Breiðholtsblaðið - 01.04.2022, Side 6

Breiðholtsblaðið - 01.04.2022, Side 6
Í upphafi árs 2007 urðu miklar deilur um hvort opna ætti spila­ sal í Mjóddinni í Breiðholti. Um var að ræða spilasal á vegum einkafyrirtækisins Háspennu sem var og er í samstarfi við Happdrætti Háskóla Íslands um rekstur spilakassa. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson var borgarstjóri á þeim tíma. Hann beitti sér strax gegn áformum Háspennu og Happdrættis Háskólans og segir málflutning forsvarsmanna happdrættisins hafa verið ótrú­ legan. Hann segir að ef þessi starfsemi hefði verið staðsett í hjarta Mjóddarinnar hefði það getað stórskaða allan verslunar­ rekstur í Mjóddinni og síður en svo haft góð áhrif á nágrennið allt. Málið var ekki einfalt og virtust Háspenna og Happdrætti Háskólans hafa innihald laga og reglna með sér. “Það var mikil „barátta“ sem ég háði við for­ svarsmenn Happdrætti Háskóla Íslands, sem töldu þessa starf­ semi ákaflega vel staðsetta og myndi ekki skapa neina erfið­ leika, miklu fremur hafa góð áhrif á verslunina í Mjóddinni,“ segir Vilhjálmur sem gafst ekki upp og spilasalurinn var aldrei opnaður. Forsvarsmenn Happdrættis Háskóla Íslands lögðu þunga á herslu á að spilasalurinn yrði opnaður. Samkvæmt reglum hefði Háspenna allan rétt til þess að opna salinn. Í grein um málið var meðal annars sagt að vert væri að benda á að samkvæmt gildandi skipulagi borgaryfir- valda um Mjódd væri leyfilegt að reka spilasal þar. Sá fyrirhugaði rekstur spilasalar sem fyrirtækið Háspenna ehf. hafi í hyggju að reka þar er sé löglegur og í samræmi við gildandi skipulag- sákvarðanir borgaryfirvalda og hafi hlotið öll tilskilin leyfi frá borgaryfirvöldum til rekstrarins. Í þessu ljósi komi á óvart að borgar yfirvöld væru óánægð með staðsetningu þessa fyrirhugaða reksturs. Þá veki undrun að borgar yfirvöld hafi beint spjótum sínum í fjölmiðlum að Happ- drætti Háskóla Íslands sem í einu og öllu hafi farið að lögum og hefur gætt þess að happ- drættisvélarnar séu ekki á öðrum stöðum en samrýmist löglegum skipulagsákvörðunum borgaryfir- valda á hverjum tíma. Mikil andstaða í Breiðholti Í frétt í Breiðholtsblaðinu frá þessum tíma kom fram að engar líkur væru á að spilasalur á vegum Háspennu og Happ- drættis Háskóla Íslands yrði opnaður í Mjóddinni. Borgar- yfirvöld ættu í viðræðum við forsvarsmenn happdrættisins um að þessari starfsemi verið fundin staður annars staðar. „Mikil andstaða er í Breiðholt- inu við hinn fyrirhugaða spila- sal og mótmæltu yfir 2000 manns opnun hans með undirskrifum í desember. Íbúasamtökin Betra Breiðholt eru algerlega andvíg spilasal Háspennu og mikil and- staða er einnig á meðal þeirra sem annast verslanarekstur og aðra þjónustu í Mjóddinni. Eins og kom fram í Breiðholtsblaðinu hafi ekki reyndst unnt að opna spilasalinn um nýliðin áramót eins og ráð var fyrir gert vegna þess að Háspenna fékk ranga gerð af spilakössum afgreidda frá framleiðanda og varð að senda þá aftur af landi brott. Málið kom inn á borð borgarráðs sem samþykkti tillögu Vilhjálms Þ. Vilhjálmssonar, borgarstjóra að skipa starfshóp til þess að fara yfir málefni spilasala og rekstur spilakassa í borginni bæði er varðar staðsetningu þeirra og hvort rétt væri að setja slíkri starfsemi sérstök skilyrði í lög- reglusamþykkt Reykjavíkur.“ Ekki erindi sem erfiði Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson sagði að enginn óskaði eftir því að spilakössum yrði fjölgað. Tilkoma spilasalar af þessari gerð væri það versta sem komið geti fyrir Mjóddina á þá starfsemi sem þar fer fram. Hann benti á að breytingar hafi orðið í verslana- kjarnanum í Mjóddinni á árinu 2006. Ríkisvaldið hafi ákveðið að flytja starfsemi heilsugæslunnar þangað sem þýði að tveimur vin- sælum verslunum hafi verið sagt upp húsnæði og verslun ÁTVR hafi einnig verið flutt á brott auk þess sem nú eigi að opna spila- sal í því húsnæði en ekki verslu- narstarfsemi. Við það geti íbúar hverfisins, rekstrar- og þjónustu- aðilar í Mjóddinni og borgar- yfirvöld ekki unað. Skemmst er frá því að segja að forsvars- menn Háspennu og Happdræt- tis Háskóla Íslands sem beitti sér meira í málinu á opinberum vett- vangi áttu ekki erindi sem erfið. Vilhjálmi tókst að koma í veg fyrir að spilasalurinn yrði opnaður. 6 Breiðholtsblaðið APRÍL 2022 Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson fyrrum borgarstjóri ásamt eiginkonu sinni Guðrún Kristjánsdóttur sem nú er ný látin. Fimmtán ár frá átökunum um spilasal í Mjóddinni65 íbúðir fyrir námsmenn Arnarbakki í Breiðholti. Borgarráð hefur samþykkt lóðarvilyrði fyrir um 65 íbúðir fyrir námsmenn í Arnarbakka. Gert er ráð fyrir að lóðinni verði úthlutað á þessu ári. Auk þess var samþykkt viljayfirlýsing fyrir um 140 íbúðir á þremur lóðum sem gert er ráð fyrir að úthlutað verði á árunum 2025 til 2027. Samkvæmt þessu getur Byggingafélag námsmanna byggt allt að 205 íbúðir á fjórum lóðum. Byggingafélag námsmanna hefur einnig byggt á grunni viljayfirlýsinga sem borgin mun uppfylla á næstu tveimur árum og gera félögin ráð fyrir að byggja áfram í jöfnum takti næstu árin. Bílasmiðurinn hfBarnabílstólar í úrvali Bíldshöfða 16, 110 Reykjavík - Sími: 567 2330 - www.bilasmidurinn.is Arnarbakki Fæst hjá N1, OLÍS, veiðibúðum og veidikortid.is veidikortid.is Frelsi til að veiða! Ertu búinn að fá þér Veiðikortið? 8.900 kr Veiðitímabilið er byrjað! ERUM FLUTT Eyrartröð 16, 220 Hafnarrði sími: 537-1029, www.bergsteinar.is Eyrartröð 16 220 Hafnarrði Opnum 22. febrúar n.k. kl. 11-16 FALLEGIR LEGSTEINAR Vorið kemur í Fella­ og hólakirkju laugardaginn 30. apríl. Þá kemur Vörðukórinn úr uppsveitum Árnessýslu í heimsókn í kirkjuna. Kórinn heldur sameiginlega tónleika með kór kirkjunnar. Einsöngvari á tónleikunum er Kristín Ragnhildur Sigurðardóttir og Arnhildur organisti leikur með báðum kórum á flygilinn. Tónleikarnir hefjast kl. 14.00. Vortónleikar í Fella- og hólakirkju Kristín Ragnhildur Sigurðardóttir.

x

Breiðholtsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Breiðholtsblaðið
https://timarit.is/publication/1113

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.