Fylkir


Fylkir - 02.05.2022, Blaðsíða 1

Fylkir - 02.05.2022, Blaðsíða 1
° ° Sköpunarhús fyrir ungt fólk Segjum að þú búir í Eyjum og í þér kraumar sköpunarkraftur. Þig langar að stofna hljómsveit, koma listinni þinni í grafískt form, búa til kvikmynd eða tölvuleik! En því miður er aðstaðan af skornum skammti. Það er enginn ákveðinn staður þar sem þú getur fengið hjálp og leiðbeiningar eða kynnst fólki með svipuð áhugamál og þú. Við Eyjamenn höldum eina stærstu tónlistarhátíð landsins en á sama tíma erum við ekki að skapa aðstæður fyrir okkar unga fólk svo að það geti orðið eitt af stóru flytjendunum á hátíðinni. Þessu viljum við breyta og opna til þess Sköpunarhús þar sem ungt fólk getur sameinað krafta sína og leyft sköpunareldunum að leika lausum hala. Fáum fólkið okkar heim Segjum að þú viljir flytja til Eyja með fjölskylduna og hefur möguleikann á að taka vinnuna þína með þér. Til þess þarftu húsnæði í góðu standi fyrir fjölskylduna, háhraða internet og aðstöðu til þess að geta unnið fjarvinnu en samt búið „heima“. Allt þetta er af skornum skammti í Vestmannaeyjum og það viljum við laga. Við viljum auka aðgengi að fjarvinnu aðstöðu og skapa fram- úrskarandi farveg fyrir brottflutta Eyjamenn, og aðra sem eru áhuga- samir um að búa hér, til að geta flutt störf sín til Vestmannaeyja. Nauðsynlegt er að skipuleggja nýja íbúðabyggð sem samræmist væntingum og þörfum fjölskyldu- fólks. Þar horfum við til Löngulágar (malarvöllurinn) og sjáum þar fyrir okkur fjölskylduvænan og grænan reit. Við viljum setja ljósleiðaravæð- ingu í algjöran forgang og flýta fyrir lagningu en það er ein helsta forsenda vaxtar í samfélögum nútímans. Fjölgum nýsköpunarfyrirtækjum Segjum að þig langi til að stofna fyrirtæki í Eyjum í kringum frábæru hugmyndina þína en þú veist ekki hvar þú átt að byrja. Það er mjög líklega vegna þess að þig skortir aðstöðu, aðgengi að fjármagni og jafnvel þekkingu. í Eyjum þarf að vera staður þar sem þú færð ráðgjöf og þjálf- un, fáir upplýsingar um hvar er vænlegast fyrir þig að sækja styrki, hjálp við tengslamyndun við fólk í þínum geira og fáir aðstöðu til að þróa þína hugmynd með stuðningi frá samfélaginu. Fyrir framsækið ungt fólk, því hér eigum við heima. Gísli Stefánsson, Jón Þór Guðjónsson, Valur Smári Heimisson, Arnar Gauti Egilsson og Hildur Sólveig Sigurðardóttir Vestmannaeyjum 7. maí 202274. árgangur 3. tölublað Við ætlum... Hún vill... • aðstöðu fyrir hljómsveitina • aðgang að hjálp og leiðbeiningum • stað til að kynnast fólki með svipuð áhugamál til að skapa með Oddgeir Eyjapeyji sem býr í borginni en vill flytja aftur heim til Eyja. Margrét og Heimir eru par sem langar að stofna fyrirtæki í Eyjum en þau vita ekkert hvar þau eiga að byrja. Vilborg býr í Eyjum og í henni kraumar sköpunarkraftur. Hana langar að kunna að koma teikningum sínum á grafískt form og stofna hljómsveit Þau vilja... • þjálfun • aðgengi að fjármagni • aðstöðu ? Hann vill... • háhraða internet • fasteign í góðu standi fyrir fjölskylduna • aðgengi að aðstöðu til fjarvinnu takmarka ð framb oð neibb! Því hér á ég heimaÞað á að vera framúrskarandi fyrir alla aldurshópa að búa í Eyjum að byggja upp framúrskarandi farveg svo að brottfluttir Eyjamenn og aðrir geti tekið störf sín til Vestmannaeyja • að setja háhraðanetvæðingu Eyjamanna í forgang. • að stofna sköpunarhús fyrir ungt fólk með aðstöðu og stuðningi fagaðila til þess að útbúa margmiðlunarefni á fjölda sviða s.s. tónlistarsköpun, myndvinnslu og tölvuleikjagerð. • að ráðast í sókn varðandi tengslamyndun, styrkumsóknir, fræðslu og ráðgjöf til að hjálpa Eyjamönnum að hefja fleiri skemmtileg nýsköpunarverkefni sem skarað geta fram úr. • að byggja upp öfluga fjarvinnuaðstöðu sem getur tekið við vaxandi fjölda Eyja- manna sem vilja flytja störfin sín heim. • sóknaráætlun fyrir ungt fólk Sóknaráætlun fyrir ungt fólk Það á að vera framúrskarandi að búa í Eyjum Mundu að kjósa D hjá sýslumanni í utankjörfundi. Opið til kl. 17:00 alla daga í næstu viku.

x

Fylkir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.