel staðið að íþróttunum. Almennt
sagt þá er mjög vel búið að börn-
unum á Selfossi, sem skiptir miklu
máli í nútímanum þegar fjöl-
skyldufólk velur sér stað til bú-
setu. Sveitarfélagið þarf því að
bregaðst hratt við í allri uppbygg-
ingu innviða sem vissulega kostar
sitt, en mun skilar sér margfalt í
fyllingu tímans, segir Hafdís
Hrönn.
Hátt húsnæðisverð á höfuðborg-
arsvæðinu og vitund um gæði þess
að búa úti á landi eru meðal skýr-
inga á mikilli íbúafjölgun á Suður-
landi síðustu árin. Þetta segir Haf-
dís Hrönn Hafsteinsdóttir
þingmaður Framsóknarflokks og
íbúi á Selfossi. Hafdís sem er frá
Ísafirði og Andri Björgvin Arn-
þórsson eiginmaður hennar, sem
er frá Breiðumýri í Suður-
Þingeyjarsýslu, kynntust í laga-
deild Háskóla Íslands. Luku námi
þar vorið 2017 og fóru þá strax í
kjölfarið í íbúðakaup. Festu sér
eign í fjölbýlishúsi við Álalæk við
Selfoss. Una sér þar vel með dæt-
urum sínum tveimur sem eru átta
og fimm ára.
„Við leituðum fyrst eftir íbúð á
höfuðborgarsvæðinu, en fannst
verð of hátt. Fórum því nánast af
rælni að skoða eignir á Selfossi.
Féllum strax fyrir staðnum svo
ekki varð aftur snúið. Urðum satt
að segja strax ástfangin af staðn-
um,“ segir Hafdís Hrönn.
Þörf er á nýrri nálgun
í samgöngumálum
Alla sína Selfosstíð hafa þau
Hafdís Hrönn og Andri sótt vinnu
til Reykjavíkur, eins og svo margir
aðrir gera. Ferðalögin segir hún
venjast fljótt og séu ekkert tiltöku-
mál. Góður fjórhjóladrifinn bíll sé
þó nauðsynlegur í ferðum yfir
fjallið. Sviptingar í veðráttu að
undanförnu með tíðum lokunum á
Hellisheiði gefi þess vegna tilefni
til nýrrar hugsunar í samgöngu-
málum. Bæta þurfi Þrengslaveginn
sem sjaldnar lokast vegna ófærð-
ar. Þess utan sé verið að efla Þor-
ákshöfn í sessi sem inn- og útflutn-
ingshöfn sem aftur krefjist vetri
vegteningar við Reykjavík. Úrbæt-
ur á leiðinni um Þrengsli séu því
mikilvægt verkefni.
„Samfélagið hér er mjög opið og
auðvelt að gerast þátttakandi í því
sem í gangi er. Hafandi áhuga á
samfélaginu fór ég að skipta mér
af bæjarpólitíkinni hér. Þar leiddi
eitt af öðru og kom mér þangað
Urðum strax ást-
fangin af staðnum
Samfélagið er opið og húsnæðisverðið hagstætt.
Hafdís og fjölskylda settust að fyrir austan fyrir
fimm árum. Hún er nú þingmaður kjördæmisins.
Morgunblaðið/Óttar Geirsson
Mun skila sér í fyllingu tímans, seg-
ir Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir.
2 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. MARS 2022
Útgefandi Árvakur Umsjón Sigurður Bogi
Sævarsson Auglýsingar Sigrún Sigurð-
ardóttir sigruns@mbl.is Prentun Landsprent
Forsíðumyndina tók
Sigurður Bogi
Sævarsson
F
jölskyldan var fljót að festa
rætur á Selfossi og hjarta
okkar slær hér. Stemningin
hér er líka einstök, sveit-
arómantík í bæ sem stækkar stöð-
ugt. Hér í götunni minni láta ná-
grannarnir sig líka hvern annan
varða, sem er ótrúlega dýrmætt,“
segir Jónína Ósk Lárusdóttir.
Mikil umskipti
Þau Jónína og Auðunn Örn Gunn-
arsson eigimaður hennar voru að
svipast um eftir sumarhúsi á Suður-
landi til kaups þegar í samtölum
þeirra kom upp sú hugmynd að setj-
ast að á Selfossi. Þetta gekk eftir;
fyrir íbúð í fjórbýlishúsi á höf-
uðborgarsvæðinu fengu þau stórt og
rúmgott einbýlishús í grónu hverfi á
Selfossi. Kostakaup!
„Að flytja hingað er besta ákvörð-
un sem fjöskyldan hefur tekið.
Hingað fluttum um um páskana
2018 og héðan úr Furugrund, sem
er austast í bænum, er eiginlega
stutt í allt sem sækja þarf; vega-
lengdir hér innanbæjar eru ekki
meiri en svo. Á Völlunum í Hafn-
arfirði, þar sem við bjuggum áður,
má eiginlega segja að hafi verið
langt í allt. Umskiptin að þessu leyti
eru mikil,“ segir Jónína sem er
smíða- og myndmenntakennari við
Stekkjarskóla. Auðunn Örn er flug-
maður hjá Atlanta. Er í úthöldum
um heiminn þveran og endilangan í
nokkrar vikur í senn en heima þess
á milli. Þau eiga þrjá syni og hjá
þeim býr sá yngsti; Emil Nói sem er
ellefu ára.
„Okkur reyndist auðvelt að kom-
ast inn í samfélagið hér, en slíkt er
væntanlega mjög undir hverjum og
einum komið. Strákurinn okkar er
virkur í íþróttum og við hjónin erum
í Golfklúbbi Selfoss sem er með frá-
bæran völl hér rétt ofan við bæinn.
Einn þann besta á landinu sem
stendur til að stækka. Í stórum bæ
þarf alltaf uppbyggingu og framfar-
ir,“ segir Jónína Ósk:
Nýjan skóla og sundlaug
„Núna er til dæmis orðið aðkall-
andi að byggja fjórða grunnskólann
hér á Selfossi og ný sundlaug til við-
bótar þeirri sem hér er fyrir hlýtur
að verða reist á allra næstu árum.
Styrkingu innviða þarf að fylgja
fjölgun íbúa og efld þjónusta. Þar
mætti sveitarfélagið gera betur. Nýi
miðbærinn hefur orðið einstök lyfti-
stöng fyrir svæðið, bæði eflt fyrir-
tæki sem hér voru fyrir og eins þau
sem hér hasla sér völl í vaxandi bæ.“
Sveitarómantík ráðandi
í stöðugt stækkandi bæ
Þau leituðu að sumarhúsi en enduðu í einbýlishúsi á Selfossi. Stutt er í alla
þjónustu. Góðir nágrannar. Flutningarnir eru besta ákvörðun fjölskyldunnar.
Morgunblaðið/Óttar Geirsson
Mæðginin Jónína Ósk Lárusdóttir og Emil Nói Auðunsson í notalegri stund við spil og spjall. Gæðastund til að njóta.
Fjölgun íbúa í Árborg er jöfn og stöðug. Samkvæmt spánýjum tölum frá Þjóðskrá eru bæjarbúar nú 10.869 og hafði fjölgað
um 75 frá 1. desember síðastliðnum, en sú dagsetning er jafnan viðmiðunarpunktur í manntali Íslendinga. Á fyrstu mánuðum
síðasta árs voru íbúar í Árborg 10.510 og á sama tíma árið 2017 8.550. Fjölgun síðan þá til dagsins í dag er um 18,7% En
hvað ræður þessari þróun? Hagstætt verð á húsnæði segja sumir, en einnig að vel sé tekið á móti nýbúum í Árborg og þar sé
sömuleiðis auðvelt að gerast virkur þátttakandi í því sem býðst í fjölbreyttu samfélagi. Þá séu atvinnumöguleikar almennt
góðir. Ekkert tiltökumál heldur að sækja atvinnu á höfuðborgarsvæðið, líkt og fjöldi fólks gerir dag hvern. Við tókum fólk tali!
Nú í byrjun mars opnaði Jón Ingi
Sigurmundsson sýningu í Gallerí
Listaseli í Brúarstræti 1 í nýja mið-
bænum á Selfossi. Vatnslitamyndir
af fuglum eru viðfangsefni lista-
mannsins á sýningunni sem stendur
út líðandi mánuð.
Í áratugi hefur Jón Ingi Sigur-
mundsson verið atkvæðamaður í
menningarlífi í Árborg. Hann er
fæddur og uppalinn á Eyrarbakka
og starfaði áður við kennslu og
skólastjórn, tónlistarkennslu og kór-
stjórn. Stjórnaði
Kór Gagnfræða-
skólans á Selfossi
og Kór Fjölbrauta-
skóla Suðurlands.
Jón Ingi hefur
haldið yfir 50 mál-
verkasýningar og
auk þess í Horsens
í Danmörku og tek-
ið þátt í samsýn-
ingum. Gjarnan hefur hann haldið
sig við landslag sem myndefni en
spreytir sig nú á fuglamyndum. Jón
Ingi er félagi í Myndlistarfélagi Ár-
nesinga, Vatnslitafélagi Íslands og
Norræna vatnslitafélaginu – og hef-
ur fengið margvíslegar viðurkenn-
ingar fyrir menningarstarf
Fuglamyndir í Gallerí Listaseli
Vatnslitir Jóns Inga. Ný
myndefni. Menningar-
starf í marga áratugi.
Jón Ingi
Sigurmundsson
Litríkur jaðrakan á vatnslitamynd
sem nú er á sýningunni á Selfossi.