Breiðholtsblaðið - 01.04.2022, Side 12
Kæru Breiðhyltingar. Hinn 14. maí nk. verður
kosið til borgarstjórnar í Reykjavík. Með mér á lista
Flokks fólksins er öfugt fólk, þau Helga Þórðardóttir,
kennari, Einar Sveinbjörn Guðmundsson,
kerfisfræðingur, Natalie Gunnardóttir, háskólanemi
og stuðningsfulltrúi, og Rúnar Sigurjónsson,
vélfræðingur.
Útrýmum biðlistum
Helstu baráttumál okkar beinast að bættum hag
viðkvæmra hópa eins og öryrkja, eldra fólks, barna
og efnaminni barnafjölskyldna. Í Reykjavík á engin að
líða skort. Sem sálfræðingur og oddviti Flokks fólksins
hef ég barist sérstaklega fyrir því að biðlistum barna
eftir fagþjónustu í skólum verði eytt. Þann kvíða sem
mörg börn glíma við má í mörgum tilvikum rekja til
óviðunandi aðstæðna og skorts á faglegri aðstoð.
Langir biðlistar skólabarna eftir allri þjónustu í
Reykjavík eru ótækir. Nú bíða um 1.900 börn m.a.
eftir skólasálfræðingum og talmeinafræðingum. Við
viljum gjöreyða þessum biðlistum. Tryggja öllum
börnum aðgengi að tómstundastarfi og íþróttum
án tillits til efnahags foreldra. Löngu er tímabært að
Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna verði innleiddur
í Reykjavík.
Erfitt er að fullmanna leikskóla og vegna þess er
fjöldi leikskólabarna heima. Lausn þessa alvarlega
vanda verður að vera í forgangi þar sem horft er til
bættra kjara starfsfólks.
Tryggjum framboð af alls konar húsnæði
Flokkur fólksins vill taka rækilega á hinum alvarlega
skorti á húsnæði af öllum gerðum í Reykjavík fyrir alla
aldurshópa, ekki síst með því að stórauka framboð á
hagkvæmum lóðum. Það er nóg landrými í Reykjavík.
Húsnæðisskorturinn bitnar sífellt harkalegar á
almenningi, sérstaklega efnaminna fólki og veldur
aukinni verðbólgu. Við viljum beita okkur af krafti fyrir
stórauknu framboði á hagkvæmu húsnæði en fátækt
er beintengd skorti á því. Það er alvarlegt að húsaleiga
nemi stundum allt að 70% af ráðstöfunartekjum þeirra
verst settu.
Hömlulaus þéttingarstefna borgaryfirvalda
hefur leitt til þess að í grónum hverfum eru
inn viðir sprungnir og íbúar uggandi um skóla- og
um ferðarmál til framtíðar. Við bætist að litlar íbúðir
á þéttingasvæðum eru dýrar og efnaminna fólk hefur
ekki ráð á þeim.
Í Breiðholti er stefnt að mikilli þéttingu byggðar
og vissulega eru svæði í þessu gamalgróna hverfi
þar sem þétta má byggð. En ekki má þétta svo mikið
að skuggabyggð myndist. Flokkur fólksins styður
hóflega þéttingu byggðar í grónum hverfum þar sem
möguleikar eru á stækkun innviða og svigrúm er fyrir
aukna umferð. Annars ekki.
U.þ.b. 600 manns eru á biðlista eftir félagslegu
húsnæði og á annað hundrað eftir sértæku húsnæði
fyrir fatlað fólk. Útrýma þarf húsnæðisskorti aldraðra.
Til þess að aldraðir geti búið eins lengi heima og þeir
vilja, þarf að tryggja þeim fullnægjandi heimaþjónustu.
Hlustum á óskir Breiðhyltinga
Flokkur fólksins vill hafa samráð við íbúa Breiðholts
og hlusta á raddir þeirra. Því miður fór lítið fyrir
samráði við deiliskipulag 3. áfanga Arnarnesvegar
þrátt fyrir vel rökstudd mótmæli
fjölda fólks í Breiðholti. Sú
vegalagning mun þýða að sprengd
verður 60 metra breið geil, 1,5
kílómetri að lengd, inn í eitt af
dýrmætustu útivistarsvæðum
borgarinnar. Aðgerðin er byggð
á umhverfismati frá 2003 þrátt
fyrir að þrábeðið hafi verið um
nýtt mat enda svæðið gjörbreytt
nú. Núverandi meirihluti í
borginni hefur skellt skollaeyrum
við þessum sjálfsögðu óskum
íbúanna. Vetrargarður, leiksvæði
barna, á að liggja þétt upp við brautina. Þarna gæti
myndast hættuástand vegna svifryks á gráum dögum.
Gerum samgöngur greiðari
Við viljum liðka til fyrir öllum ferðamátum, hvort
sem fólk kýs almannasamgöngur, bíla eða hjól. Mjög
tímafrekari tafir í umferðinni eru óþolandi fyrir íbúa
Breiðholts en þennan vanda má leysa að hluta með
snjallstýrðum umferðarljósum.
Strætó hefur nú dregið saman þjónustu sína
vegna alvarlegs fjárhagsvanda. En á sama tíma og
fyrirtækið berst í bökkum fjárfestir það samt í nýju
greiðslukerfi og von er á nýjum flota rafmagnsvagna.
Ef vel væri haldið á spilunum ættu allir vagnar að
vera metanvagnar þar sem gnótt er framleitt af þessu
vistvæna eldsneyti hjá SORPU sem er í meirihlutaeigu
borgarinnar. Flokkur fólksins vill stokka spilin upp
á nýtt svo hægt sé t.d. að bjóða 67 ára og eldri og
öryrkjum frítt í strætó.
Um 60 milljarða borgarlínuverkefni ríkir ekki nógu
góð sátt. Nú þegar hafa 1,7 milljarðar verið fjárfestir
í verkefninu. Þetta verkefni þarf að endurskoða
og endurmeta að mati okkar í Flokki fólksins en
fjölmargir Reykvíkingar setja stórt spurningarmerki
við borgarlínuna.
Förum betur með peninga borgarbúa
Síðast en ekki síst þarf að koma á aga í rekstri
borgarinnar. Margar fjárfestingar eru óhagkvæmar
og staðið er í samkeppnisrekstri utan verkahrings
borgarinnar. Mörg kostnaðarsöm mistök hafa verið
gerð í fjárfrekum framkvæmdum og útboðum. Miðlæg
stjórnsýsla hefur þanist út, fjölgun deilda og skrifstofa
hefur kallað á tugi nýráðninga með miklum kostnaði,
án þess að þjónusta við borgarbúa batni.
Það er grundvallarkrafa að sýna ráðdeild í
rekstri borgarinnar – að nota skattfé Reykvíkinga
samviskusamlega til að bæta þjónustu í stað þess að
bruðla með peninga fólks.
Flokkur fólksins vill draga úr fjárfestingum í verkefni
sem ekki liggur á og jafnvel enginn er að biðja um.
Setja á fólk í forgang og tryggja fæði, klæði og húsnæði
fyrir alla. Lýðheilsu borgarbúa veður að sinna með
fullnægjandi hætti.
Hægt er að sjá öll framlögð mál Flokks fólksins í
borgarstjórn á vefsíðunni www.kolbrunbaldurs.is
Fólkið fyrst – svo allt hitt!
Kolbrún Baldursdóttir, Breiðhyltingur, oddviti Flokks
fólksins í Reykjavík og frambjóðandi í fyrsta sæti Flokks
fólksins í komandi borgarstjórnarkosningum
12 Breiðholtsblaðið APRÍL 2022
Betra Breiðholt með fólkið í forgangi
Þrífum borgina allt
árið og öll ár, ekki
bara á kosningaári
Björn Gíslason skipar 5. sæti á lista
Sjálfstæðisflokksins fyrir
borgarstjórnarkosningarnar 14. maí
Borgarráð samþykkti á síðasta fundi sínum að verja
20 milljónum króna til viðbótar í vorhreinsun gatna- og
stígakerfis borgarinnar. Það er í sjálfu sér gott mál enda
ekki vanþörf á að borgarlandið sé vel hirt og þrifið.
Ekki var þó hjá því komist, við þetta tilefni, að benda
á að samþykktin fól eingöngu í sér viðbótarframlag til
þrifa í aðdraganda kosninga, en nær hefði verið að þrífa
borgarlandið allt árið og öll ár, ekki bara á kosningaári.
Þá bentum við sjálfstæðismenn jafnframt á að
eingöngu væri verið að ráðstafa þessu viðbótarframlagi
til þrifa á stígum meðfram stofnbrautum, en ekki
inn í úthverfunum sem verður að teljast óheppilegt.
Hér þarf borgin nefnilega að gera svo miklu betur,
enda óhætt að segja að mörgum Reykvíkingum, á
síðasta kjörtímabili, hafi blöskrað hirðuleysi Reykjavíkurborgar, bæði
hvað varðar snjómokstur og almenna hreinsun gatna. Og þá sérstaklega
inn í úthverfunum.
Snjómokstri verði sinnt betur en í vetur
Borgarbúar verða nefnilega að geta gert þá kröfu að snjómokstri sé sinnt
mun betur en í vetur, en íbúar úthverfanna muna vel eftir vetrinum sem var
svo slæmur að íbúar komust í einhverjum tilfella ekki til og frá vinnu. Íbúar
verða jafnframt að geta gert þá kröfu að borgarbúum sé gert auðveldara
fyrir að njóta útiverunnar í borginni með því að þrífa, hirða rusl í kringum
ruslatunnur og sópa göngu-, hjóla- og hlaupastíga mun oftar en nú er gert.
Sandur á stígum- og hjólastígum getur nefnilega orsakað mikla slysahættu,
svo ekki sé nú talað um svifrykið sem af þessu hlýst, sem er hreinlega
heilsuspillandi.
Í þessu samhengi er rétt að rifja upp hversu stórundarlegt það er að
svifryksmengun hérlendis, í ekki nema 133 þúsund manna borg, á tímum
kórónuveirufaraldursins, þar sem umferð var í algjöru lágmarki, hafi jafnast
á við mengunina í stórborgum erlendis. Ástæðan fyrir því var og er einföld:
Göturnar voru hvorki þvegnar né rykbundnar eins oft og þarf að gera til að
draga úr svifryksmenguninni. Þetta sýndi kórónuveirufaraldurinn, svifrykið
mældist mikið þrátt fyrir litla umferð bíla.
Drögum úr svifryksmengun
Almennt séð á borgin að ganga á undan með góðu fordæmi, halda
borgarlandinu hreinu og snyrtilegu. Sú aðgerð mun hjálpa til við aðrar
markvissar aðgerðir til að draga úr svifryksmenguninni, enda geta ábyrg
borgaryfirvöld ekki unað því að rekja megi allt að 80 dauðsföll á ári til
svifryksmengunar. Með því að koma þessu í lag munum við auka lífsgæði
og betri loftgæði borgarbúa, sem er þjóðþrifamál sem allir eiga að láta sig
varða.
Við höfum metnað til að gera betur
Við sjálfstæðismenn höfum skilning á mikilvægi þessarar grunnþjónustu,
sem bæði þrif og snjómokstur eru. Þrátt fyrir að ráða ekki við veðrið getum
við engu að síður búið okkur undir erfiðar aðstæður. Þannig er það engin
afsökun að geta ekki brugðist við snjómokstri svo dögum skiptir eða þrifum.
Við sjálfstæðismenn höfum metnað til að gera betur í þessum efnum og
munum við leggja okkur í líma við að ganga á undan með góðu fordæmi
þegar kemur að bæði þrifum og mokstri gefi borgarbúar okkur tækifæri til
þess í komandi kosningum.
Björn Gíslason borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.
Björn Gíslason.
Vesturhlíð 2 | Fossvogi | s. 551 1266 | utfor@utfor.is | utfor.is
VIÐ ÞJÓNUM ALLAN SÓLARHRINGINN
Útfararþjónusta
í yfir 70 ár
Staðreynd er að samfélög þar sem samstaða
og samhjálp er mikil, ná lengra sem heild
en samfélög þar sem fólk hugsar fyrst og
fremst um eigin hag. Það er samfélög með
sterkt velferðarkerfi.
Á kjörtímabilinu samþykkti Borgarstjórn
aðgerðaáætlun til að vinna gegn því samfélagsmeini
sem sárafátækt er. Sérstaklega var horft á aðstæður
barna og stærsta aðgerðin var því að tryggja
börnum notenda fjárhagsaðstoðar leikskóladvöl,
dvöl á frístundaheimili auk skólamáltíða án þess
að foreldrar greiði fyrir það. Sú einstaka aðgerð
sem best er talið að geti komið í veg fyrir fátækt
barna er að aðstoða foreldra við að stunda
launaða vinnu. Við höfum komið upp sérstöku
Virknihúsi til að styðja notendur fjárhagsaðstoðar
aftur út í lífið, á þeirra forsendum. Við settum á
laggirnar sérstakt húsnæðisúrræði fyrir unga
einstæða foreldra þar sem þeim býðst húsnæði
og stuðningur við heimilishald. Úrræðið Tinna var
eflt en tilgangur þess er að styðja unga einstæða
foreldra aftur í virkni og vinnu. Ráðnir voru til
starfa sérstaklir sendiherrar sem eru tengiliður
fyrir fólk af svipuðum uppruna og málsvæði. Þeir
miðla upplýsingum inn í hópinn um þjónustu
borgarinnar , eins og t.d. um möguleika barna til
íþrótta- og frístundaþátttöku og upplýsingum tilbaka
til borgarinnar um hvað betur
má fara. Áhersla hefur verið á
að auðvelda börnum í Breiðholti
þátttöku í frístundum.
Húsnæðisöryggi
Það er stefna borgarinnar
að 25% íbúðauppbyggingar
í borginni sé leiguhúsnæði
rekið án hagnaðarsjónarmiða.
Íbúðum félagsbústaða hefur
fjölgað um 607 frá janúar
2018 en þær eru nú 3012, og
um helmingi færri bíða nú eftir íbúð en í upphafi
kjörtímabils. Á kjörtímabilinu hækkuðum við
tekjumörk sérstaks húsnæðisstuðnings 8% umfram
tekjumörk í leiðbeiningum ráðuneytis til að fleiri
ættu rétt á stuðningnum. Samfylkingin lítur á það
sem mannréttindi að eiga heimili, við höfum haft
forystu um að innleiða „húsnæði fyrst“ stefnuna,
um að veita heimilislausu fólki tækifæri til að reka
eigið heimili.
Heiða Björg Hilmisdóttir er formaður Velferðarráðs
Reykjavíkur og skipar annað sæti á lista
Samfylkingarinnar fyrir kosningarnar í vor.
Eitt samfélag
- útrýmum sárafátækt
Heiða Björg
Hilmisdóttir.
Kolbrún
Baldursdóttir.