Vísbending - 08.04.2022, Qupperneq 3
V Í S B E N D I N G • 1 4 . T B L . 2 0 2 2 3
hverjum 1.000 kr. sem viðkomandi fær frá
frúnni í Hamborg í neyslu en sparar 320 kr.
Ráðstöfun fjárins er þó greinilega háð tekjum
fólks. Fólk í neðsta tekjufimmtungnum ver
umtalsvert hærra hlutfalli fjárins í neyslu
(93%) en fólk í efsta tekjufimmtungnum
(49%). Aðrir tekjufimmtungar liggja þar
á milli. Niðurstöðurnar kunna einnig að
endurspegla að lágtekjuhópar hafi ekki
aðgang að sparnaði eða lánsfjármörkuðum
til að jafna neyslu við neikvæð áföll, þegar
tekjur reynast lægri en vænta mátti.
Hvaða áhrif hafði Hrói höttur á
efnahagsumsvif í Skírisskógi?
Framangreindar niðurstöður má nota til að
meta áhrif ríkisfjármála á heildareftirspurn
í hagkerfinu. Til útskýringar eru hér fram-
kvæmdar fimm tilraunir með opinbera fjár-
málastefnu sem allar fela í sér að tilfærsluútgjöld
séu aukin um sem nemur 1% af ráðstöfunar-
tekjum heimila. Tilraunirnar eru eftirfarandi:
1. Tilfærslurnar dreifast jafnt á öll
heimili og eru fjármagnaðar með
skuldsetningu hins opinbera;2
2. Tilfærslurnar dreifast jafnt á neðstu
tvo tekjufimmtungana og eru fjár-
magnaðar með skuldsetningu;
2 Skuldirnar er vaxtalausar og þær þarf aldrei að greiða til baka.
3 Mat á ójöfnuði byggir á ráðstöfunartekjum einstaklinga 25 ára og eldri á neyslueiningu, sem tekur tillit til fjölskyldustærðar. Til að draga úr áhrifum nemenda
og einstaklinga sem búa hér á landi aðeins hluta úr ári er einblínt á þá einstaklinga sem hafa ráðstöfunartekjur sem eru hærri en 50% af miðgildi. Gini-stuð-
ull mælir í einni tölu milli 0 og 100 hvernig samanlagðar ráðstöfunartekjur einstaklinga í landinu dreifast. Hann væri 100 ef sami einstaklingur hefði allar
tekjurnar en 0 ef allir hefðu jafnar tekjur. Fimmtungastuðull mælir hlutfallið milli heildarsummu þeirra ráðstöfunartekna sem 20% tekjuhæstu einstaklingarnir
fá og sambærilegra tekna þeirra 20% tekjulægstu.
3. Tilfærslurnar dreifast jafnt á efstu tvo
tekjufimmtungana og eru fjármagn-
aðar með skuldsetningu;
4. Tilfærslurnar dreifast jafnt á efstu
tvo tekjufimmtungana og eru fjár-
magnaðar með sköttum á efstu þrjá
tekjufimmtungana;
5. Tilfærslurnar dreifast jafnt á efstu
tvo tekjufimmtungana og eru fjár-
magnaðar með sköttum á neðstu þrjá
tekjufimmtungana.
Tafla 1 sýnir vöxt heildarneyslu í sam-
félaginu sem leiðir af framangreindum til-
raunum. Í tilraun 1 er vöxtur heildarneyslu
0,68%, sem er bein afleiðing þess að jaðar-
neysluhneigð meðalheimilis er 0,68. Með því
að beina tilfærslunni alfarið til neðstu tveggja
tekjufimmtunganna, líkt og í tilraun 2, má
auka heildarneyslu enn meira. Sé tilfærsl-
unni beint til efstu tekjufimmtungana, líkt
og í tilraun 2, þá eykst heildarneysla minna.
Tilraunir 4 og 5 sýna að jafnvel þegar tilfær-
slurnar eru fjármagnaðar með skattheimtu
þá má auka heildareftirspurn í hagkerfinu
með endurdreifingu tekna frá tekjuháum til
tekjulágra. Endurdreifing tekna í öfuga átt,
þ.e. frá tekjulægri til tekjuhærri heimila, leiddi
til samdráttar heildarneyslu í hagkerfinu.
Mikilvægt er að gera þann fyrirvara við
niðurstöðurnar að ekki er tekið tillit til svo-
kallaðra heildarjafnvægisáhrifa, sem felast
m.a. í neikvæðum áhrifum skattheimtu á
neyslu og atvinnu. Áhrifin kunna því í reynd
að vera minni en þau sem lýst er að framan.
Niðurstaða greiningarinnar er samt sem áður
sú að með endurdreifingu tekna frá þeim ríku
til þeirra fátæku jók Hrói höttur heildareftir-
spurn og efnahagsumsvif í Skírisskógi.
Þýðing fyrir hagstjórn
Niðurstöður greinarinnar hafa margvíslega
þýðingu fyrir hagstjórn, en greinarhöfundur
veit ekki til þess að áður hafi verið gerð
tilraun til að leggja mat á jaðarneysluhneigð
á Íslandi.
Í fyrsta lagi veita niðurstöðurnar mikil-
vægar upplýsingar inn í áhrifamat á tekju-
og útgjaldaráðstöfunum ríkissjóðs.
Í öðru lagi fela þær í sér að þegar hag-
kerfið er í niðursveiflu, ekki síst ef vextir eru
mjög lágir, þá eru tilfærslur og endurdreifing
tekna til viðkvæmra hópa ekki aðeins til þess
fallnar að bæta efnahagslega stöðu þeirra sem
hópnum tilheyra heldur styðja þær einnig
við eftirspurn og umsvif í hagkerfinu í heild.
Sjálfvirkt viðbragð ríkisfjármála í gegnum
skattkerfið og almannatryggingakerfið, ásamt
sértækum ráðstöfunum í ríkisfjármálum, sá
þannig ekki aðeins til þess að efnahagslegum
byrðum heimsfaraldursins var jafnar dreift um
samfélagið en ella, heldur studdu kerfin einnig
við eftirspurn í hagkerfinu og stuðluðu þannig
að hraðari efnahagsbata. Hvoru tveggja virðist
hafa gengið ágætlega því ójöfnuður jókst ekki
á fyrra ári faraldursins og er afar lágur í sögu-
legu samhengi (sjá mynd3) og alþjóðlegum
samanburði og hagkerfið hefur tekið hratt
við sér, svo hratt reyndar að verðbólga hefur
látið kröftuglega á sér kræla.
Við núverandi aðstæður þar sem efnahags-
slakinn sem myndaðist við útbreiðslu heimsfar-
aldursins er líklega horfinn, eftirspurn er sterk
og vextir og verðbólga fara hækkandi er hætt við
að auknar tilfærslur leiði til enn hærri verðbólgu
og vaxta. Aukin tilfærsluútgjöld við núverandi
aðstæður þyrfti raunar að fjármagna með meiri
hækkun skatta en samsvarar fjárhæð tilfærsln-
anna ef koma á í veg fyrir að ríkissjóður ýti ekki
enn undir eftirspurn, vexti og verðbólgu .
Höfundur starfar á skrifstofu efnahagsmála
í fjármála- og efnahagsráðuneytinu og er
doktorsnemi við Copenhagen Business School.
Greinin er unnin upp úr rammagrein 2 í öðrum
kafla nýbirtrar fjármáláætlun 2023-2027.
Mynd 2 Ójöfnuður í lágmarki árið 2020
TAFLA 1
Tilraun 1 Tilraun 2 Tilraun 3 Tilraun 4 Tilraun 5
Vöxtur heildarneyslu 0,68% 0,87% 0,59% 0,24% -0.22%