Morgunblaðið - 17.03.2022, Page 6

Morgunblaðið - 17.03.2022, Page 6
6 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. MARS 2022 Umhverfis-, orku- loftslagsráðuneytið fer meðmálefni er varða varnir og vöktun náttúruvár og uppbyggingu varnargarða vegna ofanflóða. Leitað er eftir sérfræðingi til að hafa umsjón meðmálaflokknum. Starfssvið sérfræðingsins felur m.a. í sér umsjón með starfsemi ofanflóðanefndar, en hlutverk hennar er m.a. að veita fé til ofanflóðavarna. Hann sinnir jafnframt öðrummálaflokkum og verkefnum á skrifstofunni. Í ráðuneytinu starfar um 50 manna samhentur hópur á sex skrifstofum. Ráðuneytið leggur áherslu á öfluga liðsheild, góð samskipti og starfsanda. Helstu verkefni: • Umsjón með ofanflóðamálum og hættumati vegna náttúruvár, þ.m.t. vegna vatnsflóða, sjávarflóða og eldgosa • Starfsmaður ofanflóðanefndar, sem fer með stjórn ofanflóðasjóðs • Umsjón með undirbúningi framkvæmda vegna uppbyggingu varnargarða og eftirliti með þeim • Þátttaka í vinnu vegna verkefna á sviði náttúruvár vegna ofanflóðavarna • Þátttaka í stefnumótun á málefnasviði skrifstofunnar • Vinna við stjórnsýsluerindi og laga- og reglugerðarvinnu • Samskipti við stjórnvöld, Alþingi og hagsmunaaðila og alþjóðleg samskipti • Þátttaka í vinnuhópum og nefndum á vegum ráðuneytisins og Stjórnarráðsins Hæfniskröfur: • Háskólapróf á sviði verkfræði með meistaragráðu sem nýtist í starfi • Haldbær þekking eða reynsla af stýringu byggingar- framkvæmda eða af sambærilegum verkefnum er kostur • Þekking og/eða reynsla af verkefnastjórnun og teymisvinnu • Mjög góð almenn tölvuþekking og þekking og reynsla af notkun Excel • Þekking og reynsla af opinberri stjórnsýslu er kostur • Frumkvæði, sjálfstæð vinnubrögð og góð samskiptahæfni • Góð kunnátta í íslensku og ensku, bæði í rituðu og töluðu máli og kunnátta í einu Norðurlandamáli er kostur Umsóknarfrestur er til og með 24. mars 2022. Sótt er um starfið á Starfatorgi – starfatorg.is Umsókn um starfið þarf að fylgja starfsferilsskrá og kynningarbréf á íslensku þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og hæfni viðkomandi í starfið. Nánari upplýsingar um starfið veitir Steinunn Fjóla Sigurðardóttir, skrifstofustjóri í umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu (steinunn.fjola.sigurdardottir@urn.is) eða í síma 545-8600. Verkfræðingur á sviði ofanflóðamála Yfirvélstjóri stjórnar og ber ábyrgð á vélgæslu skipsins. Helstu verkefni og ábyrgð: • Yfirvélstjóri sinnir og ber ábyrgð á eftirfarandi verkefnum í samvinnu við skipstjóra og skipa- eftirlitsmenn: - Stjórnar og ber ábyrgð á vélgæslu skipsins og sér um óaðfinnanlegan rekstur, meðferð og viðhald á búnaði skipsins. - Hefur umsjón með birgðarhaldi og daglegum rekstri vélbúnaðar skipsins. - Ber ábyrgð á verkaskiptingu og starfstilhögun annarra vélstjóra/starfsmanna í vél. - Ber ábyrgð á reglubundnum skoðunum, viðhaldi og eftirliti á búnaði skipsins ásamt skráningu og utanumhaldi. - Ber ábyrgð á öryggismálum í vélarrými. • Yfirvélstjóri skal sinna öðrum þeim störfum sem falla undir verkssvið vélstjóra ásamt öðrum þeim verkum sem skipstjóri felur honum. Menntunar og hæfniskröfur: • Hefur lokið viðurkenndu námi sem gefur að lágmarki vélstjórnaréttindi VS I. • Lokið öryggisfræðslunámskeiði frá Slysavarnar- skóla sjómanna eða öðrum viðurkenndum aðila. • Starfsreynslu sem nýtist í starfið. • Kostnaðarvitund og aðhald í rekstri. • Geta tekið ákvarðanir skjótt og vel. • Gott vald á talaðri og ritaðri íslensku. Umsóknarfrestur er til 31. mars 2022. Sótt er um starfið með því að senda tölvupóst með öllum helstu upplýsingum, ásamt ferilskrá, á info@fiskkaup.is. Nánari upplýsingar um starfið veita skipstjórarnir Helgi Aage Torfason og Pétur Karl Karlsson í síma 412-1174 eða í tölvupósti, helgi@fiskkaup.is og petur@fiskkaup.is Kristrún RE er línu- og netaskip sem gerð er út á Grálúðunet yfir allt árið, róið er eftir skiptimanna- kerfi. YFIRVÉLSTJÓRI Á KRISTRÚNU RE-177 Fiskkaup leitar eftir yfirvélstjóra til starfa á netaskipinu Kristrúnu RE-177 sem gerð er út frá Reykjavík Síðumúla 5 • 108 Reykjavík • 511 1225 • intellecta.is RÁÐGJÖF RÁÐNINGAR RANNSÓKNIR

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.