Breiðholtsblaðið - 01.04.2022, Side 10
10 Breiðholtsblaðið APRÍL 2022
Fleiri hlaupa
hjá Hjólakrafti
Önnur hlaupaæfingin hjá Hjólakrafti og Leikni var haldin
31. mars sl. Helmingi fleiri mættu á þessa æfingu en í vikunni
á undan viku eða 10 manns. Þetta er góður árangur segir
Þorvaldur Daníelsson forstöðumaður Hjólakrafts sem hvetur
sem flesta til þess að koma og prófa enda æfingarnar hugsaðar
fyrir byrjendur.
Hjólakraftur er félag sem heldur námskeið fyrir ungt fólk á
öllum aldri. Fyrstu námskeiðin voru haldin sumarið 2012 af þeim
Þorvaldi og Eiríki Árnasyni sjúkraþjálfara. Þá var Þorvaldur
framkvæmdastjóri hjá stuðningsfélaginu Krafti og þaðan kemur
í raun nafnið á félaginu. Hugmyndin var að hitta fyrir fólk sem
var að tapa í baráttunni fyrir hinum ýmsu lífstílssjúkdómum.
Með góðu samstarfi við Heilsuskólann á LSH urðu til hópar af
krökkum sem langaði að taka þátt í að hjóla.
„Hjólakraftur er fyrir alla. Helst langar okkur að hitta krakka
á aldrinum 12 til 18 ára en erum einnig með hópa af ungu
fólki og við skiptum hópunum eftir aldri. Í yngri hópnum eru
krakkar fæddir 2000 til 2002 en í þeim eldri eru fólk fætt 1997 til
1999. Heldur þú að þú eigir samleið með Hjólakrafti. Hafðu þá
samband við Þorvald eða Valda eins og hann er oft kallaður.
Hann segist yfirleitt mjög snöggur að svara pósti og hann er með
netfangið valdi@hjolakraftur.com og síma 848 8822 og er einnig á
Facebook og senda honum skilaboð.
Hlauparar hjá Hjólakrafti. Þorvaldur er í miðið. Myndin er tekin
við Leiknishúsið í Breiðholti.
Fyrir
líkama
og sál
Laugarnar í Reykjavík
w w w. i t r. i s
sýnum hvert öðru tillitssemi
Gunnar Randversson gítar- og píanóleikari
og tónlistarkennari hefur sent frá sér nýjan
geisladisk. Nefnist hann vetur og er annar
diskurinn sem hann sendir frá sér. Gunnar leikur
ýmis þekkt eldri lög auk þess sem eitt frumsamið
lag er þar að finna. Gunnar er ekki einn um hituna
á þessum nýja diski. Guðmundur Björgvinsson
útsetti lögin ásamt Gunnari, stjórnaði öllum
upptökum og lék auk þess á nokkur hljóðfæri. Þá
má geta þess að Lilja Eivor dóttir Gunnars syngur
í nokkrum lögum. “Þetta eru einkum eldri jasslög
og önnur tónlist sem ég hef valið til þess að flytja.
Þetta eru lagasmíðar sem ég hef lengi haldið upp
á – hlustað á og spilað.” segir Gunnar í spjalli
við Breiðholsblaðið.
Gunnar hefur kennt tónlist með aðstöðu í
Breiðholtsskóla í nokkur ár en á áhugi hans á tónlist
dýpri rætur. Hann segir hana hafa fylgt sér svo
lengi sem hann muni efir sér. Gunnar er uppalinn
í Ólafsfirði þar sem hann nam gítar- og píanóleik
ungur að árum. Hann snéri sér síðan alfarið að
píanónáminu og píanóleik um árabil en hefur nú
á síðari árum tekið gítarinn fram og eflt kynni
sín við hann að nýju. “Mér finnst hann um margt
skemmtilegra hljóðfæri að fást við en það fer líka
aðeins eftir því hvaða tónlist maður er að spila. Ég
fann fljótt eftir að ég fór að spila á hann aftur hversu
auðvelt er að semja tónlist á hann.”
Þótt Gunnar hafi búið lengst af á höfuð-
borgarsvæðinu og um tíma í Svíþjóð hefur hann
alltaf haldið tryggð við heimahagana í Ólafsfirði.
“Já – það er orðinn um hálfur fimmti áratugur síðan
ég fór að Heiman en ég hef komið fleiri ári en hitt til
Ólafsfjarðar ef Svíþjóðarárin eru undanskilin. Það er
alltaf sérstakt að koma til gömlu heimahagana. Gott
að sækja í ræturnar.”
En er Gunnar ekkert smeykur við geisladiskinn
þegar margir notfæra sér orðið streymisveitur til
þess að hlusta á tónlist. Hann kveðst alltaf hafa haft
mætur á honum. Hann er gott form og ég held að
hann eigi eftir að ná sér aftur á strik. Við sjáum að
gamli vinilinn er aftur kominn á stjá.” En hvar er
hægt að nálgast diskinn Vetur. “Hann er fáránlegur í
nokkru tónlistarbúðum. Tólf tónum, Smekkleysu og
Lucky Record. Nei, ég hef engar áhyggjur af að hann
nái ekki til fólks.”
Eldri þekkt lög og frumsamin
Gunnar Randversson tónlistarmaður.
Nýr geisladiskur fá Gunnari Randvers
Enginn bíll á nöglum
eftir 15. apríl
Nagladekk eru ekki leyfileg á götum borgarinnar eftir 15.
apríl. Hlutfall negldra dekkja var talið í Reykjavík í mars 2022.
Hlutfallið skiptist þannig að 40% ökutækja var á negldum
dekkjum og 60% var á öðrum dekkjum.
Hlutfall negldra dekkja er lægra en á sama tíma í fyrra og árið
2020. Hlutfallið fer því lækkandi en betur má ef duga skal, því góð
vetrardekk duga oftast betur en naglar í Reykjavík. Auk þess eru
slæm áhrif nagladekkja á loftgæði og gatnaslit staðreynd.
Nagladekk eru ráðandi þáttur í svifryksmengun á
höfuðborgarsvæðinu. „Bíll á nöglum mengar allt að 40 sinnum
meira en bíll sem ekki er á nöglum," sagði Þorsteinn Jóhannsson
sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun í fyrirlestri í mars og: „Það er
sinnum, ekki 40 prósent meira heldur 2000 prósent meira."
Burt með naglana
Staðreyndin er að nagladekk auka kostnað á viðhaldi gatna í
Reykjavík með því að slíta malbik margfalt hraðar en önnur dekk,
þau auka eldsneytiskostnað bifreiða, valda óþarfa hávaða og
draga úr loftgæðum með mengun. Af þeim sökum er mikilvægt
að draga úr hlutfalli þeirra.
Mjög mikilvægt er að skipta um dekk núna og fara yfir á góð
sumardekk, það sparar líka eldsneyti.