Vísbending - 08.04.2022, Qupperneq 2
2 V Í S B E N D I N G • 1 4 . T B L . 2 0 2 2
Hvað gerðir þú við peningana sem
frúin í Hamborg gaf þér?
1 Aðferðafræðin fylgir Fisher et al. (2020). Fyrst eru eftirfarandi jöfnur metnar:
þar sem y táknar ráðstöfunartekjur, c táknar neyslu, táknar gervibreytur fyrir hvern einstakling, táknar gervibreytu fyrir tíma og í Z eru gervibreytur fyrir kyn,
hjúskaparstöðu, fjölskyldustærð, búsetu, hreina eignastöðu, hvort viðkomandi á fasteign og í hvaða atvinnugrein viðkomandi starfar. Óvæntar tekjubreytingar eru
svo notaðar til að skýra óvæntar breytingar í neyslu:
þar sem táknar gervibreytu fyrir hvern ráðstöfunartekjufimmtung.
Það er skrýtið að hugsa til þess í dag,
en sem barn íhugaði ég nánast aldrei
efnahagslega þýðingu spurningar-
innar: Hvað gerir fólk við peningana sem
frúin í Hamborg gefur því?
Samkvæmt hefðbundnum hagfræði-
kenningum reyna heimilin að jafna neyslu
yfir ævina svo að á hverjum tíma nemi hún
u.þ.b. meðaltali tekna þeirra yfir alla ævina.
Framan af ævi eru tekjur lágar sem leiðir til
skuldasöfnunar við upphaf starfsævinnar.
Á miðjum aldri eru tekjur í hámarki, svo
heimilin greiða niður skuldirnar og mynda
sparnað sem þau ganga loks á eftir að tekjur
lækka á efri árum.
Einskiptis peningagjafir frá frúnni í
Hamborg hafa takmörkuð áhrif í þessum
fræðilega heimi því þær hafa sáralítil áhrif
á neysluhegðun viðtakandans, sem mun
auka neyslu sína agnarlítið öll ár sem við-
komandi á eftir ólifuð. Hið sama á við um
hagstjórnaráhrif ríkissjóðs því ef heimilin
bregðast við tímabundinni lækkun skatta
eða aukningu útgjalda með því að auka
sparnað þá hefur ríkisfjármálastefnan litla
burði til að örva eftirspurn í niðursveiflu.
Rannsóknir hafa þó ítrekað sýnt að
svona haga heimili sér ekki. Jaðarneyslu-
hneigð þeirra, þ.e. sá hluti óvæntra
tekna sem varið er í neyslu, er í reynd
mun hærri en framangreindar kenningar
segja til um. Heimilin verja töluverðum
hluta af peningagjöfinni frá Frúnni í
Hamborg í neyslu. Enda kom á daginn
í kjölfar alþjóðlegu fjármálakreppunnar
og skuldakrísunnar í Evrópu að ríkis-
fjármálamargfaldarar, sem mæla áhrif
ríkisfjármála á efnahagsumsvif, reyndust
umtalsvert hærri en áður hafði verið talið.
Ríkisfjármálastefnan hefur því, þrátt fyrir
allt, þýðingarmiklu hlutverki að gegna við
að styðja við efnahagsbata í kjölfar áfalla,
ekki síst þegar vextir eru lágir og talsverður
framleiðsluslaki í þjóðarbúinu.
Ráðstöfun peningagjafarinnar
fer eftir efnahagslegri
stöðu fólks
Öll höfum við okkar mismunandi póli-
tísku skoðanir á því að hve miklu leyti hið
opinbera á að endurdreifa tekjum frá þeim
tekjuháu til þeirra tekjulágu. Hvað sem þeim
skoðunum líður þá hefur slík endurdreifing
tekna sáralítil áhrif á efnahagsumsvif sam-
kvæmt hefðbundnum hagfræðikenningum
að öðru leyti en því að skattheimtan sem
henni fylgir rekur fleyg á milli þess verðs
sem kaupendur greiða og þess verðs sem
seljendur fá. Þannig bitnar hún á viðskiptum
og leiðir til minni umsvifa. Aftur á móti,
ef jaðarneysluhneigð tekjuhárra er lægri
en tekjulágra þá getur endurdreifing tekna
leitt til aukinnar heildareftirspurnar og
efnahagsumsvifa. Hér á eftir er lagt mat á
hvort svo sé.
Til að meta jaðarneysluhneigð eru skatt-
framtöl áranna 2005-2019 notuð til að áætla
neyslu og sparnað hvers heimilis. Í sinni
einföldustu mynd byggir aðferðafræðin á
því að sá hluti ráðstöfunartekna sem ekki
er varið í neyslu hlýtur að birtast í vaxandi
auði heimilanna. Leiðrétta þarf svo fyrir
þeim þáttum sem hafa áhrif á auð heimila en
birtast ekki í ráðstöfunartekjum. Dæmi um
slíka þætti eru verðbreytingar á fasteignum
og verðbætur.
Því næst eru útbúin einföld líkön sem
skýra tekjur og neyslu heimila með tekjum
fyrra árs og ýmsum bakgrunnsupplýsingum.
Frávik raunverulegra tekna frá þeim tekjum
og neyslu sem líkönin spá fyrir um eru
túlkuð sem óvæntar breytingar í tekjum
og neyslu. Að lokum er jaðarneysluhneigð
íslenskra heimila metin með því að kanna
tengsl óvæntra tekjubreytinga og óvæntra
neyslubreytinga og hvernig þau ráðast af
tekjum fólks.1
Niðurstöðurnar má sjá á meðfylgjandi
mynd. Meðal Íslendingurinn ver 680 kr. af
Mynd 1 Tekjulægri heimili verja stærri hluta
viðbótartekna í neyslu en tekjuhærri heimili
Sigurður Páll Ólafsson
hagfræðingur hjá
Fjármálaráðuneytinu