Morgunblaðið - 17.03.2022, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. MARS 2022
ALLTAF RÉTTA
AUGNABLIKIÐ
PRÓTEINRÍKT– FITULAUST iseyskyr.is
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
A
tvinnurekstur á Suðurlandi
stendur nú eins og alla
aðra daga andspænis ótal
áskorunum, verkefnum
sem verður spennandi að leysa
úr,“ segir Sigurður Þór Sigurðs-
son á Selfossi.
„Við þurfum gott fólk á alla
pósta til að mæta óskum og kröf-
um, svo sem faglært fólk í nánast
allar iðn- og tæknigreinar. Efling
náms á því sviði er mikilvægt
verkefni sem ég trúi að allir vilji
bæta úr.“
Fimmtudagurinn 28. apríl næst-
komandi er Dagur atvinnulífsins á
Suðurlandi. Sveitarfélagið Árborg
stendur að viðburðinum og er þar
í samstarfi við Háskólafélag Suð-
urlands, Atorku – Félag atvinnu-
rekenda á Suðurlandi og Félag
kvenna í atvinnulífinu. Frá morgni
og fram eftir degi verður dagskrá
í Hótel Selfossi þar sem fyrirtæki,
félög og stofnanir kynna starfsemi
sína. Í lok dags verður öllum ráð-
stefnugestum boðið í móttöku í
Skyrlandi, sem er upplifunarsýn-
ing í Mjólkurbúinu í miðbæ Sel-
foss.
Fjölbreytt og flókið
Sigurður Þór kemur að þessu
verkefni sem fulltrúi Atorku, en
sjálfur hefur hann um langt árabil
staðið að margvíslegum atvinnu-
rekstri á Selfossi. Í dag er hann
stjórnarformaður TRS, stórs
fyrirtækis í upplýsinga-, tölvu-,
raf- og fjarskiptatækni.
„Dagur atvinnulífsins er við-
burður hugsaður fyrir fólk úr at-
vinnulífinu, frumkvöðla, sveit-
arstjórnarfólk, þau sem starfa við
skóla og raunar öll þau sem láta
atvinnulífið sig varða. Þrívegis á
síðustu árum hefur Atorka með
fleirum staðið að svonefndri
Starfamessu, þar sem ungt fólk
fékk að kynnast hinum ýmsu
störfum hér á svæðinu. Möguleik-
arnir verða æ fleiri, rétt eins og
samfélagið er fjölbreyttara en að
sama skapi flóknara,“ segir Sig-
urður Þór þegar hann fer yfir
sviðið.
Stundum er sagt að dæmigerður
miðaldra karl búsettur á Suður-
landi, sé iðnaðarmaður og konan
kennari eða hjúkrunarfræðingur.
Auðvitað er einföldun á því sem
kann þó að hafa verið fótur fyrir
fyrr á tíð. Sigurður Þór minnir í
þessu sambandi á að í Árborg – og
á Suðurlandinu öllu – búi í dag
fólk með afar fjölbreyttan bak-
grunn, menntun og reynslu.
„Hér er að öllum líkindum
nokkuð sem kalla má þverskurð
vestræns þróaðs samfélags. Mikill
fjöldi Sunnlendinga fer til vinnu
um langan veg á degi hverjum,
svo sem á höfuðborgarsvæðið. Ég
lít þó svo á að allt þetta fólk megi
í raun kalla atvinnuleitendur.
Flestir lýjast á því til lengdar að
aka daglega um langan veg til
vinnu; til dæmis héðan frá Sel-
fossi, yfir Hellisheiðina til Reykja-
víkur og aftur heim að kvöldi.
Flest þetta fólk mun örugglega
taka vinnu sem býðst sem næst
sínu heimili, sé sú vinna sambæri-
leg bæði í kjörum og starfsum-
hverfi, segi ég af eigin raun.“
Stóra matarkistan
Morgunblaðið er í Hádeg-
ismóum í Reykjavík – og úr suð-
urgluggunum í húsi ritstjórn-
arinnar má sjá umferðina út úr
bænum – og öfugt. Straumurinn
er stríður og á vikum dögum eru
áberandi flutningabílar sem koma
að austan, merktir Mjólkursamsöl-
unni, Þykkvabæjar, garðyrkjunni,
SS og fleiri slíkum fyrirtækjum.
Matarkista höfuðborgarsvæðisins
er á Suðurlandi þar sem er stund-
aður blómlegur landbúnaður um
allar sveitir og starfrækt stór sem
smá fyrirtæki í úrvinnslu afurða.
Þeir vinnustaðir eru burðarásar
byggðarlaga.
„Stækkun matarkistunnar á
Suðurlandi er alltaf og endalaust í
gangi. Í öllum framleiðslugreinum
á sér stað mikil framþróun, jafn-
hliða því sem neytendur gera æ
meiri kröfur um fjölbreytni og
vörur sem framleiddar eru sam-
kvæmt viðhorfum dagsins í um-
hverfismálum,“ segir Sigurður Þór
Sigurðsson um stöðu mála og
heldur áfram.
„Á Suðurlandi, til dæmis í lág-
sveitunum og austur í Rang-
árvallasýslu, eru mikil flæmi sem
eru ýmist illa eða ekkert nýtt. Eru
land tækifæranna, til dæmis í
kornrækt eða einhverju því sem
við sjáum ekki fyrir okkur í nú-
tímanum. Vaxtarbroddar Suður-
lands eru annars óteljandi og á
velflestum sviðum atvinnulífsins.
Á þessari stundu liggur beint við
að gera ferðaþjónustuna fjöl-
breyttari og þróaðri en nú er. Ég
segi raunar stundum að hér fyrir
austan fjall slái hjarta ferðaþjón-
sutunna á Íslandi. Hér eru margar
helstu náttúruperlur landsins.
Staðir sem ferðafólk vill heim-
sækja sem er líka fyrirhafnarlítið,
enda erum við hér í næsta ná-
grenni við höfuðborg og al-
þjóðarflugvöll.“
Möguleikar á Suðurlandi æ fleiri
Fjölbreytnin ráðandi á
Degi atvinnulífsins.
Fagnám verði eflt. Á
Suðurlandi er þver-
skurður þróað vestræns
samfélags.
Morgunblaðið/Óttar Geirsson
Þverskurður vestræns samfélag,
segir Sigurður Þór Sigurðsson.
Morgunblaðið/Eggert
Matvælavinnsla er undirstaða í atvinnulífinu á Suðurlandi, þar sem eru blómlegar sveitir. Í framleiðslugreinum er
mikil framþróun, jafnhliða því sem neytendur gera kröfur um framleiðslu eftir nútímaáherslum í umhverfismálum.
Ljósmynd/Aðsend
Set hf. er stórt fyrirtæki á Selfossi, hvar framleidd eru rör og lagnaefni
meðal annars fyrir veitur. Vaxtarbroddar Suðurlands eru óteljandi.
N
ýlega var opnuð lítil skart-
gripaverslun í nýja mið-
bænum á Selfossi þar sem
skartgripir frá íslenskum
hönnuðum eru í öndvegi. Búðin er
nokkurs konar útibú frá verslun
Karls úrsmiðs sem verið hefur við
Austurveginn á Selfossi sl. 57 ár og
ávallt í eigu sömu fjölskyldunnar.
Framkvæmdastjóri þess fyrirtækis
er nú Sigríður Bogadóttir.
Tildrög þess að opnuð var ný búð
segir Sigríður þau að hún og hennar
fólk trúi að miðbærinn verði vinsæll
viðkomustaður ferðamanna. Því sé
íslensk hönnun og fallegar vörur
fyrir bæði erlenda og íslenska ferða-
menn í framlínu verslunarinnar. Þá
megi búast við að afgreiðslutíminn
sé langur, einkanlega á sumrin.
„Heimamenn voru duglegir að
nýta sér búðina fyrir jólin, þótt
vissulega sé miklu meira úrval í
hinni búðinni hér í bænum sem við
rekum,“ segir Sigríður. Verslunin
hefur ekki enn fengið endanlegt
nafn að hennar sögn, en á meðan er
talað um hina búðina.
„Nafnið verður kynnt í apíl og
eitthvað íslenskt og fallegt í sam-
ræmi við varninginn,“ bætir hún við.
Hægt er að kynna sér hvað fæst í
verslunum Karls úrsmiðs á vefsíð-
unni kalliur.is.
Glæsileg hönnun og gjafavara fást í búðinni hjá Sigríði Bogadóttur.
Búðin enn nafnlaus
Íslensk hönnun og fallegar vörur. Útibú úrsmiðs í
hinni búðinni sem er í miðbænum nýja á Selfossi.