Rit Mógilsár - 01.01.2022, Page 6

Rit Mógilsár - 01.01.2022, Page 6
10 Rit Mógilsár Rit Mógilsár 11 Eins og áður segir hafa jónalekamælingar verið gerðar á skógarplöntum á Íslandi frá 2004. Þær mælingar hafa þó sjaldan verið framkvæmdar á rauðgreni og skógarfuru heldur fyrst og fremst á þeim kvæmum barrtegunda sem mest eru nýtt við skógrækt á Íslandi. Aðferðina má þó líka nota á lauffellandi tegundir s.s hengibjörk (Betula pendula Roth) (Jaana Luoranen o.fl., 2004) og sifjalerki (Larix x eurolepis Henry) (C O'reilly o.fl., 2001) en þá er efsti hluti stofnsins nýttur í sýnin. Í Viðauka 1 sem unninn er upp úr gögnum frá Hrefnu Jóhannesdóttur, Brynhildi Bjarnadóttur og Brynjari Skúlasyni má sjá að prófin hafa flestöll verið framkvæmd í nóvember til desember í gegnum árin og þá er í flestum tilfellum komið frostþol. Undantekningar eru þó á því. Hér á eftir eru nokkrir punktar um þann lærdóm sem draga má af niðurstöðum fyrri ára. Lítið er vitað um ræktunarsögu þessara plantna. • Frostþol hefur frekar náðst þegar komið er fram í nóvember miðað við próf sem tekin eru í október (tafla 1). Þá hafa plöntur væntanlega náð meiri kælingu eftir því sem líður á haustið. • Stafafura (Pinus contorta Douglas ex Loudon) sem seint er sáð, myndar í einhverjum tilfellum, frostþol seinna en sú sem sáð er til fyrr á árinu (tafla 1, 3, 6 og 10). • Í heildina má segja að grenitegundir séu fyrr komn ar með frostþol en stafafura. Þó má sjá í töflu 4 að árið 2007 gekk illa að ná frostþoli í sitka- greni. Þar er líklegt að sein sáning og ræktunar- saga spili inn í niðurstöður (Hrefna Jóhannes- dóttir, munnleg heimild, 12. janúar 2022). • Í töflu 3 má sjá niðurstöður frostþolsprófana sem gerðar voru í tengslum við tilraun þar sem könnuð voru m.a. áhrif myrkvunar og sáningartíma á frostþolsmyndun. Þar hefur sitkagreni sem sáð var í mars náð góðu frostþoli í nóvember, hvort sem það var myrkvað í ágúst eða ekki. Stafafura sem sáð var á svipuðum tíma hefur hins vegar ekki alveg náð markinu, hvort sem hún var myrkvuð eða ekki. Sömu niðurstöður sýna að stafafura sem sáð var í júlí er langt frá því að ná frostþoli. Rótarvöxtur þessarar furu var marktækt minni en hjá fyrr sáðu furunni eftir vetrargeymslu á frysti (Rakel J. Jónsdóttir, 2007). • Þegar flytja þarf plöntur út úr góðurhúsum á haustin getur verið erfitt að meta hvort þær þola fyrstu haustfrostin vel. Þá er hægt að grípa til þess ráðs að nota jóna leka prófin til þess að kanna upp að hvaða marki yfir vöxtur plantn- anna þolir frost. Þetta á sérstaklega við þegar margar tegundir eru ræktaðar saman í húsi og halda þarf hitastigi uppi til þess að plöntu- stöðlum hvað varðar hæð og þvermál verði náð. Þá er ekki víst að fullnægjandi frostþol sé komið í plöntur sem ekki hafa fengið nauðsyn lega kælingu, sbr. 1. mynd. Í töflu 10 má sjá niður stöður frostþolsprófana á sitkabastarði ‘Hauka dalur‘ og tveimur sitkagreni kvæmum ‘Cordova‘ og ‘Tuma- staðir‘ sem fram kvæmdar voru í október 2022. Öll kvæmin og tegundir höfðu verið geymd í köldu gróðurhúsi en hluti af sitkagreni ‘Tumastaðir‘ var líka geymt í upphituðu gróðurhúsi og fékk því minni kælingu. Þær plöntur reyndust ekki hafa nægjanlegt frostþol fyrir -16°C í október, ólíkt Tumastaða kvæminu af sitkagreni sem hafði verið geymt í köldu gróðurhúsi. Líklegt má telja að minni kæling í heitu húsi hafi orsakað þennan mun á frostþoli yfirvaxtar plantna af Tumastaða- kvæminu sem höfðu þó sama sáningartíma. (4) Af ofangreindu má sjá að ræktunarsaga getur haft mikil áhrif á getu skógarplantna til þess að mynda frost þol. Spilar þar sterkt inn í t.d. sáningartími og sú kæling sem plöntur fá að hausti, næringarástand og upp runi kvæma. Það kallar á miklar áskoranir fyrir skógarplöntu framleiðendur að finna jafnvægið Um niðurstöður jónalekaprófana hérlendis Niðurlag Þakkir Yfirvetrun á plani. Ljósmynd: Rakel J. Jónsdóttir á milli hag kvæmni í rekstri og allra verkþátta sem sinna þarf í gróðrarstöðvum almennt. En hafa þarf í huga um leið að plöntu lífeðlisfræði skógarplantna í fram leiðslu lýtur eigin lögmálum og er háð því ræktunar umhverfi sem er til staðar hverju sinni. Vinnufélagar mínir, Brynjar Skúlason, Hrefna Jó- hannes dóttir, Hall ur Björg vinsson og Val gerður Jóns- dóttir hjá Skóg ræktinni, lásu yfir texta og komu með gagnlegar athugasemdir. Kann ég þeim bestu þakkir fyrir. Ungar furuplöntur í bakka. Ljósmynd: Rakel J. Jónsdóttir

x

Rit Mógilsár

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Rit Mógilsár
https://timarit.is/publication/1563

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.