Breiðholtsblaðið - 01.04.2022, Síða 9

Breiðholtsblaðið - 01.04.2022, Síða 9
Tilkoma sendiherra og brúarsmiða er áskorun að ná til breiðs hóps fólks af erlendum uppruna sem býr í Breið­ holtinu en fjölbreyttur félagsauður er einn helsti styrkur hverfisins. Þannig fæddist sendiherraverkefnið, sem Þjónustu miðstöðin í Breiðholti heldur utan um. Það verkefni styður við Frí­ stundir í Breiðholti og er meðal annars til að skapa vettvang og umgjörð fyrir samstarf við íbúa af erlendum uppruna innan hverfisins, efla aðgang þeirra að upplýsingum og þar með þjónustu og samfélagsþróun innan borgarinnar. Sendiherrar­ nir eru fulltrúar síns heimalands og eru brúarsmiðir milli sinna samlanda og þjónustu borgar­ innar. Frábært verkefni sem ég bind miklar vonir við að stuðli að aukinni virkni og þátttöku falins félagsauðs. Samfélag fyrir okkur öll Þátttaka barna af erlendum uppruna í frístundastarfi er góð leið til að þau samlagist sam­ félaginu. Þau verða hluti af okkur og við hluti af þeim. Öll saman. Þátttakan styrkir þau við íslenska málnotkun og myndun félags­ legra tengsla við aðra krakka af ólíkum uppruna. Með þátttöku í frístundum verða börnin hluti af stærri og fjölbreyttari vinahópi og mynda stærra tengslanet. Við viljum öll tilheyra hópi, vera virkir samfélagsþegnar og vaxa í umhverfi sem okkur líður vel í. Frístundir í Breiðholti Frístundir í Breiðholti er þriggja ára tilraunaverkefni sem Sam­ fylkingin leiddi á kjörtímabilinu en það gengur út á að hækka frístundakortið um 30 þúsund krónur fyrir krakka í fyrsta og öðrum bekk. Þá er krökkum gert auðveldara að prófa að færa sig á milli íþrótta­ og frístunda­ starfs án aukagjalds. Markviss kynning á íþrótta­ og frístunda­ starfi er sameiginlegt verkefni Þjónustu miðstöðvar Breiðholts, grunnskólanna og íþrótta­ og frístundaaðila í hverfinu í náinni samvinnu við samtök íbúa af erlendum uppruna, með það fyrir augum að ná til sem flestra, sérstaklega þeirra sem eru ekki virk í frístundastarfi. Nýtt starf frístundatengils varð að veru­ leika á síðasta ári og er hann í nánu samstarfi við skólastjóra, kennara og aðra tengiliði innan nærsam félagsins. Hann tekur við ábendingum um krakka sem þurfa stuðning og hjálp til þátttöku og nær þeim í þátttöku á þeirra for­ sendum eftir samtal og stuðning. Styrktarsjóð í öll hverfi borgarinnar að fyrirmynd Breiðholts Samfylkingin setti það í stefnu sína fyrir kosningarnar 2018 að safna saman í sjóð vannýttu fjármagni frístundakortsins sem héldist innan hverfisins. Þessi hugmynd kom frá mér og núna langar mig að taka þessa hugmynd í öll hverfi borgar innar. Styrktarsjóðurinn var stofnaður til að styðja við verkefnið Frístundir í Breiðholti. Sjóðnum er ætlað að koma til móts við aukakostnað sem hlýst af þátttöku í við­ burðum, kaupum eða leigu á búnaði, þeim umfram kostnaði sem getur skapast vegna þátttöku barna og ungmenna í frístundum. Við í Samfylkingunni vitum að fjárhags­ legar skorður geta hindrað þátttöku barna og ungmenna í skipulögðu íþrótta­ og tóm­ stundastarfi. Reynsla okkar úr Breiðholti sýnir það og því var þessi styrktarsjóður mikilvæg viðbót fyrir börnin í hverfinu og fjölskyldur þeirra enda viljum við auka möguleika og tækifæri allra barna til þátttöku í skipulögðu íþrótta­ og tóm­ stundastarfi. Þannig hefur fjármagnið, sem fór árlega úr hverfinu í gegnum vannýtt frístundakort, fengið nýjan tilgang og nýst til góðra hluta innan hverfis. Ég er stolt af þessu verkefni en þarf endurnýjað umboð frá ykkur til að koma þessari hugmynd til framkvæmda í öllum hverfum. Samfylkingin vill tómstundir fyrir alla í samfé lag i f y r i r okkur öll. Höfundur er vara­ borgarfulltrúi Sam­ fylkingarinnar, búsett í Breiðholti og skipar 7. sæti á lista Sam­ fylkingar fyrir borgar­ stjórnarkosningarnar 14. maí 2022. 9BreiðholtsblaðiðAPRÍL 2022 Sara Björg Sigurðardóttir er formaður Íbúaráð Breiðholts og vara­ borgarfulltrúi Sam­ fylkingarinnar. Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Eftir 15. apríl er óheimilt að aka á nagladekkjum. SUMARIÐ ER Á NÆSTA LEITI NAGLADEKKIN ERU SLÍTANDI Þátttaka í samfélagi fyrir okkur öll

x

Breiðholtsblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Breiðholtsblaðið
https://timarit.is/publication/1113

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.