Morgunblaðið - 17.03.2022, Síða 7

Morgunblaðið - 17.03.2022, Síða 7
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. MARS 2022 7 Umsóknarfrestur er til og með 26. mars 2022. Umsóknum skal skilað á netfangið arvakur.is/storf með ferilskrá og kynningarbréfi í viðhengi. ÁRVAKUR er útgefandi Morgunblaðsins og mbl.is. ásamt því að reka útvarpsstöðvarnar K100 og Retró. Dótturfyrirtæki Árvakurs eru Landsprent og Edda útgáfa. Árvakur er lifandi vinnustaður þar sem ríkir góður starfsandi og sterk liðsheild. Leitum við að öflugum liðsmönnum Vegna aukinna umsvifa ÁRVAKUR ÁRVAKUR Starfsmaður í auglýsingadeild Árvakur leitar eftir skipulögðum og nákvæmum einstaklingi til að halda utan um birtingaáætlanir. Leitað er eftir metnaðarfullum, félagslyndum og talnaglöggum einstaklingi sem býr yfir drifkrafti og er sérstaklega góður í mannlegum samskiptum. Reynsla af verkefnastjórnun er kostur. Um er að ræða framtíðarstarf og starfshlutfallið er 100%. Helstu verkefni og ábyrgð: • Umsjón birtingaáætlana • Samskipti við auglýsendur og sölumenn • Aðstoða við innleiðingu á nýju sölukerfi Nánari upplýsingar um starfið veitir Silja Jóhannesdóttir, sölustjóri, í síma 569 1170 eða á siljaj@mbl.is. Hefurðu áhuga á fólki og ert góður penni? Mest sótti vefur landsins, mbl.is, leitar að öflugum blaðamanni í sumarstarf til þess að skrifa um dægurmál. Viðkomandi þarf að hafa brennandi áhuga á fólki og öllu því tengdu, góða samskiptahæfileika, frumkvæði og metnað í starfi. Hæfniskröfur: • Háskólamenntun er æskileg • Mjög góð íslenskukunnátta • Góð færni í erlendum tungumálum nauðsynleg Nánari upplýsingar um starfið veitir Marta María Winkel Jónasdóttir, fréttastjóri, í síma 569 1194 eða á martamaria@mbl.is. Sölu- og markaðsfulltrúi Árvakur óskar eftir að ráða kraftmikinn og áhugasaman einstakling til starfa við sölu auglýsinga. Starfið felur í sér sölu auglýsinga í Morgunblaðið og á mbl.is. Hæfniskröfur: • Vera jákvæður og öflugur í mannlegum samskiptum • Nauðsynlegt er að viðkomandi hafi mikla skipulagshæfileika • Hafi getu og metnað að taka þátt í vaxandi starfsemi Árvakurs Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst. Nánari upplýsingar um starfið veitir Silja Jóhannesdóttir, sölustjóri, í síma 569 1170 eða á siljaj@mbl.is.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.