Fylkir


Fylkir - 02.05.2022, Blaðsíða 2

Fylkir - 02.05.2022, Blaðsíða 2
2 FYLKIR - 7. maí 2022 Útgefandi: Eyjasýn ehf. fyrir hönd Sjálfstæðisfélaganna í Vestmannaeyjum. Umbrot: Leturstofan Prentun: Stafræna Prentsmiðjan. Upplag: 1800 eintök. Ritnefnd: Eyþór Harðarson, ábm. Arnar Sigurmundsson Jarl Sigurgeirsson Thelma Hrund Kristjánsdóttir Gísli Stefánsson Skólagangan er samkvæmt lögum í 10 ár, heill áratugur. Það er langur tími. Þessi tími skapar óhjákvæmilega mikilvægar bernskuminningar. Þessar minningar hafa áhrif á hvort þú hafir áhuga og/eða vilja til að búa „heima“. Hvað þá að „flytja aftur“ til Eyja. Það er því einstaklega mikilvægt á þessum tíma, sem þú ert í skóla, að þér líði vel. Fjárfestum í vináttumyndun barna Við foreldrarnir vitum að við erum jafn hamingjusöm og okkar óhamingjusamasta barn. Allir foreldrar eru væntanlega sam- mála um að eitt það mikilvægasta í lífinu er hamingja barnanna okkar. Félagsleg færni og tengingar skipta sköpum. Vinir gera kraftaverk. Við erum sem betur fer jafn ólík og við erum mörg og ekki erum við öll með meðfædda hæfileika í félagslegri tengingu. Eins og með margt í lífinu þarf að æfa og þroska félagslegu tengingarnar og til þess þarf aukna stoðþjónustu, fræðslu og átak. Hér skiptir aðgengi að þroskaþjálfa og annarri sérþekkingu höfuð máli. Þú leggur ekki góðan grunn að framtíðinni ef þér líður illa Það eru ekki bara hjörtu foreldranna sem gleðjast yfir vellíðan barnanna. Skólinn gerir það líka. Allir kennarar geta verið sammála um að nemanda sem líður illa á erfitt með nám. Að sama skapi er nemanda sem líður vel mun líklegri til að ná árangri. Verkefnin „Kveikjum neistann“ og spjaldtölvuinn- leiðingin vinna bæði að þessum markmið- um. Nemendur fá verkefni við hæfi og finna sína ástríðu. Auk þess gefur tæknin nemend- um með námsvanda aukin tækifæri til að ná árangri. Hugsum okkur nemanda sem getur ekki setið kyrr. Hann á erfitt með að einbeita sér, lesturinn þvælist fyrir honum og skriftin gengur illa. Þessi nemandi er dapur í skól- anum þó að fyrirferðin á honum sé mikil og truflunin sem hann veldur hefur áhrif á aðra nemendur. Sennilega þekkja allir til nemandans sem um ræðir og við myndum gjarnan vilja að hann ætti auðveldara um vik í kennslustofunni, bæði fyrir hann sjálfan og hina nemendurna. Með spjaldtölvu-inn- leiðingunni hefur nemandinn fengið verkfæri í hendurnar. Með skapandi skilum fær hann betri tækifæri og kvöðin að skrifa verkefnin upp er farin. Hann fær að nýta sína styrkleika til að skila verkefnum á því formi sem hentar honum, nýta áhugasviðið og skapa með huga og höndum; kannski með því að setja upp leikrit, smíða frumgerð eða syngja lag þegar hann leysir skólaverkefnin. Þetta eru tækifærin sem tæknin gefur okkur; skapandi skil í námi og gleðinni sem þeim fylgir. Höldum áfram og gefum í Styðjum við það sem vel er gert. Sýnum hugrekki og höldum áfram að þora að breyta til. Sjálfstæðisflokkurinn þorir. Áfram- haldandi stuðning við „Kveikjum neistann“ og spjaldtölvu-innleiðinguna og svo viljann til að gefa aðeins meira í. Við ætlum að huga að félagslegum tengingum barna og andlegri líðan með aukinni stoðþjónustu. Stoðþjónusta er samheiti yfir stuðningsnet sem styður við almenna kennslu innan skólans. Því viljum við fleiri tíma og fjár- magn fyrir þroskaþjálfa, námsráðgjafa og sérkennara svo að með samvinnu sé hægt að finna úrræði sem beinast að því að leysa erfiðleika nemenda í því umhverfi sem þeir þekkja. Aukið aðgengi að ráðgjöfum sem hafa þekkingu og reynslu, er gríðarlega mikilvægt til að styðja kennara í því krefjandi hlutverki sem þeir vinna í og geta á sama tíma mætt þörfum allra nemenda. Við ætlum að styðja við kennara og stjórn- endur skólans og upphefja það frábæra starf sem fram fer í grunnskólanum okkar. Við þorum og viljum setja kraft í hags- muni æskunnar, því hér eiga þau heima. Óskar og Halla ÓSKAR JÓSÚASON 7. sæti á D-lista Sjálfstæðisflokksins HALLA BJÖRK HALLGRÍMSDÓTTIR 8. sæti á D-lista Sjálfstæðisflokksins Þú ert aldrei hamingjusamari en óhamingjusamasta barnið þitt Mundu að sturta, segja kon- urnar okkar stundum þegar við erum búnir á klósettinu. Það er ekkert verra en að koma að klósetti með öllu gumsinu frá síðasta notanda. Þetta minnir mann á það hve sjálfsagt okkur finnst vera að sturta niður og óhugsandi þær aðstæður að það væri ekki hægt. Hér áður var vatni safnað af þökum húsa í brunna við heimilin og þá þótti við hæfi að setja vatn í bala og öll systkinin sett í sama fótabaðið. Vestmannaeyingar voru frægir fyrir það að fara sparlega með vatn þar sem brunnurinn mátti ekki tæmast - eðlilega miðað við það að fólk vildi geta sturtað niður. Vatnsleiðslan Það voru tímamót í Vest- mannaeyjum sumarið 1968 þegar fyrsta vatnsleiðslan var tekin í notkun í Eyjum, og fræg mynd af Nausthamarsbryggju við það tilefni þegar vatni var hleypt í gegnum leiðsluna. Önnur leiðsla kom 1971 og sú þriðja kom 2008. Sú leiðsla er sú eina sem er í lagi ennþá og er orðin 14 ára gömul. Ef hún gefur sig áður en ný leiðsla verður lögð, þá fer maður ekki margar klósettferðir í Eyjum fyrr en mörgum mánuðum síðar. Atvinnulífið, heilbrigðiskerfið og svo má lengi telja verður ekki starfhæft án vatnsleiðslu til Eyja. Það er stórt verkefni sem kallar á aðkomu ríkisins. Við í Sjálfstæðisflokknum ætlum að beita okkur í hagsmunagæsl- unni fyrir Eyjarnar og tryggja að við náum að sturta niður án truflana í framtíðinni. Því hér á ég heima Eyþór og Gísli Okkar bestu borgarar – 60plús skipulagið Að sturta niður EYÞÓR HARÐARSON 1. sæti á D-lista Sjálfstæðisflokksins GÍSLI STEFÁNSSON 3. sæti á D-lista Sjálfstæðisflokksins Vitað er að Vestmannaeyjar standa frammi fyrir ákveðnu lýðfræðilegu vandamáli. Við erum með stóra árganga hjá okkar elstu og reyndustu íbúum en á sama tíma er talsverður skortur af ungu fólki sem virðist ekki vera að skila sér nægilega vel aftur heim. Þetta virðist a.m.k. vera sviðsmyndin ef borið er saman við önnur sveitafélög. Samkvæmt gögnum hagstof- unnar eru einungis 12,4% íbúa Vestmannaeyja á aldrinum 30-39 ára en 16,6% íbúa Reykja- víkur og 17,4% íbúa Reykjanes- bæjar. Sveitarfélög eins og Vestmanna- eyjar þurfa því að vera undir- búin fyrir fjölgun eldri borgara og mæta búsetuþörf þeirra. Þá þarf einnig að huga að því að nægt húsnæði sé til staðar fyrir ungt fólk sem vill snúa aftur heim. Þegar þetta er skrifað eru einungis 46 eignir fyrir íbúða- húsnæði til sölu í Vestmanna- eyjum og margar kalla á talsvert viðhald. Tækifærin hafa sjaldan verið jafn fátækleg. Við sjáum fyrir okkur íbúða- kjarna þar sem allar íbúðir væru sniðnar fyrir fólk sem væri “60+” í aldri og hefði áhuga á að halda heimili í smærra sniði en áður. Þetta ætti að skipuleggja miðsvæðis í Eyjum. Svona lausn myndi um leið skapa tækifæri fyrir ungar fjölskyldur að kaupa þær eignir sem myndu losna við þessa framkvæmd. Bæjarfélagið getur haft forgöngu í svona verkefni, stutt verktaka við útfærslu slíkra hugmynda eða verið leiðandi í að koma því á koppinn. Það felst þá aðallega í skipulagsbreytingum og jafnvel fjárfestinga sem til þyrfti svo hægt væri að gera þetta hratt og vel. Við viljum bjóða okkar reynd- ustu og bestu borgurum eignamöguleika við hæfi en líka fjölga stórum eignum á markaði fyrir yngri fjölskyldur. Hér á að vera gott að búa, möguleikar og frelsi til búsetu fyrir alla. Því hér eigum við heima Eyþór og Rut Margar spennandi útfærslur er hægt að horfa til með nútíma íbúðakjarna fyrir okkar bestu borgara. Hér er ein hugmyndaskissa. EYÞÓR HARÐARSON 1. sæti á D-lista Sjálfstæðisflokksins RUT HARALDSDÓTTIR 5. sæti á D-lista Sjálfstæðisflokksins

x

Fylkir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.