Morgunblaðið - 17.03.2022, Side 9

Morgunblaðið - 17.03.2022, Side 9
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. MARS 2022 9 Skrifstofustjóri húsnæðis- og skipulagsmála Hæfnikröfur • Háskólapróf sem nýtist í starfi. Framhaldsmenntun skilyrði eða umfangsmikil stjórnunarreynsla sem nýtist í starfi. • Árangursrík reynsla af stjórnun. • Árangursrík reynsla af stefnumótun og áætlanagerð. • Framsýni, drifkraftur, metnaður og skipulagshæfni. • Þekking og reynsla af opinberri stjórnsýslu er kostur. • Afburða hæfni til að tjá sig og eiga samskipti í ræðu og riti á íslensku og ensku. • Hæfni til að skapa liðsheild ásamt jákvæðu og lausnamiðuðu hugarfari. Helstu verkefni og ábyrgð • Ábyrgð á stjórnun og rekstri skrifstofunnar í samræmi við áætlanir og markmið. • Umsjónmeð stefnumótun í málaflokkum, áætlunum, umbótum og framtíðarþróun. • Forgangsröðun og framkvæmd verkefna í samræmi við áætlanir og skipulagning á faglegu starfi. • Tekur virkan þátt í samhæfingu áætlana ámálefnasviði ráðuneytisins. • Leiðir víðtækt samráð við stofnanir og hagaðila. Innviðaráðuneytið leitar að öflugum stjórnanda, sem hefur brennandi áhuga á húsnæðis-, mannvirkja- og skipulagsmálum til að stjórna nýrri skrifstofu húsnæðis- og skipulagsmála og taka þátt í að móta framtíðarstefnu í þessum málaflokkum. Nýtt og öflugt innviðaráðuneyti tekst á við nýja tíma. Hlutverk þess er að líta eftir, upplýsa og leiða samfélagið til aukinna lífsgæða. Í ráðuneytinu fara saman mikilvægir málaflokkar, s.s. húsnæðismál, mannvirkjamál, skipulagsmál, sveitarstjórnarmál, byggðamál og samgöngumál. Stefnur og áætlanir í þessum málaflokkum eru samhæfðar. Skrifstofa húsnæðis- og skipulagsmála er ný skrifstofa sem mun hafa umsjón með stefnumótun á sviði húsnæðis-, mannvirkja- og skipulagsmála og framkvæmd laga í samræmi við stefnu stjórnvalda og alþjóðlegar skuldbindingar. Innviðaráðuneytið Skipað verður í embættið tilfimmára frá ogmeð 1. júní 2022. Umer að ræða fullt starf. Ráðuneytið hvetur alla hæfa einstaklinga til að sækja um, óháð kyni. Umsóknarfrestur er til og með fimmtudeginum 31. mars nk. Umsókn skal skila rafrænt á irn@irn.is. Nánari upplýsingar um starfið á starfatorg.is. Nánari upplýsingar um starfið veitir Ragnhildur Hjaltadóttir ráðuneytisstjóri, ragnhildur.hjaltadottir@irn.is eða 545-8200. Að gera betur í dag en í gær er drifkraftur nýrra hugsana og betri árangurs. Starfsmenn eru lykill að árangri allra fyrirtækja. Rannsóknir auka þekkingu og gera ákvarðanir markvissari Intellecta ehf. Síðumúla 5 108 Reykjavík 511 1225 intellecta.is Intellecta er sjálfstætt þekkingarfyrirtæki stofnað árið 2000. Við vinnum með stjórnendum við að auka árangur, bæta rekstur og efla stjórnun. Ráðgjafar Intellecta hafa sterkan faglegan bakgrunn og víðtæka alþjóðlega reynslu. Þennan grunn notum við í samvinnu við viðskiptavini til að móta hugmyndir sem skipta máli og í innleiðingu lausna sem skila árangri.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.