Rit Mógilsár - 01.01.2022, Síða 2

Rit Mógilsár - 01.01.2022, Síða 2
2 Rit Mógilsár Rit Mógilsár 3 Frostþol skógarplantna og frostþolsmælingar – verklýsing á jónalekaaðferðinni Rakel J. Jónsdóttir1 Rit Mógilsár Nr 46-2022 — www.skogur.is/mogilsarrit Titill Frostþol skógarplantna og frostþolsmælingar – verklýsing á jónalekaaðferðinni English title Frost tolerance of forest seedlings and methods for measuring frost tolerance – a description of the Shoot Electrolyte Leakage (SEL) method ISBN 2298-9994 Höfundur Rakel J. Jónsdóttir Ábyrgðarmaður Edda S. Oddsdóttir Ritnefnd Björn Traustason, Ólafur Eggertsson, Pétur Halldórsson Textavinnsla og umbrot Pétur Halldórsson Forsíðumynd Ræktunarhús í Sólskógum Kjarnaskógi: Rakel J. Jónsdóttir Útgefandi Skógræktin, júlí 2022 Öll réttindi áskilin Efnisyfirlit SAMANTEKT/ABSTRACT 3 INNGANGUR 4 MYNDUN FROSTÞOLS 4 HVAÐ GERIST Í FRUMUNUM VIÐ FROSTÁLAG 5 VERKLÝSING JÓNALEKAPRÓFS 6 Undirbúningur sýna 6 Ferill frystingar 6 Mæling á leiðni 6 Útreikningar niðurstaðna 7 FRAMSETNING NIÐURSTAÐNA 7 RANNSÓKNIR AÐ BAKI JÓNALEKAAÐFERÐINNI 8 UM NIÐURSTÖÐUR JÓNALEKAPRÓFANA HÉRLENDIS 10 NIÐURLAG 11 ÞAKKIR 11 HEIMILDIR 12 VIÐAUKI 1 14 1 Skógræktin, Gömlu-Gróðrarstöðinni, is-600 Akureyri, rakel.jonsdottir@skogur.is Samantekt Yfirvetrun skógarplantna á frystigeymslum er al geng á norðurhveli jarðar. Þessi geymsluaðferð verndar gæði skógarplantna fyrir skaðlegum breyt ingum í veðurfari yfir vetrartímann. Ef plönt um er hins vegar pakkað inn á frysta án þess að hafa nægjanlegt frostþol, hafa þær lítið geymsluþol til þess að lifa af geymsluna. Fundist hefur sterkt samband á milli þess frostþols sem plöntur ná á haustin og lifunar og rótarvaxtar eftir geymslutímann. Árangur í skógrækt byggist m.a. á gæðum skógarplantnanna sem eru gróðursettar. Heilbrigðar, þróttmiklar plöntur eru lík- legri til að komast á legg en þær sem laskaðar eru. Því er nauð synlegt að framleiðendur hafi aðgengi að áreiðanlegri aðferð til þess að meta frostþolið áður en til pökkunar inn á frysta kemur. Jónalekaaðferðin (SEL; Shoot Electrolyte Leakage), sem lýst er í þessu riti, hefur verið notuð til að meta frostþol skógar- plantna í framleiðslu í Skandinavíu um áratuga- skeið og á Íslandi síðan 2004. Aðferðin er byggð á rann sóknum á rauðgreni og skógarfuru en hefur verið heimfærð yfir á aðrar tegundir. Rann sókn- ir hafa leitt í ljós að ræktunarferlar innan gróðrar- stöðva hafa úrslitaáhrif á það hvort skógar plöntur ná góðu frostþoli á haustin. Þar spilar inn í sáningar- tími, myrkvun, uppruni fræsins og kæling að hausti til svo eitthvað sé nefnt. Niðurstöður ís lenskra jóna- lekamælinga eru dregnar saman í grein inni og fjallað um hvaða lærdóm megi draga af þeim. Abstract Title: Frost tolerance of forest seedlings and meth- ods for measuring frost tolerance – a description of the Shoot Electrolyte Leakage (SEL) method Storage of forest seedlings in freezers is common practise in the northern hemisphere. This storage method protects the quality of forest seedlings from harmful changes in weather during winter. If seed- lings are stored in freezer, without sufficient frost tolerance, their storability is low. A strong relation- ship has been found between the frost tolerance of conifer seedlings in autumn and survival and root growth after the storage. Success in forestry is based on e.g. quality of forest seedlings planted. Healthy, vigorous seedlings are more likely to thrive than damaged ones. It is therefore essential that nurs- ery managers have access to a reliable method for assessing frost tolerance before packing into the freezers. The shoot electrolyte leakage method (SEL), described in this paper, has been used to assess frost tolerance of forest seedlings in Scandinavia for decades and in Iceland since 2004. The method is based on research on Norway spruce and Scots pine but has also been applied to other species. Research has shown that cultivation regimes in nurseries have a decisive effect on whether forest seedlings gain good frost tolerance in the autumn. To name a few, factors like sowing time, short-day-treatment, origin of the seed and chilling hours in the autumn play an important role in the development of frost tolerance. Results of Icelandic SEL measurements are summarised in the article and discussed.

x

Rit Mógilsár

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Rit Mógilsár
https://timarit.is/publication/1563

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.